Lífið

Gólflampinn Arco

Ítalski gólflampinn Arco sem var hannaður árið 1962 er orðinn klassík í hönnunarsögunni. Hönnunin og útfærslan hefur staðist tímans tönn og í dag þykir lampinn hið mesta stofustáss. Það var ítalski arkitektinn Achille Castiglioni sem hannaði lampann ásamt bróður sínum Pier Giacomo Castiglioni, undir væng fyrirtækisins Flos sem framleiðir lampann enn í dag. Hugmyndina að lampanum sóttu þeir bræður til götuljósa og við gerð hans aðhyllast þeir Ready made listastefnuna sem snýst um að gefa tilbúnum hlutum nýtt hlutverk. Ljósið er samsett úr löngu stálröri, stálkúpli og massívum marmarasteini. Flos framleiðslufyrirtækið sérhæfir sig í að framleiða vel hönnuð og oft tæknileg ljós eftir þekkta hönnuði eins og Philippe Starck, Jasper Morrison, Ezio Didone og fleiri. Hér í Reykjavík má fá lampana frá Flos í Epal, Skeifunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.