Val á dómurum í Hæstarétt 22. júní 2004 00:01 Ekkert mælir því mót að Alþingi, sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar, ræði og eftir atvikum afgreiði önnur mál en lög um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því sambandi hlýtur að koma sterklega til álita að sumarþingið reyni að finna leið til að eyða ósætti og tortryggni sem ríkir í þjóðfélaginu um skipan manna í embætti hæstaréttardómara. Ekki þarf að rifja upp það uppnám sem varð meðal lærðra og leikra þegar síðast var skipað í dómaraembætti við réttinn. Nú hefur Pétur Kr. Hafstein tilkynnt að hann hyggist láta af embætti og við blasir að skipa þarf nýjan dómara í haust. Líklegt er að þá komi upp áþekk álitamál og síðast; hver á að meta hæfni umsækjenda og hver á mælikvarðinn að vera? Í umræðunum um skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í dómaraembætti vakti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra máls á því að ef til vill væri ástæða til að breyta reglunum um það hvernig staðið er að skipun hæstaréttardómara. Í framhaldi af því hefur verið hreyft hugmyndum um að Alþingi verði að staðfesta skipun dómara í Hæstarétt og sérstakt lagaráð, frekar en rétturinn sjálfur, veiti umsögn um umsækjendur. Athygli hefur vakið að þótt Pétur Kr. Hafstein hafi enn ekki beðist formlega lausnar hefur einn kunnasti lögmaður landsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, látið í ljós áhuga sinn á embættinu. Jón Steinar er þekktur fyrir skýran málflutning og tæpitungulausar skoðanir jafnt á þjóðmálum sem lögfræði. Enginn frýr honum vits og lærdóms. Fræg er gagnrýni hans á dóma - ekki síst Hæstaréttar. Og allir vita að hann er einkavinur æðstu valdamanna landsins. En enginn spilamaður veit það betur en Jón Steinar Gunnlaugsson að ásar í hendi geta bæði verið tromp og hundar. Styrkleiki hans kann jafnframt að vera veikleiki hans. Hægt er að veita mönnum embætti í krafti valds, en sérhver maður með sjálfsvirðingu hlýtur að vilja að það sé hafið yfir efa að hann hafi verið valinn vegna hæfni sinnar frekar en tengsla. Ólíklegt verður að telja að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði kosinn vinsælasti maður landsins ef hæstaréttardómarar væru einu kjósendurnir. Kunnugt er að óvægin gagnrýni hans á einstaka dóma og vinnubrögð réttarins hefur fengið misjafnar undirtektir meðal dómaranna. Sú spurning vaknar hvort þeir teljist hæfir umsagnaraðilar þegar hann á í hlut. Einnig hvort líklegt sé að hann mundi njóta sannmælis. Dæmi Jóns Steinars eitt og sér vekur upp spurningar um aðferðir við skipan hæstaréttardómara. Þegar við bætast þau álitaefni sem upp komu við síðustu skipun í dóminn virðist rökrétt að endurskoða leikreglurnar. Þetta er mál sem Alþingi á að láta til sín taka í í sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Ekkert mælir því mót að Alþingi, sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar, ræði og eftir atvikum afgreiði önnur mál en lög um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því sambandi hlýtur að koma sterklega til álita að sumarþingið reyni að finna leið til að eyða ósætti og tortryggni sem ríkir í þjóðfélaginu um skipan manna í embætti hæstaréttardómara. Ekki þarf að rifja upp það uppnám sem varð meðal lærðra og leikra þegar síðast var skipað í dómaraembætti við réttinn. Nú hefur Pétur Kr. Hafstein tilkynnt að hann hyggist láta af embætti og við blasir að skipa þarf nýjan dómara í haust. Líklegt er að þá komi upp áþekk álitamál og síðast; hver á að meta hæfni umsækjenda og hver á mælikvarðinn að vera? Í umræðunum um skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í dómaraembætti vakti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra máls á því að ef til vill væri ástæða til að breyta reglunum um það hvernig staðið er að skipun hæstaréttardómara. Í framhaldi af því hefur verið hreyft hugmyndum um að Alþingi verði að staðfesta skipun dómara í Hæstarétt og sérstakt lagaráð, frekar en rétturinn sjálfur, veiti umsögn um umsækjendur. Athygli hefur vakið að þótt Pétur Kr. Hafstein hafi enn ekki beðist formlega lausnar hefur einn kunnasti lögmaður landsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, látið í ljós áhuga sinn á embættinu. Jón Steinar er þekktur fyrir skýran málflutning og tæpitungulausar skoðanir jafnt á þjóðmálum sem lögfræði. Enginn frýr honum vits og lærdóms. Fræg er gagnrýni hans á dóma - ekki síst Hæstaréttar. Og allir vita að hann er einkavinur æðstu valdamanna landsins. En enginn spilamaður veit það betur en Jón Steinar Gunnlaugsson að ásar í hendi geta bæði verið tromp og hundar. Styrkleiki hans kann jafnframt að vera veikleiki hans. Hægt er að veita mönnum embætti í krafti valds, en sérhver maður með sjálfsvirðingu hlýtur að vilja að það sé hafið yfir efa að hann hafi verið valinn vegna hæfni sinnar frekar en tengsla. Ólíklegt verður að telja að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði kosinn vinsælasti maður landsins ef hæstaréttardómarar væru einu kjósendurnir. Kunnugt er að óvægin gagnrýni hans á einstaka dóma og vinnubrögð réttarins hefur fengið misjafnar undirtektir meðal dómaranna. Sú spurning vaknar hvort þeir teljist hæfir umsagnaraðilar þegar hann á í hlut. Einnig hvort líklegt sé að hann mundi njóta sannmælis. Dæmi Jóns Steinars eitt og sér vekur upp spurningar um aðferðir við skipan hæstaréttardómara. Þegar við bætast þau álitaefni sem upp komu við síðustu skipun í dóminn virðist rökrétt að endurskoða leikreglurnar. Þetta er mál sem Alþingi á að láta til sín taka í í sumar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun