Lífið

Límdar speglaflísar

Blessaður og sæll, Friðrik! Á baðinu hjá mér, sem er flísalagt, hafa verið límdar speglaflísar út um allt, 30x30 cm. Er einhver möguleiki á að taka (brjóta) þær af án þess að eyðileggja flísarnar undir? Ég veit ekki hvers konar lím hefur verið notað. Einhver sagði mér að þetta væri ekki hægt en hvað segir þú? Þakkir og kveðja, Jensína. Sæl, Jensína. Þetta getur verið erfitt en það er ekki þar með sagt að þetta sé ómögulegt. Ef þessar speglaflísar eru límdar á með speglalími þá ætti að vera smá loftrúm á milli þeirra og flísanna sem undir eru. Ef svo er þá getur verið í lagi að banka í þær og brjóta þær varlega af og nota svo leysiefni til að hreinsa límið. Það gæti líka verið lausn að nota hitablásara og athuga hvort hitinn losi um límið sem undir er. Eða jafnvel að nota hitann til að sprengja speglaflísarnar, þá er auðveldara að plokka þær af í smærri brotum. Ef þetta virkar ekki og flísarnar undir eyðileggjast þá eru upprunalegu flísarnar kannski til einhvers staðar og þá er þeim bara skipt út. Mitt álit er að þetta sé hægt ef varlega er farið, þetta mun taka tíma og ef þú ákveður að prufa þetta með hitablásarann þá skaltu vera með hlífðargleraugu, hanska og fara rólega í að hita flísarnar upp í það sem þarf til að sprengja þær. Vonandi virkar þetta. Kveðja, Frikki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.