KB banki tvöfaldast 14. júní 2004 00:01 Eftir kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH verða heildareignir KB banka tæplega 50 prósent meiri en samanlagðar eignir Íslandsbanka og Landsbankans. Heildareignir KB banka verða 1.470 milljarðar króna, en samanlagaðar eignir hinna bankanna tveggja eru tæpir þúsund milljarðar króna. Eignir KB banka fyrir sameiningu námu 601 milljarði króna. Verðmæti KB banka hækkaði um 12,5 prósent á markaði í gær og er verðmæti bankans 173 milljarðar króna. Bankinn er langverðmætasta fyrirtæki á markaði, en næst kemur Actavis, sem metið er á markaði á tæpa 123 milljarða króna. Þriðja verðmætasta fyrirtækið á markaði er Íslandsbanki og er bankinn metinn á 82,5 milljarða króna. KB banki er fyrir sameiningu við FIH tvöfalt verðmætari en Íslandsbanki. Verðmæti KB banka er nærri tíu sinnum meira en verðmæti stórfyrirtækjanna Samherja og Flugleiða. Eftir hlutafjáraukningu mun markaðsvirði KB banka aukast enn og verða á þriðja hundrað milljarða króna. Að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, liggja mörg tækifæri í kaupum á danska bankanum. FIH er gamall fjárfestingarbanki danska iðnaðarins með sterk tengsl við dönsk iðnfyrirtæki. Um fimm þúsund dönsk fyrirtæki eru í viðskiptum við bankann og sjá forsvarsmenn KB banka mikla möguleika í að nýta tengslin og bæta við þjónustu við fyrirtækin með ýmiss konar fyrirtækjaráðgjafarverkefnum. FIH hefur fyrst og fremst verið í lánastarfsemi og er kostnaðarhlutfall bankans lágt og afskriftir verið litlar. "Það er sama hvar okkur ber niður. Bankinn er mjög vel rekinn og við munum reiða okkur á núverandi stjórnendur bankans." Lars Johansen, framkvæmdastjóri FIH, fagnaði nýjum eigendum og segir mikilvægt að kaupendurnir stefni í sömu átt og stjórnendur bankans. Matsfyrirtækið Moody's hefur boðað endurskoðun á lánshæfismati KB banka til hækkunar sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á fjármögnun bankans. Stærsti banki Norðurlanda, Nordea, var meðal þeirra sem kepptu við KB banka um kaupin. Starfsmenn FIH fögnuðu niðurstöðunni þegar ljóst var að KB banki yrði ofan á í viðskiptunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Eftir kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH verða heildareignir KB banka tæplega 50 prósent meiri en samanlagðar eignir Íslandsbanka og Landsbankans. Heildareignir KB banka verða 1.470 milljarðar króna, en samanlagaðar eignir hinna bankanna tveggja eru tæpir þúsund milljarðar króna. Eignir KB banka fyrir sameiningu námu 601 milljarði króna. Verðmæti KB banka hækkaði um 12,5 prósent á markaði í gær og er verðmæti bankans 173 milljarðar króna. Bankinn er langverðmætasta fyrirtæki á markaði, en næst kemur Actavis, sem metið er á markaði á tæpa 123 milljarða króna. Þriðja verðmætasta fyrirtækið á markaði er Íslandsbanki og er bankinn metinn á 82,5 milljarða króna. KB banki er fyrir sameiningu við FIH tvöfalt verðmætari en Íslandsbanki. Verðmæti KB banka er nærri tíu sinnum meira en verðmæti stórfyrirtækjanna Samherja og Flugleiða. Eftir hlutafjáraukningu mun markaðsvirði KB banka aukast enn og verða á þriðja hundrað milljarða króna. Að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, liggja mörg tækifæri í kaupum á danska bankanum. FIH er gamall fjárfestingarbanki danska iðnaðarins með sterk tengsl við dönsk iðnfyrirtæki. Um fimm þúsund dönsk fyrirtæki eru í viðskiptum við bankann og sjá forsvarsmenn KB banka mikla möguleika í að nýta tengslin og bæta við þjónustu við fyrirtækin með ýmiss konar fyrirtækjaráðgjafarverkefnum. FIH hefur fyrst og fremst verið í lánastarfsemi og er kostnaðarhlutfall bankans lágt og afskriftir verið litlar. "Það er sama hvar okkur ber niður. Bankinn er mjög vel rekinn og við munum reiða okkur á núverandi stjórnendur bankans." Lars Johansen, framkvæmdastjóri FIH, fagnaði nýjum eigendum og segir mikilvægt að kaupendurnir stefni í sömu átt og stjórnendur bankans. Matsfyrirtækið Moody's hefur boðað endurskoðun á lánshæfismati KB banka til hækkunar sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á fjármögnun bankans. Stærsti banki Norðurlanda, Nordea, var meðal þeirra sem kepptu við KB banka um kaupin. Starfsmenn FIH fögnuðu niðurstöðunni þegar ljóst var að KB banki yrði ofan á í viðskiptunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira