Viðskipti

Stórhækkuðu stýrivexti til að hægja á falli rúblunnar

Seðlabanki Rússlands ákvað að hækka stýrivexti í landinu um þrjú og hálft prósentustig á neyðarfundi í dag. Með ákvörðuninni reynir bankinn að bregðast við vaxandi verðbólgu og styrkja rúbluna sem er nú veikari en hún hefur verið eftir að innrásin í Úkraínu hófst í fyrra.

Viðskipti erlent

Þurfa ekki að fjarlægja mynd af roða á hálsi

Heilbrigðisráðuneyti hefur fellt úr gildi ákvörðun Lyfjastofnunar sem gerði umboðsmanni lyfsins Septabene að fjarlægja mynd af roða í hálsi og ljósan borða á umbúðum lyfsins. Taldi ráðuneytið ákvörðunina ekki samræmast jafnræðisreglu þar sem fjöldi annarra lyfja væru áletruð með sambærilegum myndum. 

Neytendur

Slógu met á Norður­landi í júní

Metfjöldi skráðra gistinótta mældist á hótelum á Norðurlandi í júnímánuði. Nemur aukningin átta prósentum frá sama mánuði í fyrra og hefur nýting hótelherbergja ekki verið betri frá því mælingar hófust.

Viðskipti innlent

Nýr leikur liður í því að bjarga ís­lenskunni

Nýr orðaleikur gerir fólki kleift að leika sér með íslenskuna og styðja um leið við þróun íslenskrar máltækni. Explo byggir á grunni Netskraflsins sem hefur notið vinsælda á Íslandi en nú stendur til að fara í útrás og bjóða upp á sambærilegan leik á öðrum tungumálum.

Viðskipti innlent

Út­lit fyrir hægari ­­upp­­byggingu þegar fólks­fjölgun nær nýjum hæðum

Útlit er fyrir að nýjar íbúðir rísi nú með álíka hraða hérlendis og sást árin 2022 og 2021. Á sama tíma fjölgar íbúðum á fyrsta byggingastigi ekki líkt og síðustu ár og eru merki um að fleiri íbúðir í byggingu standi ókláraðar en áður. Vísbendingar eru um að hægja eigi eftir á uppbyggingunni nú þegar stefnir í að mannfjölgun nái nýjum hæðum.

Viðskipti innlent

Alda kveður Sýn

Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn hf., hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hún var ráðin sem framkvæmdastjóri í nóvember síðastliðnum.

Viðskipti innlent

Enn hækkar Disney verð

Heimili Mikka Mús og Marvel hyggst hækka verð á streymisveitunni Disney+ í annað sinn á innan við ári. Þjónustan heldur áfram að skila tapi fyrir afþreyingarstórveldið.

Viðskipti erlent

Annar stærsti júlí frá upp­hafi mælinga

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll voru um 275 þúsund í júlí samkvæmt nýrri talningu Ferðamálastofu. Það er annar stærsti júlímánuður frá því mælingar hófust en tvær af hverjum fimm brottförum voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna.

Viðskipti innlent

Góð ráð: Aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé

Það getur verið kvíðvænleg tilhugsun að vera að fara aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé. En svo sem ekkert óalgengt ef stutt er á milli barneigna og/eða þær aðstæður hafa komið upp hjá fjölskyldunni að par ákveður að annað foreldrið sé heimavinnandi um tíma.

Atvinnulíf

Í­búar Hellu þreyttir á „sturluðu“ verð­lagi Kjör­búðarinnar

Elín Dögg Arnarsdóttir, íbúi í nágrenni við Hellu, lýsir verðlagi í Kjörbúðinni á Hellu sem sturlun en 637 krónum munar á verði á kattanammi þar og í Fjarðarkaupum. Hún segir íbúa Hellu gagngert sneiða framhjá því að versla í búðinni meðan vonir eru bundnar við opnun annarrar ódýrari matvöruverslunar í bæjarfélaginu.

Neytendur

Rúm­fata­lagerinn verður JYSK

Rúmfatalagerinn verður JYSK frá og með lokum september. Nafnbreytingin er síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina.

Viðskipti innlent