Viðskipti

Musk vildi þrjátíu prósenta afslátt

Fulltrúar Elons Musks og Twitter eiga enn í viðræðum um kaupsamkomulag auðjöfursins á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Viðræður um að Musk fengi allt að þrjátíu prósenta afslátt á kaupverðinu sem segir til um í kaupsamningi sem hann skrifaði undir í apríl.

Viðskipti erlent

Setja hús Lands­bankans á Akur­eyri á sölu

Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er.

Viðskipti innlent

Ground Zero lokað

Netkaffihúsið og tölvuleikjamiðstöðin Ground Zero kemur til með að loka í lok október. Staðurinn var opnaður fyrst árið 2002 og hefur því verið starfræktur í um 20 ár. 

Viðskipti innlent

Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna

Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun.

Viðskipti erlent

„Mögulega erum við búin að gera nóg“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu.

Viðskipti innlent

Þurfum að breyta stjórnun og skipu­lagi til að halda í rétta starfs­fólkið

„Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Atvinnulíf

Sama hleðslu­tengi á alla síma fyrir 2024

Evrópuþingið samþykkti í dag að skylda raftækjaframleiðendur til að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Tengið sem varð fyrir valinu er fyrir svokallaðar USB-C snúrur. Ákvörðun þingsins er sögð vera högg fyrir raftækjaframleiðandann Apple.

Viðskipti innlent

Musk til í að standa við kaupin

Elon Musk segist til í að standa við fyrirhuguð kaup á samfélagsmiðlinum Twitter. Musk hafði áður neitað að standa við kaupin en tvær vikur eru í að fyrirhuguð réttarhöld vegna meintra samningsbrota fari fram. Stjórn Twitter ætlar að hugsa málið.

Viðskipti erlent

Tinna orðin sér­fræðingur í sjálf­bærni hjá Klöppum

Klappir grænar lausnir hafa ráðið Tinnu Hallgrímsdóttur til starfa. Hún mun gegna stöðu sérfræðings í sjálfbærni hjá fyrirtækinu. Grænar lausnir Klappa miða meðal ann­ars að því að hjálpa fyrirtækjum, sveit­ar­fé­lögum og stofn­unum að byggja upp inn­viði á sviði upp­lýs­inga­tækni til að takast á við miklar áskor­anir sem framundan eru í umhverf­is­mál­um, ekki síst vegna alþjóðlegra skuldbindinga um að draga úr meng­un.

Viðskipti innlent