Menning

Fjöldi danskra barna á geðlyfjum

Metfjöldi danskra barna er á geðlyfjum. 2.830 börn og ungmenni voru á geðlyfjum á síðasta ári sem er gríðarleg aukning ef borið er saman við árið 1997. Þá voru 654 dönsk ungmenni á geðlyfjum. Orsökin er fyrst og fremst sú að fleiri börn þjást af áráttuhegðun - ekki sú að þau séu þunglynd. Þau endurtaka þá athæfi eins og að þvo sér eða labba alltaf sömu leiðina og slíkt. Að sögn lækna getur skýring áráttuhegðunar verið streita. Streitan á sér orsakir m.a. í skyndilegum breytingum eða kynþroskaskeiði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×