Hefndin er sæt en refingin blóðug 21. júní 2004 00:01 Frank Castle, betur þekktur sem The Punisher, er stórskemmtileg teiknimyndasögupersóna ekki síst vegna þess að hann er gerólíkur hefðbundnu ofurhetjunum. Hann hefur enga yfirnáttúrulega hæfileika, notar skotvopna, líkamsstyrk sinn og herþjálfun í baráttuni við illþýðið. Búningurinn hans er einfaldur og laus við allt prjál, bara svartur stuttermabolur með hauskúpulógói og svartur leðurfrakki. Hann er semsagt miklu meiri töffari en Spiderman og Daredevil fyrir utan það að hann er laus við alla manngæsku og drepur vondu kallana miskunnarlaust. Teiknimyndasöguhöfundurinn Garth Ennis lífgaði Castle við í sögunni Welcome Back Frank fyrir nokkrum árum og þessi nýja Punishermynd byggir að hluta til á þeirri sögu sem er auðvitað hið besta mál. Það hefði þó að ósekju mátt byggja myndina eingöngu á sögu Ennis þar sem handritið er veikasti hlekkurinn í þessari annars ágætu hasarmynd. Menn gerðu svipuð mistök með Daredevil en handrit þeirrar myndar var kokkað upp úr nokkrum frægum Daredevil teiknimyndasögum í stað þess að byggja eingöngu á verkum Franks Miller en hvaða fífl sem er hefði átt að gera sér grein fyrir því að það væri eina leiðin til að skila DD á hvíta tjaldið. Þessi feill er þó ekki jafn alvarlegur í þessu tilfelli þar sem leikstjórinn og handritshöfundurinn eru með grunneðlisþætti Refsarans á hreinu auk þess sem Tom Jane er hárréttur maður til að túlka morðóða brjálæðinginn. Jane er fjallmyndarlegur þó hann sé alls ekkert súkkulaði enda karlmennskan uppmálaður ólíkt Ben Affleck sem steindrap Daredevil í rauða, kerlingarlega latex samfestingnum sínum. Þá er The Punisher mun ruddalegri en aðrar nýlegar ofurhetjumyndir, sem er líka hið besta mál. Þetta er engin barnamynd. John Travolta er frekar slappur í hlutverki vonda kallsins sem lætur myrða stórfjölskyldu Castles sem má því horfa upp á pabba sinn, mömmu, eiginkonu og son drepinn. Sjálfur kemst hann undan við illan leik og ákveður að endurgreiða Travolta í sömu mynt. Hann telur sig þó hins vegar ekki vera að hefna fjölskyldu sinnar heldur einfaldlega að refsa hinum seku og þá er ekki tekið á því með neinum silkihönskum. Sem fyrr segir er sagan helsti veikleiki myndarinnar en hún eyðir of miklum tíma í aðdraganda refsingarinnar og The Punisher leggur að mínu mati allt of mikið upp úr flóknum plottum til að grafa undan óvininum. Sem einlægur aðdáandi Castles vildi ég bara sjá hann skella sér í leðrið, kippa með sér nokkrum stórum byssum og skjóta allt kvikt í klessu. Myndin er sem sagt full róleg fyrir aðalpersónuna og það eru allt of fáir drepnir þó Castle taki vissulega góða syrpu í lokin. Þessi nýja Punisher mynd rétt slefar því yfir meðallagið en ég vona að hún græði nógu margar milljónir dollara til þess að við fáum framhald. Þá er þessi mynd eðlilegur fórnarkostnaður, það þurfti að kynna Castle til sögunnar og leyfa honum að drepa þá sem káluðu fjölskyldu hans. Nú er því lokið og hann getur snúið sér að hvaða þjófi, nauðgara og morðingja sem verður á vegi hans og drápin ættu að geta byrjað fyrir alvöru. Þórarinn Þórarinsson Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Frank Castle, betur þekktur sem The Punisher, er stórskemmtileg teiknimyndasögupersóna ekki síst vegna þess að hann er gerólíkur hefðbundnu ofurhetjunum. Hann hefur enga yfirnáttúrulega hæfileika, notar skotvopna, líkamsstyrk sinn og herþjálfun í baráttuni við illþýðið. Búningurinn hans er einfaldur og laus við allt prjál, bara svartur stuttermabolur með hauskúpulógói og svartur leðurfrakki. Hann er semsagt miklu meiri töffari en Spiderman og Daredevil fyrir utan það að hann er laus við alla manngæsku og drepur vondu kallana miskunnarlaust. Teiknimyndasöguhöfundurinn Garth Ennis lífgaði Castle við í sögunni Welcome Back Frank fyrir nokkrum árum og þessi nýja Punishermynd byggir að hluta til á þeirri sögu sem er auðvitað hið besta mál. Það hefði þó að ósekju mátt byggja myndina eingöngu á sögu Ennis þar sem handritið er veikasti hlekkurinn í þessari annars ágætu hasarmynd. Menn gerðu svipuð mistök með Daredevil en handrit þeirrar myndar var kokkað upp úr nokkrum frægum Daredevil teiknimyndasögum í stað þess að byggja eingöngu á verkum Franks Miller en hvaða fífl sem er hefði átt að gera sér grein fyrir því að það væri eina leiðin til að skila DD á hvíta tjaldið. Þessi feill er þó ekki jafn alvarlegur í þessu tilfelli þar sem leikstjórinn og handritshöfundurinn eru með grunneðlisþætti Refsarans á hreinu auk þess sem Tom Jane er hárréttur maður til að túlka morðóða brjálæðinginn. Jane er fjallmyndarlegur þó hann sé alls ekkert súkkulaði enda karlmennskan uppmálaður ólíkt Ben Affleck sem steindrap Daredevil í rauða, kerlingarlega latex samfestingnum sínum. Þá er The Punisher mun ruddalegri en aðrar nýlegar ofurhetjumyndir, sem er líka hið besta mál. Þetta er engin barnamynd. John Travolta er frekar slappur í hlutverki vonda kallsins sem lætur myrða stórfjölskyldu Castles sem má því horfa upp á pabba sinn, mömmu, eiginkonu og son drepinn. Sjálfur kemst hann undan við illan leik og ákveður að endurgreiða Travolta í sömu mynt. Hann telur sig þó hins vegar ekki vera að hefna fjölskyldu sinnar heldur einfaldlega að refsa hinum seku og þá er ekki tekið á því með neinum silkihönskum. Sem fyrr segir er sagan helsti veikleiki myndarinnar en hún eyðir of miklum tíma í aðdraganda refsingarinnar og The Punisher leggur að mínu mati allt of mikið upp úr flóknum plottum til að grafa undan óvininum. Sem einlægur aðdáandi Castles vildi ég bara sjá hann skella sér í leðrið, kippa með sér nokkrum stórum byssum og skjóta allt kvikt í klessu. Myndin er sem sagt full róleg fyrir aðalpersónuna og það eru allt of fáir drepnir þó Castle taki vissulega góða syrpu í lokin. Þessi nýja Punisher mynd rétt slefar því yfir meðallagið en ég vona að hún græði nógu margar milljónir dollara til þess að við fáum framhald. Þá er þessi mynd eðlilegur fórnarkostnaður, það þurfti að kynna Castle til sögunnar og leyfa honum að drepa þá sem káluðu fjölskyldu hans. Nú er því lokið og hann getur snúið sér að hvaða þjófi, nauðgara og morðingja sem verður á vegi hans og drápin ættu að geta byrjað fyrir alvöru. Þórarinn Þórarinsson
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira