Kjarkur nauðsynlegur á Bessastöðum 21. júní 2004 00:01 Það er vandfundið stríðsástandið sem forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur Morgunblaðsins boðaði ef forseti Íslands synjaði lögum staðfestingar - Gunnar Smári Egilsson. Þrátt fyrir að tiltölulega sviplitla baráttu fyrir komandi forsetakosningar er hún að verða nokkuð söguleg. Ég held það hafi ekki gerst síðan 1952 að forysta stjórnmálaflokks hafi beitt sér að nokkru ráði í forsetakosningum eins og nokkrir af helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins hafa gert nú. Og enn síður að nokkur fjölmiðill hafi tekið jafn einarða afstöðu til frambjóðenda og Morgunblaðið hefur gert að undanförnu. Morgunblaðið virðiust ekki styðja neinn frambjóðenda en leggur sig fram um að lýsa andstöðu við Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta. Morgunblaðið hefur skrifað þónokkra leiðara gegn Ólafi Ragnari frá blaðamannafundinum 2. júní þegar hann tilkynnti að hann tgreysti sér ekki til að staðfesta fjölmiðlalögin. Á laugardaginn helgaði Morgunblaðið andúð sinni á Ólafi Ragnari síðan bæði Reykjavíkurbréf og leiðara sunnudagsútgáfu sinnar. Þótt skrif Morgunblaðsins séu að sjálfsögðu kursteislegar orðuð en þeirra sem ráðist hafa gegn Ólafi Ragnari af mestum dólgskap að undanförnu fer ekki á milli mála að Morgunblaðið og helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins telja Ólaf Ragnar óhæfan forseta. Rökin eru þau að hann hafi teigt á valdsviði embættisins og misbeitt því þegar hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin, móðgað Alþingi, ráðist gegn þingræðinu og framkallað hér eina alsherjar óleysanlega stjórnskipunarkreppu.En er það svo?Ég er ansi hræddur um að fáir verði varir við þennan hildarleik aðrir en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og talsmenn þeirra. Þeir virðast kjósa að túlka ákvörðun Ólafs Ragnars sem einskonar árás á sig og öll sín verk. Kreppan sem ákvörðun Ólafs Ragnars framkallar er því mest í þeirra eigin sál. Áður en Ólafur Ragnar kynnti ákvörðun sína lýstu sömu menn því yfir að ef hann staðfesti ekki lögin myndi skapast hér eins konar stríðsástand. Hvar er það stríð í dag – annars staðar en í leiðurum Morgunblaðsins og einstaka skoðanagrein í því blaði? Skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti landsmanna sættir sig vel við ákvörðun Ólafs Ragnars og er henni sammála. Meirihluti landsmanna fagnar því að fá að kjósa um fjölmiðlalögin og ætlast til að stjórnvöld sætti sig við niðurstöður þeirra kosninga. Ef ráðamenn eiga erfitt með að kyngja því meiga þeir ekki telja þau innri átök sín vera einhvert stríðsástand í samfélaginu.Nema ætlun þeirra sé að efna til enn frekari ófriðar í samfélaginu. Það gekk fram af öllum þorra almennings með hvaða hætti fjölmiðlalögin voru sett. Þingnefndum voru skammtaðir fáeinir sólarhringar til að sætta sig við frumvarp forsætisráðherra og augljóst var að beiðni nefndanna um álit fræðimanna og hagsmunaaðila var aðeins leikþáttur. Ef forsetinn er sakaður um að móðga Alþingi í dag; hvað má þá segja um meðferð ríkisstjórnarinar á þessari stofnun sem misyndismennirnir kalla nú elstu og helgustu stofnun landsins. Forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur málgangs hennar verður að sætta sig við að mikill meirihluti þjóðarinnar var sammála Ólafi Ragnari að grípa inn í þessa atburðarrás og telur að synjunarvald forseta hafi verið sett í stjórnarskrá einmitt til að fyrirbyggja að valdi stjórnmálaflokka– sem vel að nefna er ekki gert ráð fyrir í stjórnarskrá – sé misbeitt. Vald Alþingis þarf að vera meira en vald ríkisstjórna og ríkisstjórna meira en forystumanna stjórnmálaflokka ef stjórnarhættir hér eiga að vera lýðræðislegir. Þegar þessu er snúið á haus getum við þakkað framsýni stjórnarskrárhöfunda að forseti Íslands hafi vald til að vísa málum til þjóðarinnar. Og að í embættiunu sé maður sem hafi kjark til að beitra þessu