Súpa og steik 25. júní 2004 00:01 Svínasúpan er eitt vinsælasta innlenda sjónvarpsefni sem sýnt hefur verið á skjánum í langan tíma og er það meðal annars Þrándi Jenssyni, einum af handritshöfundunum, að þakka. Hann er bullandi húmoristi sem kemur fyndninni frá sér með pennann að vopni. Sveppi bar nokkra sketsja eftir æskuvin sinn Þránd undir Sigurjón Kjartansson, sem var að svipast um eftir fleiri handritshöfundum að fyrstu Svínasúpunni. Þá fóru hjólin að snúast og Þrándur var tekinn inn í hlýjuna. "Ég hef mjög gaman af því að skrifa og það var sérstaklega skemmtilegt að vinna seinni seríuna. Þá skiptumst við á að skrifa saman, köstuðum hugmyndunum á milli okkar og fyrir vikið varð húmorinn fjölbreyttari." Nú standa yfir upptökur á annarri umferð Svínasúpunnar en Þrándur gefur ekkert upp um innihald þáttanna. "Vinahópurinn minn er mjög fyndinn sem eflir mann óneitanlega í að skrifa góða sketsja. Við erum allir að keppast um að vera fyndnastir og samkeppnin er mjög hörð," segir Þrándur og viðurkennir að vera dálítið "steiktur". Auk þess að hrista upp í þjóðinni með Svínasúpunni hefur hann unnið sem rafvirki undanfarin sex ár. "Ég ákvað að gerast rafvirki því það er fínt að hafa iðngrein að stökkva í. Stúdentspróf dugar lítið ef maður vill starfa sem handritshöfundur og það er hæpið að fara í framhaldsnám í kvikmyndahandritsgerð þegar maður er búsettur á Íslandi." Þrándur lauk Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hann lærði handritsgerð en hann sigraði stuttmyndakeppni Reykjavíkur fyrir fáeinum árum. Í dag eyðir hann stórum hluta frítíma síns í skriftir. "Ég á orðið heilan helling af handritum og vonast til að Kvikmyndasjóður styrki eitthvert þeirra í framtíðinni. Ég er alltaf að punkta niður brandara eða eitthvað fyndið sem gerist í kringum mig og tek svo skorpur í skrifunum. Í bílnum og á náttborðinu mínu eru litlar bækur sem ég skrifa í þegar mér dettur eitthvað í hug. Hugmyndirnar nota ég til dæmis í grínþáttaröð sem ég er búinn að vera að skrifa lengi." Þrándur hefur óbilandi áhuga á öllu sem er fyndið og segist vinna í grínþáttunum til að hvetja sig áfram í að skrifa. Nú er hann með mörg járn í eldinum og hyggst ljúka við kvikmyndahandrit í fullri lengd áður en langt um líður. thorat@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Svínasúpan er eitt vinsælasta innlenda sjónvarpsefni sem sýnt hefur verið á skjánum í langan tíma og er það meðal annars Þrándi Jenssyni, einum af handritshöfundunum, að þakka. Hann er bullandi húmoristi sem kemur fyndninni frá sér með pennann að vopni. Sveppi bar nokkra sketsja eftir æskuvin sinn Þránd undir Sigurjón Kjartansson, sem var að svipast um eftir fleiri handritshöfundum að fyrstu Svínasúpunni. Þá fóru hjólin að snúast og Þrándur var tekinn inn í hlýjuna. "Ég hef mjög gaman af því að skrifa og það var sérstaklega skemmtilegt að vinna seinni seríuna. Þá skiptumst við á að skrifa saman, köstuðum hugmyndunum á milli okkar og fyrir vikið varð húmorinn fjölbreyttari." Nú standa yfir upptökur á annarri umferð Svínasúpunnar en Þrándur gefur ekkert upp um innihald þáttanna. "Vinahópurinn minn er mjög fyndinn sem eflir mann óneitanlega í að skrifa góða sketsja. Við erum allir að keppast um að vera fyndnastir og samkeppnin er mjög hörð," segir Þrándur og viðurkennir að vera dálítið "steiktur". Auk þess að hrista upp í þjóðinni með Svínasúpunni hefur hann unnið sem rafvirki undanfarin sex ár. "Ég ákvað að gerast rafvirki því það er fínt að hafa iðngrein að stökkva í. Stúdentspróf dugar lítið ef maður vill starfa sem handritshöfundur og það er hæpið að fara í framhaldsnám í kvikmyndahandritsgerð þegar maður er búsettur á Íslandi." Þrándur lauk Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hann lærði handritsgerð en hann sigraði stuttmyndakeppni Reykjavíkur fyrir fáeinum árum. Í dag eyðir hann stórum hluta frítíma síns í skriftir. "Ég á orðið heilan helling af handritum og vonast til að Kvikmyndasjóður styrki eitthvert þeirra í framtíðinni. Ég er alltaf að punkta niður brandara eða eitthvað fyndið sem gerist í kringum mig og tek svo skorpur í skrifunum. Í bílnum og á náttborðinu mínu eru litlar bækur sem ég skrifa í þegar mér dettur eitthvað í hug. Hugmyndirnar nota ég til dæmis í grínþáttaröð sem ég er búinn að vera að skrifa lengi." Þrándur hefur óbilandi áhuga á öllu sem er fyndið og segist vinna í grínþáttunum til að hvetja sig áfram í að skrifa. Nú er hann með mörg járn í eldinum og hyggst ljúka við kvikmyndahandrit í fullri lengd áður en langt um líður. thorat@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira