Viðskipti innlent Play í frjálsu falli Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. Viðskipti innlent 18.10.2024 11:49 Semja við flugfélög í Færeyjum og á Grænlandi Icelandair skrifaði undir tvo samstarfssamninga um sammerkt flug á Hringborði Norðurslóða í dag, við Air Greenland og færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Með þessum samningum geta félögin boðið öflugar tengingar milli Grænlands og Færeyja annars vegar og Norður-Ameríku og Evrópu hins vegar, í einum flugmiða í gegnum Ísland. Viðskipti innlent 17.10.2024 16:51 Hagkaup hættir sölu á Sodastream í kjölfar mótmæla Hagkaup hefur hætt sölu á Sodastream í kjölfar mótmælaaðgerða en síðustu mánuði hafa aðgerðasinnar fest límmiða á vörurnar og hvatt neytendur til að sniðganga vörur frá Ísrael vegna átaka Ísraelska hersins í Palestínu. Viðskipti innlent 17.10.2024 15:05 Frigus fór fýluferð í Landsrétt Landsréttur hefur staðfest sýknudóm í máli Frigusar II ehf. á hendur Lindarhvoli og íslenska ríkinu. Frigus krafðist rúmlega 650 milljóna króna vegna þess að félagið fékk ekki að kaupa eignarhaldsfélagið Klakka, áður Exista, af Lindarhvoli. Viðskipti innlent 17.10.2024 15:02 Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. Viðskipti innlent 17.10.2024 12:18 Úlfur Þór til Firma lögmanna Úlfur Þór Andrason, lögmaður, hefur hafið störf hjá Firma lögmönnum. Viðskipti innlent 17.10.2024 09:56 Eins og AirBnb og Uber en fyrir tónlistarkennslu Fjárfestingasjóðurinn Frumtak, ásamt hópi fjárfesta, hefur fjárfest fyrir 330 milljónir í íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Moombix. Í tilkynningu segir að Moombix sé ætlað að umbylta tónlistarkennslu á netinu með því að tengja saman nemendur og kennara um allan heim. Viðskipti innlent 17.10.2024 08:48 Tvískiptur fasteignamarkaður og hækkandi vaxtabyrði Fasteignamarkaðurinn er í dag tvískiptur; mikil eftirspurn er eftir ódýrum íbúðum, sem seljast hratt, en verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir dýrari íbúðum. Greiðslubyrði verðtryggðra lána hefur ekki verið jafnmikil síðan í hruninu árið 2008. Viðskipti innlent 17.10.2024 06:37 „Play verður áfram íslenskt“ Flugfélagið Play mun ráðast í umfangsmiklar breytingar og dregur úr verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma verður aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Vélum og starfsfólki á Íslandi mun fækka, og sótt um flugrekstrarleyfi erlendis. Viðskipti innlent 16.10.2024 19:33 Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. Viðskipti innlent 16.10.2024 16:57 Herdís hefði frekar viljað halda vöxtum óbreyttum Allir nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabankans vildu lækka stýrivexti um 0,25 prósentur eins og var gert fyrir tveimur vikum. Herdís Steingrímsdóttir hefði þó fremur kosið að halda vöxtum óbreyttum. Viðskipti innlent 16.10.2024 16:41 Hér og nú fjölgar starfsmönnum Tryggvi Gunnarsson, Rakel Mist Einarsdóttir og Kristján Valur Gíslason hafa verið ráðin til starfa hjá auglýsingastofunni Hér og nú. Viðskipti innlent 16.10.2024 15:17 Samið um 800 íbúðir á Ásbrú Alls verða byggðar 800 íbúðir á Ásbrú auk uppbyggingar samfélagslegra innviða, almenningsrýmis og nýrra bygginga undir þjónustu fyrir íbúa. Samningur þess efnis milli Kadeco, Reykjanesbæjar og ríkisins um uppbyggingu á Ásbrú var undirritaður í dag. Viðskipti innlent 16.10.2024 14:46 Allsherjarinnköllun á krabbameinsvaldandi leikföngum Allsherjarinnköllun stendur nú yfir á Rubbabu leikföngum, sem eru úr mjúku gúmmíi með flauelsmjúku yfirborði, en mest hefur selst af boltum og litlum farartækjum á hjólum. Leikföngin innihalda of mikið af efni sem getur verið krabbameinsvaldandi. Viðskipti innlent 16.10.2024 11:45 Rotovia kaupir mexíkóskt fyrirtæki Dalvíska plastfyrirtækið Rotovia hefur fest kaup á mexíkóska fyrirtækinu Ollin Plastics, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hverfisteyptum afurðum. Viðskipti innlent 16.10.2024 10:37 Íbúðaverð lækkar í fyrsta sinn frá janúar Vísitala íbúðaverðs mældist 108,4 stig í september og lækkaði um 0,28 prósent á milli mánaða og er það í fyrsta skiptið