Kjarkur nauðsynlegur á Bessastöðum 21. júní 2004 00:01 Það er vandfundið stríðsástandið sem forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur Morgunblaðsins boðaði ef forseti Íslands synjaði lögum staðfestingar - Gunnar Smári Egilsson. Þrátt fyrir að tiltölulega sviplitla baráttu fyrir komandi forsetakosningar er hún að verða nokkuð söguleg. Ég held það hafi ekki gerst síðan 1952 að forysta stjórnmálaflokks hafi beitt sér að nokkru ráði í forsetakosningum eins og nokkrir af helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins hafa gert nú. Og enn síður að nokkur fjölmiðill hafi tekið jafn einarða afstöðu til frambjóðenda og Morgunblaðið hefur gert að undanförnu. Morgunblaðið virðiust ekki styðja neinn frambjóðenda en leggur sig fram um að lýsa andstöðu við Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta. Morgunblaðið hefur skrifað þónokkra leiðara gegn Ólafi Ragnari frá blaðamannafundinum 2. júní þegar hann tilkynnti að hann tgreysti sér ekki til að staðfesta fjölmiðlalögin. Á laugardaginn helgaði Morgunblaðið andúð sinni á Ólafi Ragnari síðan bæði Reykjavíkurbréf og leiðara sunnudagsútgáfu sinnar. Þótt skrif Morgunblaðsins séu að sjálfsögðu kursteislegar orðuð en þeirra sem ráðist hafa gegn Ólafi Ragnari af mestum dólgskap að undanförnu fer ekki á milli mála að Morgunblaðið og helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins telja Ólaf Ragnar óhæfan forseta. Rökin eru þau að hann hafi teigt á valdsviði embættisins og misbeitt því þegar hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin, móðgað Alþingi, ráðist gegn þingræðinu og framkallað hér eina alsherjar óleysanlega stjórnskipunarkreppu.En er það svo?Ég er ansi hræddur um að fáir verði varir við þennan hildarleik aðrir en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og talsmenn þeirra. Þeir virðast kjósa að túlka ákvörðun Ólafs Ragnars sem einskonar árás á sig og öll sín verk. Kreppan sem ákvörðun Ólafs Ragnars framkallar er því mest í þeirra eigin sál. Áður en Ólafur Ragnar kynnti ákvörðun sína lýstu sömu menn því yfir að ef hann staðfesti ekki lögin myndi skapast hér eins konar stríðsástand. Hvar er það stríð í dag – annars staðar en í leiðurum Morgunblaðsins og einstaka skoðanagrein í því blaði? Skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti landsmanna sættir sig vel við ákvörðun Ólafs Ragnars og er henni sammála. Meirihluti landsmanna fagnar því að fá að kjósa um fjölmiðlalögin og ætlast til að stjórnvöld sætti sig við niðurstöður þeirra kosninga. Ef ráðamenn eiga erfitt með að kyngja því meiga þeir ekki telja þau innri átök sín vera einhvert stríðsástand í samfélaginu.Nema ætlun þeirra sé að efna til enn frekari ófriðar í samfélaginu. Það gekk fram af öllum þorra almennings með hvaða hætti fjölmiðlalögin voru sett. Þingnefndum voru skammtaðir fáeinir sólarhringar til að sætta sig við frumvarp forsætisráðherra og augljóst var að beiðni nefndanna um álit fræðimanna og hagsmunaaðila var aðeins leikþáttur. Ef forsetinn er sakaður um að móðga Alþingi í dag; hvað má þá segja um meðferð ríkisstjórnarinar á þessari stofnun sem misyndismennirnir kalla nú elstu og helgustu stofnun landsins. Forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur málgangs hennar verður að sætta sig við að mikill meirihluti þjóðarinnar var sammála Ólafi Ragnari að grípa inn í þessa atburðarrás og telur að synjunarvald forseta hafi verið sett í stjórnarskrá einmitt til að fyrirbyggja að valdi stjórnmálaflokka– sem vel að nefna er ekki gert ráð fyrir í stjórnarskrá – sé misbeitt. Vald Alþingis þarf að vera meira en vald ríkisstjórna og ríkisstjórna meira en forystumanna stjórnmálaflokka ef stjórnarhættir hér eiga að vera lýðræðislegir. Þegar þessu er snúið á haus getum við þakkað framsýni stjórnarskrárhöfunda að forseti Íslands hafi vald til að vísa málum til þjóðarinnar. Og að í embættiunu sé maður sem hafi kjark til að beitra þessu valdi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er vandfundið stríðsástandið sem forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur Morgunblaðsins boðaði ef forseti Íslands synjaði lögum staðfestingar - Gunnar Smári Egilsson. Þrátt fyrir að tiltölulega sviplitla baráttu fyrir komandi forsetakosningar er hún að verða nokkuð söguleg. Ég held það hafi ekki gerst síðan 1952 að forysta stjórnmálaflokks hafi beitt sér að nokkru ráði í forsetakosningum eins og nokkrir af helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins hafa gert nú. Og enn síður að nokkur fjölmiðill hafi tekið jafn einarða afstöðu til frambjóðenda og Morgunblaðið hefur gert að undanförnu. Morgunblaðið virðiust ekki styðja neinn frambjóðenda en leggur sig fram um að lýsa andstöðu við Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta. Morgunblaðið hefur skrifað þónokkra leiðara gegn Ólafi Ragnari frá blaðamannafundinum 2. júní þegar hann tilkynnti að hann tgreysti sér ekki til að staðfesta fjölmiðlalögin. Á laugardaginn helgaði Morgunblaðið andúð sinni á Ólafi Ragnari síðan bæði Reykjavíkurbréf og leiðara sunnudagsútgáfu sinnar. Þótt skrif Morgunblaðsins séu að sjálfsögðu kursteislegar orðuð en þeirra sem ráðist hafa gegn Ólafi Ragnari af mestum dólgskap að undanförnu fer ekki á milli mála að Morgunblaðið og helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins telja Ólaf Ragnar óhæfan forseta. Rökin eru þau að hann hafi teigt á valdsviði embættisins og misbeitt því þegar hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin, móðgað Alþingi, ráðist gegn þingræðinu og framkallað hér eina alsherjar óleysanlega stjórnskipunarkreppu.En er það svo?Ég er ansi hræddur um að fáir verði varir við þennan hildarleik aðrir en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og talsmenn þeirra. Þeir virðast kjósa að túlka ákvörðun Ólafs Ragnars sem einskonar árás á sig og öll sín verk. Kreppan sem ákvörðun Ólafs Ragnars framkallar er því mest í þeirra eigin sál. Áður en Ólafur Ragnar kynnti ákvörðun sína lýstu sömu menn því yfir að ef hann staðfesti ekki lögin myndi skapast hér eins konar stríðsástand. Hvar er það stríð í dag – annars staðar en í leiðurum Morgunblaðsins og einstaka skoðanagrein í því blaði? Skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti landsmanna sættir sig vel við ákvörðun Ólafs Ragnars og er henni sammála. Meirihluti landsmanna fagnar því að fá að kjósa um fjölmiðlalögin og ætlast til að stjórnvöld sætti sig við niðurstöður þeirra kosninga. Ef ráðamenn eiga erfitt með að kyngja því meiga þeir ekki telja þau innri átök sín vera einhvert stríðsástand í samfélaginu.Nema ætlun þeirra sé að efna til enn frekari ófriðar í samfélaginu. Það gekk fram af öllum þorra almennings með hvaða hætti fjölmiðlalögin voru sett. Þingnefndum voru skammtaðir fáeinir sólarhringar til að sætta sig við frumvarp forsætisráðherra og augljóst var að beiðni nefndanna um álit fræðimanna og hagsmunaaðila var aðeins leikþáttur. Ef forsetinn er sakaður um að móðga Alþingi í dag; hvað má þá segja um meðferð ríkisstjórnarinar á þessari stofnun sem misyndismennirnir kalla nú elstu og helgustu stofnun landsins. Forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur málgangs hennar verður að sætta sig við að mikill meirihluti þjóðarinnar var sammála Ólafi Ragnari að grípa inn í þessa atburðarrás og telur að synjunarvald forseta hafi verið sett í stjórnarskrá einmitt til að fyrirbyggja að valdi stjórnmálaflokka– sem vel að nefna er ekki gert ráð fyrir í stjórnarskrá – sé misbeitt. Vald Alþingis þarf að vera meira en vald ríkisstjórna og ríkisstjórna meira en forystumanna stjórnmálaflokka ef stjórnarhættir hér eiga að vera lýðræðislegir. Þegar þessu er snúið á haus getum við þakkað framsýni stjórnarskrárhöfunda að forseti Íslands hafi vald til að vísa málum til þjóðarinnar. Og að í embættiunu sé maður sem hafi kjark til að beitra þessu valdi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun