Þægileg föt sem passa 15. júní 2004 00:01 "Mér finnst bara langbest að vera í mjög þægilegum fötum sem passa," segir Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari. "Ég á einar þröngar, léttar og venjulegar æfingabuxur sem ég er mjög oft í og eru svona í uppáhaldi. Svo á ég flottar Diesel gallabuxur sem mér finnst gott að vera í. Ég á líka flísbuxur frá 66 gráðum norður sem ég nota mikið," segir Þórey sem er mikið fyrir svona venjuleg, heimilisleg föt sem hún getur bæði æft í og notað hversdagslega. "Mér finnst voða þægilegt að skella mér bara í gallabuxur ef ég er að fara eitthvað. Svo ef ég er að fara að skemmta mér þá get ég alltaf keypt mér einhvern sætan bol við," segir Þórey sem finnst þó alls ekkert leiðinlegt að punta sig. "Þegar ég fer eitthvað fínt þá klæði ég mig aðeins upp og mér finnst gaman að hafa mig til. Þegar ég var í skóla fannst mér til dæmis mjög gaman að hafa mig til og klæða mig aðeins fínna en vanalega," segir Þórey sem er nú búsett í Þýskalandi og mun taka tvo áfanga í skóla í fjarnámi í gegnum Internetið. "Ég get þá verið í íþróttabuxunum í skólanum - heima í stofu," segir Þórey og hlær. "Vinnan mín núna býður ekki uppá mikil fatakaup. Ef ég kaupi einhver föt þá þarf ég ekki mikið að nota þau," segir Þórey en hún vinnur við það að æfa stangarstökk. "Ég æfi ellefu sinnum í viku og er því í íþróttagallanum frá því ég vakna og þangað til ég fer að sofa," segir Þórey en hún setti nýtt Íslandsmet og Norðurlandamet á dögunum. Þar bætti Þórey sinn eigin árangur um níu sentimetra. Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Fleiri fréttir Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
"Mér finnst bara langbest að vera í mjög þægilegum fötum sem passa," segir Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari. "Ég á einar þröngar, léttar og venjulegar æfingabuxur sem ég er mjög oft í og eru svona í uppáhaldi. Svo á ég flottar Diesel gallabuxur sem mér finnst gott að vera í. Ég á líka flísbuxur frá 66 gráðum norður sem ég nota mikið," segir Þórey sem er mikið fyrir svona venjuleg, heimilisleg föt sem hún getur bæði æft í og notað hversdagslega. "Mér finnst voða þægilegt að skella mér bara í gallabuxur ef ég er að fara eitthvað. Svo ef ég er að fara að skemmta mér þá get ég alltaf keypt mér einhvern sætan bol við," segir Þórey sem finnst þó alls ekkert leiðinlegt að punta sig. "Þegar ég fer eitthvað fínt þá klæði ég mig aðeins upp og mér finnst gaman að hafa mig til. Þegar ég var í skóla fannst mér til dæmis mjög gaman að hafa mig til og klæða mig aðeins fínna en vanalega," segir Þórey sem er nú búsett í Þýskalandi og mun taka tvo áfanga í skóla í fjarnámi í gegnum Internetið. "Ég get þá verið í íþróttabuxunum í skólanum - heima í stofu," segir Þórey og hlær. "Vinnan mín núna býður ekki uppá mikil fatakaup. Ef ég kaupi einhver föt þá þarf ég ekki mikið að nota þau," segir Þórey en hún vinnur við það að æfa stangarstökk. "Ég æfi ellefu sinnum í viku og er því í íþróttagallanum frá því ég vakna og þangað til ég fer að sofa," segir Þórey en hún setti nýtt Íslandsmet og Norðurlandamet á dögunum. Þar bætti Þórey sinn eigin árangur um níu sentimetra.
Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Fleiri fréttir Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira