Innlent

Financial Times fjallar um Ísland

Breska blaðið Financial Times gerði stóra fjölmiðlalagamálið á Íslandi að umfjöllunarefni í gær og sagði alvarlega stjórnskipunarkreppu ríkja í landinu. Raunar þá verstu á lýðveldistímanum, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands synjaði lögum um eignarhald á fjölmiðlum staðfestingar. Blaðið segir frá erjum forsetans, Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs og rekur ýmislegt sem þeim hefur farið á milli, t.d. ásakanir um mútuboð. Þá er greint frá meintri óvild forsætisráðherra í garð KB banka og rifjað upp þegar hann tók út inneign sína í bankanum vegna kjarasamninga æðstu starfsmanna hans. Financial Times segir fjölmiðlalögin fela í sér strangari takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla en tíðkast annars staðar í Evrópu en í samtali við blaðið líkir Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, ástandinu á Íslandi við ef breska verslunarkeðjan Tesco ætti helming sjónvarpsstöðva á Bretlandi og tvö af hverjum þremur dagblöðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×