Erlent

Króatía líklega í ESB

Króatía hefur fengið jákvæð viðbrögð við umsókn sinni um inngöngu í Evrópusambandið og munu samningaviðræður um inngönguna hefjast snemma á næsta ári. Romano Prodi, formaður framkvæmdastjórnar sambandsins, lýsti í dag yfir ánægju sinni með að Króatía verði hluti af sameinaðri Evrópu í framtíðinni. Ferlið tekur hins vegar töluverðan tíma og segja kunnugir að Króatía, ásamt Búlgaríu og Rúmeníu sem einnig hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu, verði ekki komin í sambandið fyrr en árið 2009.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×