Lífið

Cone Chair eftir Verner Panton

Stjarna skandinavískra hönnuða hefur risið hratt síðastliðin ár. Hönnuðir á borð við Arne Jacobsen, Poul Henningsen, Alvar Aalto, Mari Mekko og Verner Panton hafa aldrei verið vinsælli. Verner Panton stofnaði eigið hönnunarfyrirtæki árið1955, hann var frumkvöðull í efnisnotkun og stíll hans einkennist af hreinum og einföldum formuml. Hans frægasta hönnun er vafalaust "Panton" stóllinn frá árinu 1967 en keilustólinn hannaði hann 10 árum fyrr. Stóllinn "Cone Chair" sem Verner Panton hannaði árið 1958 er byggður á einu af grunnformum stærðfræðinnar, keilunni. Forminu snýr hann öfugt og tyllir á einfalda stálfætur. Stóllinn var fyrst hannaður fyrir danskan veitingastað og varð fljótt vinsæll sökum fallegs útlits og þæginda. Stóllinn er ýmist klæddur lituðu ullaráklæði eða leðri. Í kjölfarið á vinsældum stólsins fylgdu aðrar útfærslur, "Heart Cone Chair" sem kom fram sama ár og svo "Wire Cone Chair" tveimur árum seinna. Það er Vitra-framleiðslufyrirtækið sem framleiðir Panton-stólana og þá er hægt að panta í Pennanum við Hallarmúla.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.