Viðskipti innlent

Sameining lífeyrissjóða

Viðræðunefnd Lífeyrissjóðsins Framsýnar og Lífeyrissjóðs sjómanna hefur lokið 1. áfanga athugunar á hagkvæmni þess að sameina sjóðina í þeim tilgangi að styrkja tryggingafræðilega stöðu þeirra, efla eignastýringu, auka hagkvæmni í rekstri og þjónustu við sjóðfélaga. Að mati nefndarinnar hefur margt komið fram sem mælir með sameiningu og því lagði hún til að viðræðum verði fram haldið. Stjórnir sjóðanna hafa samþykkt að halda áfram viðræðum um hugsanlega sameiningu sjóðanna. Stefnt er að því að ljúka 2. áfanga viðræðnanna í september nk., en í þeim áfanga verður m.a. farið yfir samræmingu réttindakerfa og útfærslu þeirra. Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Lífeyrissjóður sjómanna eru þriðji og fjórði stærstu lífeyrissjóðir landsins og námu samanlagðar eignir sjóðanna rúmlega 120 milljörðum króna í árslok 2003. Staða þeirra er traust og ávöxtun beggja sjóðanna hefur verið með því besta sem þekkist hjá lífeyrissjóðunum, bæði á síðasta ári og yfir lengra tímabil.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×