sem íbúðaverð lækkar á milli mánaða frá því í janúarmánuði. Viðskipti innlent 15.10.2024 15:48 Sannfærður um að niðurstaðan verði Lyfjavali í hag Forstjóri hjá Skel fjárfestingafélagi hafnar því að Lyfjaval hafi brotið samkeppnisreglur, með því að einbeita sér í auknum mæli að rekstri bílaapóteka. Ráðist var í athugun hjá félaginu í gær, vegna gruns um markaðsskiptingu. Viðskipti innlent 15.10.2024 12:06 Hagkerfið nái andanum og spá um tveggja prósenta hagvexti næstu ár Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1 prósent. Þetta sé mikil breyting frá síðustu árum þar sem hagvöxtur hafi verið fimm til níu prósent árlega, en þeim mikla hagvexti hafi fylgt mikil og þrálát verðbólga. Hagspaín geri ráð fyrir öðrum og rólegri takti. Viðskipti innlent 15.10.2024 08:32 Bein útsending: Ný þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans Ný þjóðhags- og verðbólguspá Greiningardeildar Landsbankans 2024-2027 verður kynnt á fundi í Hörpu sem hefst klukkan 8:30 í dag. Viðskipti innlent 15.10.2024 08:01 Hefur lokið störfum hjá Viðreisn en vill vera á lista Sigurður Orri Kristjánsson stjórnmálafræðingur hefur látið af störfum hjá Viðreisn, en þar starfaði hann sem verkefnastjóri samfélagsmiðla og viðburða. Þrátt fyrir það ætlar hann að sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Viðskipti innlent 14.10.2024 22:06 Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. Viðskipti innlent 14.10.2024 16:46 Icelandair í samstarf við þjóðarflugfélag Portúgals Icelandair og portúgalska þjóðarflugfélagið TAP hafa undirritað samstarfssamning um sammerkt flug. Undirritunin fór fram á skrifstofum TAP á Lissabon flugvelli fyrr í dag. Viðskipti innlent 14.10.2024 15:07 Nýir eigendur Skagans stefna á að hefja starfsemi í nóvember Hópur fjárfesta hefur náð samkomulagi um kaup á öllum búnaði og lausafé þrotabús Skagans 3X á Akranesi. Auk þess munu þeir taka á leigu mikið af þeim húsakosti sem fyrirtækið bjó yfir í því skyni að hefja þar aftur rekstur. Þetta kemur fram í tilkynningu um kaupin, en það er nýtt félag, KAPP Skaginn ehf., sem er kaupandi. Viðskipti innlent 14.10.2024 10:31 Segir aðför Eflingar með ólíkindum Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. Viðskipti innlent 12.10.2024 12:22 Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. Viðskipti innlent 12.10.2024 09:09 Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. Viðskipti innlent 11.10.2024 20:02 Segja fullyrðingar borgarfulltrúa um Carbfix ekki standast Orkuveita Reykjavíkur gerir athugasemdir við fullyrðingar oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um kostnað við Carbfix-verkefnið og að það samræmist ekki hlutverki fyrirtækisins. Kveðið er á um í lögum að Orkuveitan starfræki kolefnisbindingarverkefni. Viðskipti innlent 11.10.2024 14:52 Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra Íslendingar þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilji taka virkan þátt í þróun gervigreindar eða verða eftirbátar annarra ríkja. Gríðarleg og vaxandi orkuþörf er til staðar vegna gervigreindarvinnslu og í því felast tækifæri fyrir Ísland að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Á sama tíma geti orkumálin reynst vera hindrun en áform eru uppi um að skoða möguleika þess að reisa gervigreindargagnaver á Íslandi. Viðskipti innlent 11.10.2024 10:02 Alls hlutu 130 viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í dag Alls hlutu í dag 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Metfjöldi viðurkenningarhafa tóku við viðurkenningu í dag, eða alls 130, fyrir að hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Viðskipti innlent 10.10.2024 21:09 Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Betri samgöngur ohf., sem hafa umsjón með framkvæmdum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, hafa ráðið þrjá nýja starfsmenn og forstöðumaður þróunar hefur verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóri. Meðal nýrra starfsmanna er Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Starfsmannafjöldi félagsins tvöfaldast. Viðskipti innlent 10.10.2024 14:26 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Play í frjálsu falli Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. Viðskipti innlent 18.10.2024 11:49