valdi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er vandfundið stríðsástandið sem forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur Morgunblaðsins boðaði ef forseti Íslands synjaði lögum staðfestingar - Gunnar Smári Egilsson. Þrátt fyrir að tiltölulega sviplitla baráttu fyrir komandi forsetakosningar er hún að verða nokkuð söguleg. Ég held það hafi ekki gerst síðan 1952 að forysta stjórnmálaflokks hafi beitt sér að nokkru ráði í forsetakosningum eins og nokkrir af helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins hafa gert nú. Og enn síður að nokkur fjölmiðill hafi tekið jafn einarða afstöðu til frambjóðenda og Morgunblaðið hefur gert að undanförnu. Morgunblaðið virðiust ekki styðja neinn frambjóðenda en leggur sig fram um að lýsa andstöðu við Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta. Morgunblaðið hefur skrifað þónokkra leiðara gegn Ólafi Ragnari frá blaðamannafundinum 2. júní þegar hann tilkynnti að hann tgreysti sér ekki til að staðfesta fjölmiðlalögin. Á laugardaginn helgaði Morgunblaðið andúð sinni á Ólafi Ragnari síðan bæði Reykjavíkurbréf og leiðara sunnudagsútgáfu sinnar. Þótt skrif Morgunblaðsins séu að sjálfsögðu kursteislegar orðuð en þeirra sem ráðist hafa gegn Ólafi Ragnari af mestum dólgskap að undanförnu fer ekki á milli mála að Morgunblaðið og helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins telja Ólaf Ragnar óhæfan forseta. Rökin eru þau að hann hafi teigt á valdsviði embættisins og misbeitt því þegar hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin, móðgað Alþingi, ráðist gegn þingræðinu og framkallað hér eina alsherjar óleysanlega stjórnskipunarkreppu.En er það svo?Ég er ansi hræddur um að fáir verði varir við þennan hildarleik aðrir en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og talsmenn þeirra. Þeir virðast kjósa að túlka ákvörðun Ólafs Ragnars sem einskonar árás á sig og öll sín verk. Kreppan sem ákvörðun Ólafs Ragnars framkallar er því mest í þeirra eigin sál. Áður en Ólafur Ragnar kynnti ákvörðun sína lýstu sömu menn því yfir að ef hann staðfesti ekki lögin myndi skapast hér eins konar stríðsástand. Hvar er það stríð í dag – annars staðar en í leiðurum Morgunblaðsins og einstaka skoðanagrein í því blaði? Skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti landsmanna sættir sig vel við ákvörðun Ólafs Ragnars og er henni sammála. Meirihluti landsmanna fagnar því að fá að kjósa um fjölmiðlalögin og ætlast til að stjórnvöld sætti sig við niðurstöður þeirra kosninga. Ef ráðamenn eiga erfitt með að kyngja því meiga þeir ekki telja þau innri átök sín vera einhvert stríðsástand í samfélaginu.Nema ætlun þeirra sé að efna til enn frekari ófriðar í samfélaginu. Það gekk fram af öllum þorra almennings með hvaða hætti fjölmiðlalögin voru sett. Þingnefndum voru skammtaðir fáeinir sólarhringar til að sætta sig við frumvarp forsætisráðherra og augljóst var að beiðni nefndanna um álit fræðimanna og hagsmunaaðila var aðeins leikþáttur. Ef forsetinn er sakaður um að móðga Alþingi í dag; hvað má þá segja um meðferð ríkisstjórnarinar á þessari stofnun sem misyndismennirnir kalla nú elstu og helgustu stofnun landsins. Forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur málgangs hennar verður að sætta sig við að mikill meirihluti þjóðarinnar var sammála Ólafi Ragnari að grípa inn í þessa atburðarrás og telur að synjunarvald forseta hafi verið sett í stjórnarskrá einmitt til að fyrirbyggja að valdi stjórnmálaflokka– sem vel að nefna er ekki gert ráð fyrir í stjórnarskrá – sé misbeitt. Vald Alþingis þarf að vera meira en vald ríkisstjórna og ríkisstjórna meira en forystumanna stjórnmálaflokka ef stjórnarhættir hér eiga að vera lýðræðislegir. Þegar þessu er snúið á haus getum við þakkað framsýni stjórnarskrárhöfunda að forseti Íslands hafi vald til að vísa málum til þjóðarinnar. Og að í embættiunu sé maður sem hafi kjark til að beitra þessu valdi.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar