Listamenn atvinnulífsins 15. júní 2004 00:01 Guðmundur MagnússonStundum er yfir því kvartað að íslensk stórfyrirtæki séu ekki nægilega rausnarleg við menningarlíf og vísindastarfsemi í landinu. Sagt er að þau ættu að verja meira fé til lista, mennta og rannsókna. Ekki skal dregið úr þýðingu þess að atvinnulífið sýni hinum svokölluðu skapandi iðkunum stuðning. Hinu mega menn aftur á móti ekki gleyma að verðmætasti stuðningur fyrirtækjanna við þjóðfélagið, þar á meðal andlega lífið og afþreyinguna, felst í þróttmiklum rekstri sem skapar vinnu og tekjur og ný tækifæri.Á sextíu ára afmæli lýðveldisins, þegar tungan, bókmenntirnar og fræðin, þjóðernið og sjálfstæðið eru í brennidepli, er að sama skapi hollt að hafa í huga að þjóðin nýtur ekki til fulls hins andlega, upplífgandi og táknræna, sem lofað er í ræðum og greinum á tyllidögum, nema efnahagslegar undirstöður þjóðlífsins séu traustar. Á afmæli lýðveldisins er ekki síður mikilvægt að láta hugann hvarfla til atvinnulífsins en menningar og sögu. Gæfa þjóðarinnar felst í því að okkur takist að fletta þetta tvennt saman með árangursríkum hætti.Svo er annað sem rétt er að viðurkenna. Sköpun á sér ekkert síður stað í viðskiptum og rekstri en listum og vísindum. Snjall kaupsýslumaður er á sinn hátt sambland af listamanni og vísindamanni. Nema hvað hann er ekki styrkþegi ríkissjóðs og kemur ekki til álita þegar menningarvitarnir úthluta verðlaunum og viðurkenningum.Varla er unnt að hugsa sér betri gjöf stórfyrirtækis til lands og þjóðar á lýðveldisafmælinu en kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH sem tilkynnt var um í fyrradag. Upphæðirnar sem viðskiptin snúast um eru svimandi, jafnvel miðað við þær háu tölur sem við erum farin að venjast á því nýja ævintýraskeiði atvinnulífsins sem hér hefur staðið undanfarinn tæpan áratug. Enginn vafi er á því að heppnist þessi fjárfesting, eins og öll rök hníga að, er hún mikils háttar búhnykkur fyrir þjóðfélagið. Hún skapar Íslendingum atvinnu, ríkissjóði auknar tekjur, færir erlendan gjaldeyri inn í landið og stuðlar að efnahagslegri sveiflujöfnun gagnvart stóriðjuframkvæmdum í landinu. Ekki er síður mikilsvert hvernig hún mun auka þekkingu og reynslu íslenskra kaupsýslumanna, styrkja þá og búa undir enn frekari útrásir. En best er að hún er ekki einangraður atburður heldur þáttur í frjósamri ræktun sem borið hefur ríkulegan ávöxt á undanförnum árum.Einu sinni var talað um athafnaskáld. Þá var verið að vísa til framkvæmdamannanna sem ruddu nútímanum braut á Íslandi í upphafi síðustu aldar. Leiðtogar KB banka, kaupsýslumennirnir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, eru meðal eftirtektarverðustu athafnaskálda nútímans. Þeir hafa ekki aðeins stuðlað að framsókn í nafni bankans sem slíks heldur lyft grettistaki í viðskiptalífinu með stuðningi við sprotafyrirtæki og útrásar. Þeir hafa að mörgu leyti sameinað í viðskiptum sínum bestu kosti hugvitsmanna og skapandi listamanna. Kannski ættum við allt eins að nefna þá kauplistamenn eða kaupvísindamenn. Það er heppin þjóð sem á slíka syni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Guðmundur MagnússonStundum er yfir því kvartað að íslensk stórfyrirtæki séu ekki nægilega rausnarleg við menningarlíf og vísindastarfsemi í landinu. Sagt er að þau ættu að verja meira fé til lista, mennta og rannsókna. Ekki skal dregið úr þýðingu þess að atvinnulífið sýni hinum svokölluðu skapandi iðkunum stuðning. Hinu mega menn aftur á móti ekki gleyma að verðmætasti stuðningur fyrirtækjanna við þjóðfélagið, þar á meðal andlega lífið og afþreyinguna, felst í þróttmiklum rekstri sem skapar vinnu og tekjur og ný tækifæri.Á sextíu ára afmæli lýðveldisins, þegar tungan, bókmenntirnar og fræðin, þjóðernið og sjálfstæðið eru í brennidepli, er að sama skapi hollt að hafa í huga að þjóðin nýtur ekki til fulls hins andlega, upplífgandi og táknræna, sem lofað er í ræðum og greinum á tyllidögum, nema efnahagslegar undirstöður þjóðlífsins séu traustar. Á afmæli lýðveldisins er ekki síður mikilvægt að láta hugann hvarfla til atvinnulífsins en menningar og sögu. Gæfa þjóðarinnar felst í því að okkur takist að fletta þetta tvennt saman með árangursríkum hætti.Svo er annað sem rétt er að viðurkenna. Sköpun á sér ekkert síður stað í viðskiptum og rekstri en listum og vísindum. Snjall kaupsýslumaður er á sinn hátt sambland af listamanni og vísindamanni. Nema hvað hann er ekki styrkþegi ríkissjóðs og kemur ekki til álita þegar menningarvitarnir úthluta verðlaunum og viðurkenningum.Varla er unnt að hugsa sér betri gjöf stórfyrirtækis til lands og þjóðar á lýðveldisafmælinu en kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH sem tilkynnt var um í fyrradag. Upphæðirnar sem viðskiptin snúast um eru svimandi, jafnvel miðað við þær háu tölur sem við erum farin að venjast á því nýja ævintýraskeiði atvinnulífsins sem hér hefur staðið undanfarinn tæpan áratug. Enginn vafi er á því að heppnist þessi fjárfesting, eins og öll rök hníga að, er hún mikils háttar búhnykkur fyrir þjóðfélagið. Hún skapar Íslendingum atvinnu, ríkissjóði auknar tekjur, færir erlendan gjaldeyri inn í landið og stuðlar að efnahagslegri sveiflujöfnun gagnvart stóriðjuframkvæmdum í landinu. Ekki er síður mikilsvert hvernig hún mun auka þekkingu og reynslu íslenskra kaupsýslumanna, styrkja þá og búa undir enn frekari útrásir. En best er að hún er ekki einangraður atburður heldur þáttur í frjósamri ræktun sem borið hefur ríkulegan ávöxt á undanförnum árum.Einu sinni var talað um athafnaskáld. Þá var verið að vísa til framkvæmdamannanna sem ruddu nútímanum braut á Íslandi í upphafi síðustu aldar. Leiðtogar KB banka, kaupsýslumennirnir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, eru meðal eftirtektarverðustu athafnaskálda nútímans. Þeir hafa ekki aðeins stuðlað að framsókn í nafni bankans sem slíks heldur lyft grettistaki í viðskiptalífinu með stuðningi við sprotafyrirtæki og útrásar. Þeir hafa að mörgu leyti sameinað í viðskiptum sínum bestu kosti hugvitsmanna og skapandi listamanna. Kannski ættum við allt eins að nefna þá kauplistamenn eða kaupvísindamenn. Það er heppin þjóð sem á slíka syni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun