Viðskipti innlent Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku. Viðskipti innlent 14.9.2024 07:29 Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. Viðskipti innlent 13.9.2024 18:18 Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Fjármálaráðherra segir að sterkefnað stóreignafólk hafi fengið mestan stuðning frá ríkinu með almennri heimild til þess að nýta séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Ekki sé gáfulegt af ríkinu að halda áfram að styðja þann hóp. Viðskipti innlent 13.9.2024 17:46 Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Bankastjóri Arion banka segir að þegar stýrivextir lækki ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækki verðtryggðir vextir. „Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ Viðskipti innlent 13.9.2024 15:21 Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Orkustofnun gaf í dag út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en mannvirki tengd virkjuninni verða í báðum sveitarfélögunum. Enn er stefnt að því að Hvammsvirkjun taki til starfa fyrir árslok 2028. Viðskipti innlent 13.9.2024 13:39 Ekki króna í þrotabúi Base parking Ekki króna fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabú Siglt í strand ehf., sem hét áður Base parking ehf.. Lýstar kröfur námu tæpum 59 milljónum króna. Viðskipti innlent 13.9.2024 11:29 Alma sótti tvo milljarða Alma íbúðafélag hf. hefur lokið útboði á nýjum skuldabréfaflokki sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins. Seld voru skuldabréf fyrir 2,1 milljarð króna. Viðskipti innlent 13.9.2024 09:50 Árni verður hægri hönd Decks Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður næstráðandi í sameinuðu félagi JBT og Marels verði af sameiningu. Viðskipti innlent 13.9.2024 09:07 Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi Viðskipti innlent 12.9.2024 14:13 Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Fiskbúðinni í Trönuhrauni í Hafnarfirði hefur verið lokað. Fiskbúðin var elsta starfandi fiskbúðin á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 12.9.2024 13:19 Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Fjöldi viðskiptavina Bónuss hefur lent í því í morgun að geta ekki greitt með greiðslukorti vegna bilunar í færsluhirðingu hjá Verifone. Ekki liggur fyrir hvort bilunar hafi orðið vart víðar. Viðskipti innlent 12.9.2024 12:22 Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08 prósent á milli mánaða í september og að verðbólga minnki úr 6,0 prósent niður í 5,7 prósent. Deildin á von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9 prósent í lok árs. Íslandsbanki spáir örlítið meiri verðbólgu í lok árs. Viðskipti innlent 12.9.2024 10:47 Hagkaup hefur áfengissölu í dag Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins. Viðskipti innlent 12.9.2024 09:54 Ráðinn fjárfestatengill Icelandair Kristófer Númi Hlynsson hefur verið ráðinn sem fjárfestatengill Icelandair. Viðskipti innlent 12.9.2024 09:50 Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. Viðskipti innlent 12.9.2024 07:40 Þungur róður hjá Samstöðinni Fjölmiðillinn Samstöðin tapaði 24 milljónum króna á síðasta ári. Rekstrargjöld stöðvarinnar voru ríflega þrefalt hærri en tekjurnar. Viðskipti innlent 11.9.2024 13:59 Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Lilja G. Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjá VSB verkfræðistofu. Í tilkynningu segir að hún hafi tekið við 15. júlí síðastliðinn en hún hafi hafið störf hjá fyrirtækinu árið 2021 sem sviðsstjóri Byggðatæknisviðs. Viðskipti innlent 11.9.2024 10:17 Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Fulltrúar flugfélaganna United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal þeirra sem komin eru saman til fundar í Hörpu til að ræða hvernig bæta megi upplifun farþega við röskun á flugi. Viðskipti innlent 11.9.2024 10:03 Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 281 þúsund í ágúst samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Þetta er svipaður fjöldi og í ágúst á síðasta ári. Viðskipti innlent 11.9.2024 07:35 Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Jóhann Már Helgason hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá heimsendingaþjónustunni Wolt á Íslandi. Hann hefur undanfarin fimm ár starfað sem fjármálastjóri Lava cheese. Viðskipti innlent 10.9.2024 17:10 Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Aron Elí Helgason og Egill Makan munu á næstu vikum opna á ný Fiskbúðina við Sundlaugaveginn. Verslunin er elsta fiskverslun höfuðborgarsvæðisins og var lokað skyndilega í vor. Fiskbúð hefur verið rekin í húsnæðinu frá árinu 1947. Viðskipti innlent 10.9.2024 12:59 Eyrún og Þorgils til SI Eyrún Arnarsdóttir og Þorgils Helgason hafa verið ráðin til Samtaka iðnaðarins. Viðskipti innlent 10.9.2024 10:15 Play bætir við áfangastað í Króatíu Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til borgarinnar Pula í Króatíu. Um er að ræða annan áfangastað félagsins til Króatíu en boðið hefur verið upp á ferðir til Split. Viðskipti innlent 10.9.2024 10:07 Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. Viðskipti innlent 10.9.2024 09:31 Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Héraðsdómur Reykjaness hefur samþykkt beiðni landeldisfyrirtækisins Matorku um greiðslustöðvun. Fyrirtækið fór fram á greiðslustöðvun til að tryggja sanngirni gagnvart öllum kröfuhöfum í yfirstandandi samningum. Viðskipti innlent 10.9.2024 08:34 Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Áreiðanleikakönnunum í tengslum við samruna Samkaupa og tiltekinna félaga í samstæðu Skeljar fjárfestingafélags er lokið. Nú er áætlað að hlutur Skeljar í sameiginlegu félagi verði 47 prósent en áður var áætlað að hann yrði 42,7 prósent. Viðskipti innlent 9.9.2024 14:56 Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Öllu starfsfólki hótelsins Northern Light Inn var sagt upp síðustu mánaðamót eða alls 25 manns. Friðrik Einarsson eigandi hótelsins kallar eftir því að rekstrarstyrkir stjórnvalda til fyrirtækja í Grindavík verði endurskoðaðir. Hann geti aðeins greitt laun með því að hafa hótelið lokað. Á meðan það er lokað verði bókunarstaða áfram léleg. Viðskipti innlent 9.9.2024 14:48 Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Kristrún Lilja Júlíusdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýrrar einingar, stafrænnar stefnumiðaðrar umbreytingar hjá Orkuveitunni. Kristrún kemur frá Íslandsbanka, þar sem hún hefur gegnt lykilhlutverki sem forstöðumaður daglegra bankaviðskipta. Viðskipti innlent 9.9.2024 11:38 Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Fjölmiðlanefnd sektaði fjölmiðlafyrirtækið Sóltún, sem rekur fjölmiðilinn Mannlíf, um 250 þúsund krónur fyrir að brjóta á lögum um fjölmiðla með því að auglýsa bæði nikótín- og áfengisvörur á vef Mannlífs í keyptri umfjöllun á vef miðilsins. Viðskipti innlent 9.9.2024 11:29 Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Forsvarsmenn Bónuss og Jysk hafa samið við Reiti um verslunarhúsnæði í Korputúni. Vegagerð er þegar hafin í nýju atvinnuhverfinu, sem rísa mun við Vesturlandsveg á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Svæðið tilheyrir Blikastaðalandi í Mosfellsbæ þar sem fyrirhuguð er umfangsmikil uppbygging nýs íbúðahverfis. Viðskipti innlent 9.9.2024 10:54 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 334 ›
Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku. Viðskipti innlent 14.9.2024 07:29
Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. Viðskipti innlent 13.9.2024 18:18
Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Fjármálaráðherra segir að sterkefnað stóreignafólk hafi fengið mestan stuðning frá ríkinu með almennri heimild til þess að nýta séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Ekki sé gáfulegt af ríkinu að halda áfram að styðja þann hóp. Viðskipti innlent 13.9.2024 17:46
Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Bankastjóri Arion banka segir að þegar stýrivextir lækki ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækki verðtryggðir vextir. „Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ Viðskipti innlent 13.9.2024 15:21
Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Orkustofnun gaf í dag út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en mannvirki tengd virkjuninni verða í báðum sveitarfélögunum. Enn er stefnt að því að Hvammsvirkjun taki til starfa fyrir árslok 2028. Viðskipti innlent 13.9.2024 13:39
Ekki króna í þrotabúi Base parking Ekki króna fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabú Siglt í strand ehf., sem hét áður Base parking ehf.. Lýstar kröfur námu tæpum 59 milljónum króna. Viðskipti innlent 13.9.2024 11:29
Alma sótti tvo milljarða Alma íbúðafélag hf. hefur lokið útboði á nýjum skuldabréfaflokki sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins. Seld voru skuldabréf fyrir 2,1 milljarð króna. Viðskipti innlent 13.9.2024 09:50
Árni verður hægri hönd Decks Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður næstráðandi í sameinuðu félagi JBT og Marels verði af sameiningu. Viðskipti innlent 13.9.2024 09:07
Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi Viðskipti innlent 12.9.2024 14:13
Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Fiskbúðinni í Trönuhrauni í Hafnarfirði hefur verið lokað. Fiskbúðin var elsta starfandi fiskbúðin á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 12.9.2024 13:19
Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Fjöldi viðskiptavina Bónuss hefur lent í því í morgun að geta ekki greitt með greiðslukorti vegna bilunar í færsluhirðingu hjá Verifone. Ekki liggur fyrir hvort bilunar hafi orðið vart víðar. Viðskipti innlent 12.9.2024 12:22
Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08 prósent á milli mánaða í september og að verðbólga minnki úr 6,0 prósent niður í 5,7 prósent. Deildin á von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9 prósent í lok árs. Íslandsbanki spáir örlítið meiri verðbólgu í lok árs. Viðskipti innlent 12.9.2024 10:47
Hagkaup hefur áfengissölu í dag Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins. Viðskipti innlent 12.9.2024 09:54
Ráðinn fjárfestatengill Icelandair Kristófer Númi Hlynsson hefur verið ráðinn sem fjárfestatengill Icelandair. Viðskipti innlent 12.9.2024 09:50
Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. Viðskipti innlent 12.9.2024 07:40
Þungur róður hjá Samstöðinni Fjölmiðillinn Samstöðin tapaði 24 milljónum króna á síðasta ári. Rekstrargjöld stöðvarinnar voru ríflega þrefalt hærri en tekjurnar. Viðskipti innlent 11.9.2024 13:59
Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Lilja G. Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjá VSB verkfræðistofu. Í tilkynningu segir að hún hafi tekið við 15. júlí síðastliðinn en hún hafi hafið störf hjá fyrirtækinu árið 2021 sem sviðsstjóri Byggðatæknisviðs. Viðskipti innlent 11.9.2024 10:17
Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Fulltrúar flugfélaganna United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal þeirra sem komin eru saman til fundar í Hörpu til að ræða hvernig bæta megi upplifun farþega við röskun á flugi. Viðskipti innlent 11.9.2024 10:03
Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 281 þúsund í ágúst samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Þetta er svipaður fjöldi og í ágúst á síðasta ári. Viðskipti innlent 11.9.2024 07:35
Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Jóhann Már Helgason hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá heimsendingaþjónustunni Wolt á Íslandi. Hann hefur undanfarin fimm ár starfað sem fjármálastjóri Lava cheese. Viðskipti innlent 10.9.2024 17:10
Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Aron Elí Helgason og Egill Makan munu á næstu vikum opna á ný Fiskbúðina við Sundlaugaveginn. Verslunin er elsta fiskverslun höfuðborgarsvæðisins og var lokað skyndilega í vor. Fiskbúð hefur verið rekin í húsnæðinu frá árinu 1947. Viðskipti innlent 10.9.2024 12:59
Eyrún og Þorgils til SI Eyrún Arnarsdóttir og Þorgils Helgason hafa verið ráðin til Samtaka iðnaðarins. Viðskipti innlent 10.9.2024 10:15
Play bætir við áfangastað í Króatíu Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til borgarinnar Pula í Króatíu. Um er að ræða annan áfangastað félagsins til Króatíu en boðið hefur verið upp á ferðir til Split. Viðskipti innlent 10.9.2024 10:07
Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. Viðskipti innlent 10.9.2024 09:31
Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Héraðsdómur Reykjaness hefur samþykkt beiðni landeldisfyrirtækisins Matorku um greiðslustöðvun. Fyrirtækið fór fram á greiðslustöðvun til að tryggja sanngirni gagnvart öllum kröfuhöfum í yfirstandandi samningum. Viðskipti innlent 10.9.2024 08:34
Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Áreiðanleikakönnunum í tengslum við samruna Samkaupa og tiltekinna félaga í samstæðu Skeljar fjárfestingafélags er lokið. Nú er áætlað að hlutur Skeljar í sameiginlegu félagi verði 47 prósent en áður var áætlað að hann yrði 42,7 prósent. Viðskipti innlent 9.9.2024 14:56
Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Öllu starfsfólki hótelsins Northern Light Inn var sagt upp síðustu mánaðamót eða alls 25 manns. Friðrik Einarsson eigandi hótelsins kallar eftir því að rekstrarstyrkir stjórnvalda til fyrirtækja í Grindavík verði endurskoðaðir. Hann geti aðeins greitt laun með því að hafa hótelið lokað. Á meðan það er lokað verði bókunarstaða áfram léleg. Viðskipti innlent 9.9.2024 14:48
Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Kristrún Lilja Júlíusdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýrrar einingar, stafrænnar stefnumiðaðrar umbreytingar hjá Orkuveitunni. Kristrún kemur frá Íslandsbanka, þar sem hún hefur gegnt lykilhlutverki sem forstöðumaður daglegra bankaviðskipta. Viðskipti innlent 9.9.2024 11:38
Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Fjölmiðlanefnd sektaði fjölmiðlafyrirtækið Sóltún, sem rekur fjölmiðilinn Mannlíf, um 250 þúsund krónur fyrir að brjóta á lögum um fjölmiðla með því að auglýsa bæði nikótín- og áfengisvörur á vef Mannlífs í keyptri umfjöllun á vef miðilsins. Viðskipti innlent 9.9.2024 11:29
Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Forsvarsmenn Bónuss og Jysk hafa samið við Reiti um verslunarhúsnæði í Korputúni. Vegagerð er þegar hafin í nýju atvinnuhverfinu, sem rísa mun við Vesturlandsveg á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Svæðið tilheyrir Blikastaðalandi í Mosfellsbæ þar sem fyrirhuguð er umfangsmikil uppbygging nýs íbúðahverfis. Viðskipti innlent 9.9.2024 10:54