Ástþór óánægður með Ólaf Ragnar 19. júní 2004 00:01 Baráttan fyrir komandi forsetakosningar fékk annan og þyngri undirtón þegar forsetaframbjóðendurnir sátu í fyrsta sinn allir saman fyrir svörum í Ríkisútvarpinu í dag. Þeir voru þó ekki í viðtali allir í einu, eins og upphaflega var gert ráð fyrir, heldur fóru inn hver á eftir öðrum. Ekki voru allir frambjóðendurnir sáttir við að hafa þann háttinn á. Ástþór Magnússon spurði Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, á göngum Ríkisútvarpshússins, hvenær hann ætli að hitta sig í kappræðum. Forsetinn sagði það verða í næstu viku, á tveimur fundum sem búið væri að samþykkja, og byrjaði að ganga í burtu frá Ástþóri sem spurði þá hvers vegna hann hlypi í burtu. Ólafur Ragnar sagðist ekki vera að því og innti Ástþór hann þá eftir því, hvers vegna hann hafi læðst bakdyramegin út af skrifstofu sinni á dögunum til að forðast að hitta sig. Forsetinn sagði það rangt og gekk á brott. Ástþór sagði þá við viðstadda að Ólafur Ragnar væri furðulegasti forseti sem hann hafi kynnst á ævinni. Baldur Ágústsson, þriðji forsetaframbjóðandinn, segir kosningabaráttu sína alls ekki vonlausa þrátt fyrir að sumar kannanir bendi til þess. Honum sé alls staðar tekið vel og kannanirnar, sem birst hafi, séu svo mismunandi og að fylgi hans mælist jafnvel 40% í sumum þeirra. Aðspurður hvort Baldur álíti ákvörðun núverandi forseta, að undirrita ekki fjölmiðlalögin, koma sér til góðs eða ills, segir hann ákvörðunina líklega ekki hafa nein áhrif hvað það varðar. Sjálfur segist hann ætla að undirrita lögin, verði hann kosinn. Ástþór Magnússon segir forsetakosningarnar með sovésku sniði og að fólk ætti að spyrja sig hvers vegna engir umræðuþættir séu á Stöð 2 fyrir kosningarnar. Hann segir ekkert óeðlilegt að niðurstöður kannana, þar sem fylgi hans mælist mjög lítið, séu „með sovésku sniði við svona aðstæður.“ Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Baráttan fyrir komandi forsetakosningar fékk annan og þyngri undirtón þegar forsetaframbjóðendurnir sátu í fyrsta sinn allir saman fyrir svörum í Ríkisútvarpinu í dag. Þeir voru þó ekki í viðtali allir í einu, eins og upphaflega var gert ráð fyrir, heldur fóru inn hver á eftir öðrum. Ekki voru allir frambjóðendurnir sáttir við að hafa þann háttinn á. Ástþór Magnússon spurði Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, á göngum Ríkisútvarpshússins, hvenær hann ætli að hitta sig í kappræðum. Forsetinn sagði það verða í næstu viku, á tveimur fundum sem búið væri að samþykkja, og byrjaði að ganga í burtu frá Ástþóri sem spurði þá hvers vegna hann hlypi í burtu. Ólafur Ragnar sagðist ekki vera að því og innti Ástþór hann þá eftir því, hvers vegna hann hafi læðst bakdyramegin út af skrifstofu sinni á dögunum til að forðast að hitta sig. Forsetinn sagði það rangt og gekk á brott. Ástþór sagði þá við viðstadda að Ólafur Ragnar væri furðulegasti forseti sem hann hafi kynnst á ævinni. Baldur Ágústsson, þriðji forsetaframbjóðandinn, segir kosningabaráttu sína alls ekki vonlausa þrátt fyrir að sumar kannanir bendi til þess. Honum sé alls staðar tekið vel og kannanirnar, sem birst hafi, séu svo mismunandi og að fylgi hans mælist jafnvel 40% í sumum þeirra. Aðspurður hvort Baldur álíti ákvörðun núverandi forseta, að undirrita ekki fjölmiðlalögin, koma sér til góðs eða ills, segir hann ákvörðunina líklega ekki hafa nein áhrif hvað það varðar. Sjálfur segist hann ætla að undirrita lögin, verði hann kosinn. Ástþór Magnússon segir forsetakosningarnar með sovésku sniði og að fólk ætti að spyrja sig hvers vegna engir umræðuþættir séu á Stöð 2 fyrir kosningarnar. Hann segir ekkert óeðlilegt að niðurstöður kannana, þar sem fylgi hans mælist mjög lítið, séu „með sovésku sniði við svona aðstæður.“
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira