Viðskipti innlent

Hausaveiðarar leita að tíum

Algengara er að fyrirtæki noti svokallaðar hausaveiðar til að finna hæfa stjórnendur að sögn ráðgjafa. Ráðningar af þessu tagi sveiflist í takt við hagkerfið. Duglegt fólk sem vex í starfi kemst fljótt á radarinn.

Viðskipti innlent

Á 10 prósent í Loftleiðum Cabo Verde

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, á 10 prósenta hlut í Loftleiðum Cabo Verde sem keyptu í febrúar 51 prósents hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. Þetta kemur fram í ársreikningi.

Viðskipti innlent

Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda

Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi.

Viðskipti innlent

VHE í járnum vegna Upphafs

Rekstur verktaka- og þjónustufyrirtækisins VHE er í járnum vegna stöðu Upphafs fasteignafélags. Miklar tafir hafa verið á framkvæmdum í Skarðshlíð og hafa engar framkvæmdir átt sér stað á reit á Kársnesi.

Viðskipti innlent

Ekki kunnugt um að fleiri sjóðir í Gamma séu í vandræðum

Eignir í fjórum af fjörutíu sjóðum í rekstri hjá Gamma Capital Management hafa rýrnað verulega á þessu ári. Þannig tóku tveir sjóðir þátt í skuldabréfaútboði WOW Air á síðasta ári sem féll í mars og eignir tveggja fasteignasjóða hafa verið færðar niður eftir að nýir stjórnendur tóku við. Framkvæmdastjóri Gamma segist ekki vera kunnugt um að fleiri sjóðir Gamma séu í vandræðum en þeir tveir sem þegar hefur verið tilkynnt um.

Viðskipti innlent