Viðskipti innlent Rannveig hættir í Seðlabankanum Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að láta af störfum í lok ársins þegar fimm ára skipunartíma hennar lýkur. Viðskipti innlent 28.6.2024 16:12 Íslensk hugbúnaðarlausn greinir kolefnisspor innkaupa fyrirtækja Ný íslensk hugbúnaðarlausn sem kallast GreenSenze gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að greina og fylgjast með kolefnisspori í innkaupum. Lausnin er hönnuð og búin til af KPMG og Origo. Í tilkynningu segir að algengt sé að íslensk fyrirtæki geti aðeins gert grein fyrir 30 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í sinni starfsemi. Viðskipti innlent 28.6.2024 12:50 Flýta ekki vaxtaákvörðun þrátt fyrir áköll Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vill að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega sem allra fyrst. Seðlabankinn segir að ekki sé til skoðunar að flýta næstu vaxtaákvörðun. Viðskipti innlent 28.6.2024 12:43 Flestar íbúðir seljist undir eða á auglýstu verði Páll Pálsson fasteignasali segir enga dramatík á fasteignamarkaði eins og er. Það sé um 30 prósent meiri sala en í fyrra, á sama tíma, en síðasta ár hafi verið lélegt. Hann segir að það hafi orðið um 8,4 prósenta hækkun á fasteignaverði síðasta árið en að stór hluti hækkunarinnar sé tilkomin á þessu ári. Viðskipti innlent 28.6.2024 08:50 Ýmir Örn fer frá N1 Ýmir Örn Finnbogason lætur af störfum sem framkvæmdastjóri N1 í dag. Hann mun jafnframt stíga úr framkvæmdastjórn Festis. Viðskipti innlent 27.6.2024 20:32 Verðbólga nú 5,8 prósent Verðbólga mælist nú 5,8 prósent miðað við vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Hún var 6,2 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga var mest í febrúar 2023 þegar hún var 10,3 prósent. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Hagstofunni. Viðskipti innlent 27.6.2024 09:23 Icelandair kaupir Airbus flughermi Icelandair hefur samið við fyrirtækið CAE um kaup á flughermi fyrir Airbus A321 flugvélar sem félagið tekur í notkun síðar á árinu. Flughermirinn verður settur upp í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði seinni hluta árs 2025 og verður rekinn af CAE Icelandair Flight Training. Viðskipti innlent 26.6.2024 14:48 Í maí voru 5800 atvinnulausir Í maí á þessu ári voru 5800 einstaklingar atvinnulausir. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra einstaklinga var 2,5 prósent, hlutfall starfandi var áttatíu prósent og atvinnuþátttaka 82 prósent. Viðskipti innlent 26.6.2024 10:55 Snúa vörn í sókn og kynna eldfjallaleið fyrir ferðamenn „Við finnum það að þetta nýtist vissulega vel í þessa umræðu um Ísland. Það er búin að vera mjög viðkvæm umræða um Ísland og eldvirknina. Það birtust fjölmargar greinar um Ísland í erlendum fjölmiðlum með röngum upplýsingum og fólk varð smeykt að ferðast til Íslands.“ Viðskipti innlent 26.6.2024 09:01 Andri Þór Viðskiptafræðingur ársins 2024 Viðskiptafræðingur ársins 2024 er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og formaður Viðskiptaráðs Íslands. Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) veitti honum þennan titil fyrir framúrskarandi störf sín og þátttöku í íslensku viðskiptalífi. Viðskipti innlent 25.6.2024 13:20 Hafa ekki nokkrar áhyggjur af fækkun ferða Forsvarsmenn Hopp hafa ekki áhyggjur af minni notkun rafhlaupahjóla eftir nýjustu breytingar á umferðarlögum sem samþykktar voru af Alþingi þar sem ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Hopp Reykjavík. Viðskipti innlent 25.6.2024 09:40 Seldu til rannsóknarrisa: „Maður þarf að vera draumóramaður“ Íslenska fyrirtækið Datasmoothie hefur verið selt til franska markaðsrannsóknarrisans Ipsos. Fyrirtækið þróar hugbúnað sem gerir rannsakendum kleift að greina niðurstöður rannsókna með miklum hraða. Viðskipti innlent 25.6.2024 09:01 Gugga í Gatsby kveður: „Margar konur búnar að skæla hérna inni“ Guðbjörg Jóhannesdóttir betur þekkt sem Gugga í Gatsby mun í vikunni loka dyrum Gatsby fataverslunarinnar í Hafnarfirði fyrir fullt og allt. Hún segir eftirspurn eftir fötum í þessum stíl gríðarlega mikla og er hrærð yfir viðbrögðum viðskiptavina sinna á lokametrum verslunarinnar sem áfram verður rekin í einhverri mynd á netinu. Viðskipti innlent 25.6.2024 07:01 Wok on-veldið falt WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, er til sölu. Félagið er í eigu veitingamannsins Quang Le og var úrskurðað gjaldþrota á dögunum. Viðskipti innlent 24.6.2024 19:10 Unnur vaktar fjármálin í Danmörku Unnur Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits hjá Seðlabanka Íslands, er komin í stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Viðskipti innlent 24.6.2024 15:16 Húrra Reykjavík opnar á Keflavíkurflugvelli Húrra Reykjavík, ein þekktasta fataverslun landsins, hefur opnað nýja og glæsilega verslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 24.6.2024 15:08 Bein útsending: Kynna yfirtökutilboðið JBT og Marel munu halda opinn fjárfestafund í dag klukkan 13 í höfuðstöðvum Arion Banka í Borgartúni 19 og kynna valfrjálst yfirtökutilboð JBT í Marel. Sýnt verður frá fundinum á Vísi. Viðskipti innlent 24.6.2024 12:31 Gefa út kynjað skuldabréf Ríkissjóður Íslands hefur gefið út kynjað skuldabréf að fjárhæð fimmtíu milljónir evra, jafnvirði um 7,5 milljarða króna. Íslands er með útgáfunni orðið fyrsta þjóðríki heimsins sem gefur út kynjað skuldabréf. Viðskipti innlent 24.6.2024 12:25 Sóttu rúman milljarð í fjármögnun Líftæknifyrirtækið Genís hf. hefur tryggt sér 1,1 milljarð króna í nýtt hlutafé til áframhaldandi þróunar á beinígræðum og lyfjum við bólgusjúkdómum. Viðskipti innlent 24.6.2024 11:17 Hundrað manna hjúkrunarheimili gæti sparað tugi milljóna með smáforriti Á hundrað manna hjúkrunarheimili væri hægt að spara um 24 milljónir árlega ef smáforritið Iðunn yrði innleitt í starfsemina. Þetta er meðal niðurstaða í lokaverkefni Önnu Bjarkar Baldvinsdóttur í hagfræði. Hún gerði í verkefninu kostnaðarábatagreiningu við innleiðingu Iðunnar á landsvísu. Viðskipti innlent 23.6.2024 12:59 Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. Viðskipti innlent 21.6.2024 14:31 Spilafíklar geti lokað á fjárhættuspil hjá Indó Sparisjóðurinn Indó býður nú viðskiptavinum sínum að loka á fjárhættuspil. Þau sem kjósi að virkja lokunina muni ekki geta notað debetkortið sitt á veðmála- og fjárhættuspilavefsíðum né á flestum sölustöðum spilakassa. Viðskipti innlent 21.6.2024 11:42 Jón nýr forstjóri Veritas Jón Björnsson hefur verið ráðinn forstjóri Veritas. Hann hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og umbreytingarverkefnum bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Jón gegndi síðast starfi forstjóra Origo hf. en hefur áður gegnt forstjórastarfi bæði hjá Festi og Krónunni, Orf Líftækni, Magasin du Nord og Högum. Viðskipti innlent 21.6.2024 10:51 María Björk tekur við af Orra Orri Hauksson, forstjóri Símans, mun láta af störfum í lok sumars eftir langt starf hjá félaginu. Við starfinu tekur María Björk Einarsdóttir, sem nú starfar sem fjármálastjóri Eimskips. Viðskipti innlent 21.6.2024 09:37 Vinna eins og hakkarar en eftir skýrum reglum Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans. Fjölmörg íslensk fjármálafyrirtæki hafa leitað til Defend Iceland. Viðskipti innlent 21.6.2024 06:45 Fleiri kaupi ódýrar íbúðir án þess að taka lán Leiguverð hækkaði langt umfram verðbólgu og íbúðaverð síðustu tólf mánuði. Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fer fækkandi en erfiðara er fyrir þá að koma sér inn á markaðinn en áður. Viðskipti innlent 20.6.2024 13:33 Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. Viðskipti innlent 20.6.2024 11:19 Wok On gjaldþrota WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið er að fullu í eigu veitingamannsins Quang Lé, sem grunaður er um mansal og fleiri refsiverð brot. Annað félag í hans eigu, EA17 ehf., hefur sömuleiðis verið tekið til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 20.6.2024 10:23 Steinunn Kristín ný í stjórn Varðar Steinunn Kristín Þórðardóttir hefur tekið sæti í stjórn Varðar trygginga. Viðskipti innlent 20.6.2024 08:57 Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Bláa Lónið hf. hefur fest kaup á jörðinni Hoffell 2 í Austur-Skaftafellssýslu. Kaupin eru liður í áformum félagsins um uppbyggingu fleiri áhugaverðra áfangastaða á Íslandi. Markmiðið er að móta einstakan stað fyrir ferðamenn, við rætur Hoffellsjökuls og skapa segul sem styrkir Suðausturland sem áfangastað ferðamanna. Viðskipti innlent 20.6.2024 08:40 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 334 ›
Rannveig hættir í Seðlabankanum Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að láta af störfum í lok ársins þegar fimm ára skipunartíma hennar lýkur. Viðskipti innlent 28.6.2024 16:12
Íslensk hugbúnaðarlausn greinir kolefnisspor innkaupa fyrirtækja Ný íslensk hugbúnaðarlausn sem kallast GreenSenze gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að greina og fylgjast með kolefnisspori í innkaupum. Lausnin er hönnuð og búin til af KPMG og Origo. Í tilkynningu segir að algengt sé að íslensk fyrirtæki geti aðeins gert grein fyrir 30 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í sinni starfsemi. Viðskipti innlent 28.6.2024 12:50
Flýta ekki vaxtaákvörðun þrátt fyrir áköll Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vill að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega sem allra fyrst. Seðlabankinn segir að ekki sé til skoðunar að flýta næstu vaxtaákvörðun. Viðskipti innlent 28.6.2024 12:43
Flestar íbúðir seljist undir eða á auglýstu verði Páll Pálsson fasteignasali segir enga dramatík á fasteignamarkaði eins og er. Það sé um 30 prósent meiri sala en í fyrra, á sama tíma, en síðasta ár hafi verið lélegt. Hann segir að það hafi orðið um 8,4 prósenta hækkun á fasteignaverði síðasta árið en að stór hluti hækkunarinnar sé tilkomin á þessu ári. Viðskipti innlent 28.6.2024 08:50
Ýmir Örn fer frá N1 Ýmir Örn Finnbogason lætur af störfum sem framkvæmdastjóri N1 í dag. Hann mun jafnframt stíga úr framkvæmdastjórn Festis. Viðskipti innlent 27.6.2024 20:32
Verðbólga nú 5,8 prósent Verðbólga mælist nú 5,8 prósent miðað við vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Hún var 6,2 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga var mest í febrúar 2023 þegar hún var 10,3 prósent. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Hagstofunni. Viðskipti innlent 27.6.2024 09:23
Icelandair kaupir Airbus flughermi Icelandair hefur samið við fyrirtækið CAE um kaup á flughermi fyrir Airbus A321 flugvélar sem félagið tekur í notkun síðar á árinu. Flughermirinn verður settur upp í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði seinni hluta árs 2025 og verður rekinn af CAE Icelandair Flight Training. Viðskipti innlent 26.6.2024 14:48
Í maí voru 5800 atvinnulausir Í maí á þessu ári voru 5800 einstaklingar atvinnulausir. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra einstaklinga var 2,5 prósent, hlutfall starfandi var áttatíu prósent og atvinnuþátttaka 82 prósent. Viðskipti innlent 26.6.2024 10:55
Snúa vörn í sókn og kynna eldfjallaleið fyrir ferðamenn „Við finnum það að þetta nýtist vissulega vel í þessa umræðu um Ísland. Það er búin að vera mjög viðkvæm umræða um Ísland og eldvirknina. Það birtust fjölmargar greinar um Ísland í erlendum fjölmiðlum með röngum upplýsingum og fólk varð smeykt að ferðast til Íslands.“ Viðskipti innlent 26.6.2024 09:01
Andri Þór Viðskiptafræðingur ársins 2024 Viðskiptafræðingur ársins 2024 er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og formaður Viðskiptaráðs Íslands. Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) veitti honum þennan titil fyrir framúrskarandi störf sín og þátttöku í íslensku viðskiptalífi. Viðskipti innlent 25.6.2024 13:20
Hafa ekki nokkrar áhyggjur af fækkun ferða Forsvarsmenn Hopp hafa ekki áhyggjur af minni notkun rafhlaupahjóla eftir nýjustu breytingar á umferðarlögum sem samþykktar voru af Alþingi þar sem ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Hopp Reykjavík. Viðskipti innlent 25.6.2024 09:40
Seldu til rannsóknarrisa: „Maður þarf að vera draumóramaður“ Íslenska fyrirtækið Datasmoothie hefur verið selt til franska markaðsrannsóknarrisans Ipsos. Fyrirtækið þróar hugbúnað sem gerir rannsakendum kleift að greina niðurstöður rannsókna með miklum hraða. Viðskipti innlent 25.6.2024 09:01
Gugga í Gatsby kveður: „Margar konur búnar að skæla hérna inni“ Guðbjörg Jóhannesdóttir betur þekkt sem Gugga í Gatsby mun í vikunni loka dyrum Gatsby fataverslunarinnar í Hafnarfirði fyrir fullt og allt. Hún segir eftirspurn eftir fötum í þessum stíl gríðarlega mikla og er hrærð yfir viðbrögðum viðskiptavina sinna á lokametrum verslunarinnar sem áfram verður rekin í einhverri mynd á netinu. Viðskipti innlent 25.6.2024 07:01
Wok on-veldið falt WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, er til sölu. Félagið er í eigu veitingamannsins Quang Le og var úrskurðað gjaldþrota á dögunum. Viðskipti innlent 24.6.2024 19:10
Unnur vaktar fjármálin í Danmörku Unnur Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits hjá Seðlabanka Íslands, er komin í stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Viðskipti innlent 24.6.2024 15:16
Húrra Reykjavík opnar á Keflavíkurflugvelli Húrra Reykjavík, ein þekktasta fataverslun landsins, hefur opnað nýja og glæsilega verslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 24.6.2024 15:08
Bein útsending: Kynna yfirtökutilboðið JBT og Marel munu halda opinn fjárfestafund í dag klukkan 13 í höfuðstöðvum Arion Banka í Borgartúni 19 og kynna valfrjálst yfirtökutilboð JBT í Marel. Sýnt verður frá fundinum á Vísi. Viðskipti innlent 24.6.2024 12:31
Gefa út kynjað skuldabréf Ríkissjóður Íslands hefur gefið út kynjað skuldabréf að fjárhæð fimmtíu milljónir evra, jafnvirði um 7,5 milljarða króna. Íslands er með útgáfunni orðið fyrsta þjóðríki heimsins sem gefur út kynjað skuldabréf. Viðskipti innlent 24.6.2024 12:25
Sóttu rúman milljarð í fjármögnun Líftæknifyrirtækið Genís hf. hefur tryggt sér 1,1 milljarð króna í nýtt hlutafé til áframhaldandi þróunar á beinígræðum og lyfjum við bólgusjúkdómum. Viðskipti innlent 24.6.2024 11:17
Hundrað manna hjúkrunarheimili gæti sparað tugi milljóna með smáforriti Á hundrað manna hjúkrunarheimili væri hægt að spara um 24 milljónir árlega ef smáforritið Iðunn yrði innleitt í starfsemina. Þetta er meðal niðurstaða í lokaverkefni Önnu Bjarkar Baldvinsdóttur í hagfræði. Hún gerði í verkefninu kostnaðarábatagreiningu við innleiðingu Iðunnar á landsvísu. Viðskipti innlent 23.6.2024 12:59
Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. Viðskipti innlent 21.6.2024 14:31
Spilafíklar geti lokað á fjárhættuspil hjá Indó Sparisjóðurinn Indó býður nú viðskiptavinum sínum að loka á fjárhættuspil. Þau sem kjósi að virkja lokunina muni ekki geta notað debetkortið sitt á veðmála- og fjárhættuspilavefsíðum né á flestum sölustöðum spilakassa. Viðskipti innlent 21.6.2024 11:42
Jón nýr forstjóri Veritas Jón Björnsson hefur verið ráðinn forstjóri Veritas. Hann hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og umbreytingarverkefnum bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Jón gegndi síðast starfi forstjóra Origo hf. en hefur áður gegnt forstjórastarfi bæði hjá Festi og Krónunni, Orf Líftækni, Magasin du Nord og Högum. Viðskipti innlent 21.6.2024 10:51
María Björk tekur við af Orra Orri Hauksson, forstjóri Símans, mun láta af störfum í lok sumars eftir langt starf hjá félaginu. Við starfinu tekur María Björk Einarsdóttir, sem nú starfar sem fjármálastjóri Eimskips. Viðskipti innlent 21.6.2024 09:37
Vinna eins og hakkarar en eftir skýrum reglum Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans. Fjölmörg íslensk fjármálafyrirtæki hafa leitað til Defend Iceland. Viðskipti innlent 21.6.2024 06:45
Fleiri kaupi ódýrar íbúðir án þess að taka lán Leiguverð hækkaði langt umfram verðbólgu og íbúðaverð síðustu tólf mánuði. Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fer fækkandi en erfiðara er fyrir þá að koma sér inn á markaðinn en áður. Viðskipti innlent 20.6.2024 13:33
Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. Viðskipti innlent 20.6.2024 11:19
Wok On gjaldþrota WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið er að fullu í eigu veitingamannsins Quang Lé, sem grunaður er um mansal og fleiri refsiverð brot. Annað félag í hans eigu, EA17 ehf., hefur sömuleiðis verið tekið til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 20.6.2024 10:23
Steinunn Kristín ný í stjórn Varðar Steinunn Kristín Þórðardóttir hefur tekið sæti í stjórn Varðar trygginga. Viðskipti innlent 20.6.2024 08:57
Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Bláa Lónið hf. hefur fest kaup á jörðinni Hoffell 2 í Austur-Skaftafellssýslu. Kaupin eru liður í áformum félagsins um uppbyggingu fleiri áhugaverðra áfangastaða á Íslandi. Markmiðið er að móta einstakan stað fyrir ferðamenn, við rætur Hoffellsjökuls og skapa segul sem styrkir Suðausturland sem áfangastað ferðamanna. Viðskipti innlent 20.6.2024 08:40