Viðskipti

Stoltur and­styrktar­aðili HM í Katar

Skoska brugghúsið BrewDog hefur lýst því yfir að vera „stoltur andstyrktaraðili“ heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Katar. Allur ágóði af sölu einnar bjórtegundar brugghússins mun renna til góðgerðasamtaka sem leggja áherslu á mannréttindi.

Viðskipti erlent

Kominn tími á harðan pakka?

Það er mikilvægt verkefni fyrir stjórnendur og mannauðsdeildir fyrirtækja að finna jólagjöf sem hittir í mark hjá starfsfólki sínu. Flest fyrirtæki vilja vera viss um að gjöfin henti sem flestum og komi þakklæti til skila fyrir vel unnin störf.

Samstarf

Þú finnur réttu jólagjöfina í Lín Design

„Hjá okkur er allt á einum stað gjöfin, fjölnota gjafapokar og jólakortið . Við erum með fallegar jólagjafir sem hitta í mark og skapa góðar minningar. Vöruúrvalið er fjölbreytt og hentar bæði börnum og unglingum og fólki á öllum aldri og öllum kynjum,“ segir Ágústa Gísladóttir, eigandi Lín Design.

Samstarf

Play til Stokk­hólms og Ham­borgar

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu í flugferðir frá Keflavíkurflugvelli til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. Forstjóri flugfélagsins hefur fulla trú á því að farþegar muni flykkjast til borganna. 

Viðskipti innlent

Sport 24 byrjar vikuna með dúnduraf­slætti

„Við þjófstörtum Singles Day þetta árið og nú er hægt að gera dúndurkaup alla vikuna. Það er afsláttur af öllu frá deginum í dag og til sunnudags og að minnsta kosti 250 vörnúmer verða á 50% til 70% afslætti. Núna er því tilvalið afgreiða jólagjafirnar á einu bretti,“ segir Júlíus Óskar Ólafsson, framkvæmdastjóri Sport24 sem er vefverslun vikunnar á Vísi.

Samstarf

Að hræðast ekki þótt maður sé kominn djúpt í laugina og ekki alveg syndur

„Frægasta tískubúð á Íslandi fyrr og síðar var Sesar á Akureyri. Þar tókst mér að selja 20 þúsund gallabuxur í 10 þúsund manna bæ á sínum tíma. Saga mín í viðskiptum spannar marga áratugi og er ansi ótrúleg á köflum. Það hafa ekki alltaf verið jólin, en með þrautseigju, einstöku samstarfsfólki, góðum viðskiptafélögum og jákvæðni er staðan í dag frábær,“ segir hinn nær áttræði, framkvæmdaglaði Herbert Óskar Ólafsson, betur þekktur sem Kóki, sem rekur reiðtygja og reiðfataframleiðsluna Top Reiter, að líkindum þá stærstu í íslenska hestaheiminum.

Viðskipti innlent

75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn

„Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA.

Atvinnulíf

Þúsundum starfs­manna sagt upp

Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum.

Viðskipti erlent

Kvartar undan tekjutapi Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði.

Viðskipti erlent

Nýir stjórnendur hjá ELKO

Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til ELKO. Sófús Árni Hafsteinsson tekur við nýju stöðugildi viðskiptaþróunarstjóra, Jónína Birgisdóttir hefur verið ráðin þjónustustjóri og Þórkell Þórðarson verður sérfræðingur í stafrænni þróun.

Viðskipti innlent