Lífið

Elsta tré Reykjavíkur

Lauftré ganga í endurnýjun lífdaga hvert vor, jafnvel þau sem lifað hafa hátt á aðra öld. Það sannar silfurreynirinn í gamla kirkjugarðinum í Aðalstræti. Þennan silfurreyni gróðursetti danski landlæknirinn Schierbeck árið 1884 og hann er nú elsta tré Reykjavíkur. Um þetta fræðir okkur Jóhann Pálsson, fyrrum garðyrkjustjóri. "Schierbeck kom með þennan silfurreyni þegar hann kom til landsins árið 1883 en gat ekki gróðursett hann fyrr en árið eftir. Það var búið að leggja kirkjugarðinngarðinn niður og breyta honum í tún þegar hann keypti hann og hóf þar gríðarlegar ræktunartilraunir. Hann er í raun faðir hinnar faglegu garðyrkju á Íslandi. Var nefnilega garðyrkjumaður áður en hann gerðist læknir og beitti sér fyrr stofnun Garðyrkjufélags Íslands árið 1885. Annar mjög stór silfurreynir er í garðinum við Hressingarskálann sem Árni Thorsteinsson landfógeti átti. Það var eini garðurinn í Reykjavík sem stóð undir nafni þegar Schierbeck kom hingað. Þeir Árni og Schierbeck voru miklir vinir og ekki er óhugsandi að reynirinn við Hressó sé gjöf Schierbeck til Árna - en tréð hefur aldrei verið aldursgreint svo ég viti."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.