Sport

Skyldusigur hjá KR-konum

KR-stúlkur nutu sín betur í rokinu í Hafnarfirði í gær þegar þær heimsóttu stöllur sínar í FH. Lokatölur leiksins urðu 11–2, gestunum í vil, og hefði munurinn auðveldlega getað orðið mun stærri ef ekki hefði verið fyrir ágætis tilþrif Sigrúnar Ingólfsdóttar í marki FH. Hólmfríður Magnúsdóttir lék eins og sú sem valdið hefur hjá KR, skoraði fjögur mörk og lagði upp önnur fimm. Guðlaug Jónsdóttir skoraði þrennu og Edda Garðarsdóttir bætti við tveimur mörkum. Mörkin hjá FH voru þau fyrstu hjá liðinu í Landsbankadeildinni í sumar, og komu þau bæði eftir að Petra Fanney Bragadóttir í marki KR hafði hætt sér of langt úr úr markinu og fengið boltann yfir sig. Það sem skipti máli:FH–KR 2–11 0–1 Guðlaug Jónsdóttir 7.  1–1 Elín Svavarsdóttir 9.  1–2 Guðlaug Jónsdóttir 23. 1–3 Hólmfríður Magnúsdóttir 25. 2–3 Sigríður Guðmundsdóttir 26. 2–4 Hólmfríður Magnúsdóttir 29. 2–5 Guðlaug Jónsdóttir 38. 2–6 Hólmfríður Magnúsdóttir 48. 2–7 Sif Atladóttir 55. 2–8 Edda Garðarsdóttir 61. 2–9 Edda Garðarsdóttir 67. 2–10 Hólmfríður Magnúsdóttir 82. 2–11 Katrín Ómarsdóttir 88. Best á vellinum Hólmfríður Magnúsdóttir KR Tölfræðin Skot (á mark) 5–29 (3–18) Horn 0–6 Aukaspyrnur fengnar: 10–8 Rangstöður 5–2 Gul spjöld (rauð) 0–0 FRÁBÆRAR Hólmfríður Magnúsdóttir KR MJÖG GÓÐAR Guðlaug Jónsdóttir KR Edda Garðarsdóttir KR Góðar Katrín Ómarsdóttir KR Þórunn Helga Jónsdóttir KR Embla Grétarsdóttir KR Sigrún Ingólfsdóttir FH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×