Hraða þarf endurskoðun útvarpslaga 13. júní 2004 00:01 Guðmundur Magnússon Álitsgerð umboðsmanns Alþingis um fréttavef Ríkisútvarpsins er rökrétt þegar tillit er tekið til þess lagagrundvallar sem starfsemi stofnunarinnar er reist á. Löggjafinn ætlar Ríkisútvarpinu eingöngu að annast útvarpsstarfsemi, það er að reka hljóðvarp og sjónvarp, en hvorki að halda úti blöðum, tímaritum, netmiðlum eða starfsemi af öðru tagi. Þá gera útvarpslög ekki ráð fyrir að stofnunin afli tekna með sölu auglýsinga á netinu.En um leið og þetta er viðurkennt verður að segjast að með þessu er Ríkisútvarpinu sniðinn þrengri stakkur en eðlilegt er um fjölmiðil. Tækninni fleygir fram og óskir og kröfur neytenda breytast ört. Fjölmiðlar verða að geta lagað sig að nýrri tækni og breyttum tíðaranda ef þeir eiga ekki að daga uppi. Netið er að vera mikilvægasti vettvangur fjölmiðlunar nútímans og miðlar sem ekki taka tillit til þeirrar staðreyndar munu eiga erfitt uppdráttar.Málið er þó ekki svo einfalt að nú þurfi einfaldlega að breyta lítillega orðalagi útvarpslaga og leyfa stofnuninni hömlulausa starfrækslu netmiðils. Ágreiningurinn um netmiðilinn ruv.is er aðeins ein birtingarmynd þess ósættis og skoðanamunar sem ríkir í þjóðfélaginu og á vettvangi fjölmiðlanna, sérstaklega um hlutverk og fjármögnun Ríkisútvarpsins. Þau mál hafa verið í brennidepli um nokkurt skeið og mögnuðust í tengslum við hin ólánlegu fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar.Væri Ríkisútvarpið ekki starfandi í dag er óhugsandi að nokkrum dytti í hug að vilja stofna það, a.m.k. ekki í núverandi mynd. En hefðin og sagan, sem um margt er glæsileg, hefur skapað stofnuninni svo öflugan stuðning meðal þjóðarinnar að ekki er í alvöru rætt um að leggja hana niður, þótt það væri helst í anda nútímasjónarmiða um frjálsa fjölmiðlun og mörk ríkisafskipta og einkarekstrar. Þess vegna er umræðan bundin við að finna leiðir til að láta Ríkisútvarpið starfa og njóta sín innan um sjálfstæða fjölmiðla einkaaðila - án þess að ríkisreksturinn skekki samkeppnina á markaðnum og geri öðrum miðlum lífið erfitt.Niðurstaða umboðsmanns er árétting um nauðsyn þess að taka útvarpslög í heild til endurskoðunar og marka framtíðarstefnu. Það yrði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra til mikils álitsauka ef henni tækist að koma þessu þjóðþrifamáli í þann farveg sem víðtæk sátt gæti skapast um. Það þarf að skapa frið um Ríkisútvarpið en slíkur friður getur ekki orðið meðan samkeppnisaðilar telja að lögbundin forréttindi stofnunarinnar komi í veg fyrir að þeir vaxi og dafni með eðlilegum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Guðmundur Magnússon Álitsgerð umboðsmanns Alþingis um fréttavef Ríkisútvarpsins er rökrétt þegar tillit er tekið til þess lagagrundvallar sem starfsemi stofnunarinnar er reist á. Löggjafinn ætlar Ríkisútvarpinu eingöngu að annast útvarpsstarfsemi, það er að reka hljóðvarp og sjónvarp, en hvorki að halda úti blöðum, tímaritum, netmiðlum eða starfsemi af öðru tagi. Þá gera útvarpslög ekki ráð fyrir að stofnunin afli tekna með sölu auglýsinga á netinu.En um leið og þetta er viðurkennt verður að segjast að með þessu er Ríkisútvarpinu sniðinn þrengri stakkur en eðlilegt er um fjölmiðil. Tækninni fleygir fram og óskir og kröfur neytenda breytast ört. Fjölmiðlar verða að geta lagað sig að nýrri tækni og breyttum tíðaranda ef þeir eiga ekki að daga uppi. Netið er að vera mikilvægasti vettvangur fjölmiðlunar nútímans og miðlar sem ekki taka tillit til þeirrar staðreyndar munu eiga erfitt uppdráttar.Málið er þó ekki svo einfalt að nú þurfi einfaldlega að breyta lítillega orðalagi útvarpslaga og leyfa stofnuninni hömlulausa starfrækslu netmiðils. Ágreiningurinn um netmiðilinn ruv.is er aðeins ein birtingarmynd þess ósættis og skoðanamunar sem ríkir í þjóðfélaginu og á vettvangi fjölmiðlanna, sérstaklega um hlutverk og fjármögnun Ríkisútvarpsins. Þau mál hafa verið í brennidepli um nokkurt skeið og mögnuðust í tengslum við hin ólánlegu fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar.Væri Ríkisútvarpið ekki starfandi í dag er óhugsandi að nokkrum dytti í hug að vilja stofna það, a.m.k. ekki í núverandi mynd. En hefðin og sagan, sem um margt er glæsileg, hefur skapað stofnuninni svo öflugan stuðning meðal þjóðarinnar að ekki er í alvöru rætt um að leggja hana niður, þótt það væri helst í anda nútímasjónarmiða um frjálsa fjölmiðlun og mörk ríkisafskipta og einkarekstrar. Þess vegna er umræðan bundin við að finna leiðir til að láta Ríkisútvarpið starfa og njóta sín innan um sjálfstæða fjölmiðla einkaaðila - án þess að ríkisreksturinn skekki samkeppnina á markaðnum og geri öðrum miðlum lífið erfitt.Niðurstaða umboðsmanns er árétting um nauðsyn þess að taka útvarpslög í heild til endurskoðunar og marka framtíðarstefnu. Það yrði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra til mikils álitsauka ef henni tækist að koma þessu þjóðþrifamáli í þann farveg sem víðtæk sátt gæti skapast um. Það þarf að skapa frið um Ríkisútvarpið en slíkur friður getur ekki orðið meðan samkeppnisaðilar telja að lögbundin forréttindi stofnunarinnar komi í veg fyrir að þeir vaxi og dafni með eðlilegum hætti.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun