Viðskipti innlent

Datera skiptir um framkvæmdastjóra

Stafræna birtinga- og ráðgjafafyrirtækið Datera hefur ráðið Hreiðar Þór Jónsson sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Tryggvi Freyr Elínarson, forveri Hreiðars, tekur stöðu þróunarstjóra og sérfræðings tæknilausna í stafrænni markaðssetningu

Viðskipti innlent

Two Birds kaupir Aurbjörgu

Fjártæknifyrirtækið Two Birds, sem hefur sérhæft sig í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum á fasteigna- og fjármálamarkaði, hefur fest kaup á Aurbjörgu.

Viðskipti innlent

Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu

Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar.

Viðskipti innlent

Pósthúsbarnum á Akureyri lokað

Pósthúsbarinn, einn helsti skemmtistaðurinn á Akureyri, heyrir brátt sögunni til. Staðarmiðillinn Kaffið greinir frá og lýsir tíðindunum sem nokkru höggi fyrir skemmtanalíf Norðanmanna þar sem skemmtistaðir séu ekki margir.

Viðskipti innlent

Sjávarútvegssveitarfélög vilja hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til að mæta loðnubresti

"Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa haldið á lofti kröfunni um að sjávarútvegssveitarfélög fái hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til margra ára, einmitt til þess að geta tekist á við þessar sveiflur sem svo sem óumflýjanlegar,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Viðskipti innlent

Margrét framkvæmdastjóri hjá Advania

Margrét Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna Advania. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2018, fyrst sem forstöðumaður á rekstrarlausnasviði og nú síðast sem forstöðumaður mannauðslausna.

Viðskipti innlent