Semja við flugfélög í Færeyjum og á Grænlandi Icelandair skrifaði undir tvo samstarfssamninga um sammerkt flug á Hringborði Norðurslóða í dag, við Air Greenland og færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Með þessum samningum geta félögin boðið öflugar tengingar milli Grænlands og Færeyja annars vegar og Norður-Ameríku og Evrópu hins vegar, í einum flugmiða í gegnum Ísland. Viðskipti innlent 17.10.2024 16:51
Hagkaup hættir sölu á Sodastream í kjölfar mótmæla Hagkaup hefur hætt sölu á Sodastream í kjölfar mótmælaaðgerða en síðustu mánuði hafa aðgerðasinnar fest límmiða á vörurnar og hvatt neytendur til að sniðganga vörur frá Ísrael vegna átaka Ísraelska hersins í Palestínu. Viðskipti innlent 17.10.2024 15:05
Frigus fór fýluferð í Landsrétt Landsréttur hefur staðfest sýknudóm í máli Frigusar II ehf. á hendur Lindarhvoli og íslenska ríkinu. Frigus krafðist rúmlega 650 milljóna króna vegna þess að félagið fékk ekki að kaupa eignarhaldsfélagið Klakka, áður Exista, af Lindarhvoli. Viðskipti innlent 17.10.2024 15:02
Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. Viðskipti innlent 17.10.2024 12:18
Úlfur Þór til Firma lögmanna Úlfur Þór Andrason, lögmaður, hefur hafið störf hjá Firma lögmönnum. Viðskipti innlent 17.10.2024 09:56
Eins og AirBnb og Uber en fyrir tónlistarkennslu Fjárfestingasjóðurinn Frumtak, ásamt hópi fjárfesta, hefur fjárfest fyrir 330 milljónir í íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Moombix. Í tilkynningu segir að Moombix sé ætlað að umbylta tónlistarkennslu á netinu með því að tengja saman nemendur og kennara um allan heim. Viðskipti innlent 17.10.2024 08:48
Tvískiptur fasteignamarkaður og hækkandi vaxtabyrði Fasteignamarkaðurinn er í dag tvískiptur; mikil eftirspurn er eftir ódýrum íbúðum, sem seljast hratt, en verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir dýrari íbúðum. Greiðslubyrði verðtryggðra lána hefur ekki verið jafnmikil síðan í hruninu árið 2008. Viðskipti innlent 17.10.2024 06:37
„Play verður áfram íslenskt“ Flugfélagið Play mun ráðast í umfangsmiklar breytingar og dregur úr verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma verður aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Vélum og starfsfólki á Íslandi mun fækka, og sótt um flugrekstrarleyfi erlendis. Viðskipti innlent 16.10.2024 19:33
Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. Viðskipti innlent 16.10.2024 16:57
Herdís hefði frekar viljað halda vöxtum óbreyttum Allir nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabankans vildu lækka stýrivexti um 0,25 prósentur eins og var gert fyrir tveimur vikum. Herdís Steingrímsdóttir hefði þó fremur kosið að halda vöxtum óbreyttum. Viðskipti innlent 16.10.2024 16:41
Hér og nú fjölgar starfsmönnum Tryggvi Gunnarsson, Rakel Mist Einarsdóttir og Kristján Valur Gíslason hafa verið ráðin til starfa hjá auglýsingastofunni Hér og nú. Viðskipti innlent 16.10.2024 15:17
Samið um 800 íbúðir á Ásbrú Alls verða byggðar 800 íbúðir á Ásbrú auk uppbyggingar samfélagslegra innviða, almenningsrýmis og nýrra bygginga undir þjónustu fyrir íbúa. Samningur þess efnis milli Kadeco, Reykjanesbæjar og ríkisins um uppbyggingu á Ásbrú var undirritaður í dag. Viðskipti innlent 16.10.2024 14:46
Allsherjarinnköllun á krabbameinsvaldandi leikföngum Allsherjarinnköllun stendur nú yfir á Rubbabu leikföngum, sem eru úr mjúku gúmmíi með flauelsmjúku yfirborði, en mest hefur selst af boltum og litlum farartækjum á hjólum. Leikföngin innihalda of mikið af efni sem getur verið krabbameinsvaldandi. Viðskipti innlent 16.10.2024 11:45
Rotovia kaupir mexíkóskt fyrirtæki Dalvíska plastfyrirtækið Rotovia hefur fest kaup á mexíkóska fyrirtækinu Ollin Plastics, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hverfisteyptum afurðum. Viðskipti innlent 16.10.2024 10:37
Íbúðaverð lækkar í fyrsta sinn frá janúar Vísitala íbúðaverðs mældist 108,4 stig í september og lækkaði um 0,28 prósent á milli mánaða og er það í fyrsta skiptið sem íbúðaverð lækkar á milli mánaða frá því í janúarmánuði. Viðskipti innlent 15.10.2024 15:48
Sannfærður um að niðurstaðan verði Lyfjavali í hag Forstjóri hjá Skel fjárfestingafélagi hafnar því að Lyfjaval hafi brotið samkeppnisreglur, með því að einbeita sér í auknum mæli að rekstri bílaapóteka. Ráðist var í athugun hjá félaginu í gær, vegna gruns um markaðsskiptingu. Viðskipti innlent 15.10.2024 12:06
Hagkerfið nái andanum og spá um tveggja prósenta hagvexti næstu ár Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1 prósent. Þetta sé mikil breyting frá síðustu árum þar sem hagvöxtur hafi verið fimm til níu prósent árlega, en þeim mikla hagvexti hafi fylgt mikil og þrálát verðbólga. Hagspaín geri ráð fyrir öðrum og rólegri takti. Viðskipti innlent 15.10.2024 08:32
Bein útsending: Ný þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans Ný þjóðhags- og verðbólguspá Greiningardeildar Landsbankans 2024-2027 verður kynnt á fundi í Hörpu sem hefst klukkan 8:30 í dag. Viðskipti innlent 15.10.2024 08:01
Hefur lokið störfum hjá Viðreisn en vill vera á lista Sigurður Orri Kristjánsson stjórnmálafræðingur hefur látið af störfum hjá Viðreisn, en þar starfaði hann sem verkefnastjóri samfélagsmiðla og viðburða. Þrátt fyrir það ætlar hann að sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Viðskipti innlent 14.10.2024 22:06
Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. Viðskipti innlent 14.10.2024 16:46
Icelandair í samstarf við þjóðarflugfélag Portúgals Icelandair og portúgalska þjóðarflugfélagið TAP hafa undirritað samstarfssamning um sammerkt flug. Undirritunin fór fram á skrifstofum TAP á Lissabon flugvelli fyrr í dag. Viðskipti innlent 14.10.2024 15:07
Nýir eigendur Skagans stefna á að hefja starfsemi í nóvember Hópur fjárfesta hefur náð samkomulagi um kaup á öllum búnaði og lausafé þrotabús Skagans 3X á Akranesi. Auk þess munu þeir taka á leigu mikið af þeim húsakosti sem fyrirtækið bjó yfir í því skyni að hefja þar aftur rekstur. Þetta kemur fram í tilkynningu um kaupin, en það er nýtt félag, KAPP Skaginn ehf., sem er kaupandi. Viðskipti innlent 14.10.2024 10:31
Segir aðför Eflingar með ólíkindum Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. Viðskipti innlent 12.10.2024 12:22
Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. Viðskipti innlent 12.10.2024 09:09
Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. Viðskipti innlent 11.10.2024 20:02
Segja fullyrðingar borgarfulltrúa um Carbfix ekki standast Orkuveita Reykjavíkur gerir athugasemdir við fullyrðingar oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um kostnað við Carbfix-verkefnið og að það samræmist ekki hlutverki fyrirtækisins. Kveðið er á um í lögum að Orkuveitan starfræki kolefnisbindingarverkefni. Viðskipti innlent 11.10.2024 14:52
Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra Íslendingar þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilji taka virkan þátt í þróun gervigreindar eða verða eftirbátar annarra ríkja. Gríðarleg og vaxandi orkuþörf er til staðar vegna gervigreindarvinnslu og í því felast tækifæri fyrir Ísland að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Á sama tíma geti orkumálin reynst vera hindrun en áform eru uppi um að skoða möguleika þess að reisa gervigreindargagnaver á Íslandi. Viðskipti innlent 11.10.2024 10:02
Alls hlutu 130 viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í dag Alls hlutu í dag 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Metfjöldi viðurkenningarhafa tóku við viðurkenningu í dag, eða alls 130, fyrir að hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Viðskipti innlent 10.10.2024 21:09
Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Betri samgöngur ohf., sem hafa umsjón með framkvæmdum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, hafa ráðið þrjá nýja starfsmenn og forstöðumaður þróunar hefur verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóri. Meðal nýrra starfsmanna er Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Starfsmannafjöldi félagsins tvöfaldast. Viðskipti innlent 10.10.2024 14:26