Viðskipti erlent Styrktarsjóður Oxford háskóla tapar miklu á íslensku bönkunum Uppgjör fyrir síðasta ár hjá styrktarsjóði Oxford háskólans sýnir að sjóðurinn hefur minnkað um 14% á árinu. Er það einkum vegna taps sjóðsins á hruni íslensku bankana í haust sem kostaði Oxford um 30 milljón pund eða hátt í 6 milljarða kr. Viðskipti erlent 13.1.2009 15:30 Seldi 100.000 flugmiða á einum degi Norska lágjaldflugfélagið Norwegian, fyrrum samstarfsaðili Sterling á Norðurlöndunum, seldi 100.000 flugmiða á einum degi nú eftir áramótin. Er þetta mesta flugmiðasala á einum degi í sex ára sögu félagsins. Viðskipti erlent 13.1.2009 15:19 Sveitarstjórn var vöruð við Icesave í mars Sveitarstjórnin í Lincolnshire í norðausturhluta Englands var vöruð við Icesave og Singer & Friedlander reikningum sínum í mars á síðasta ári og aftur í maí. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. Viðskipti erlent 13.1.2009 14:10 Síðasti eigandi Nyhedsavisen er gjaldþrota Morten Lund, síðasti eigandi Nyhedsavisen í Danmörku, var lýstur gjaldþrota við Sjó- og kaupréttinn í Kaupmannahöfn í dag. Viðskipti erlent 13.1.2009 12:43 Findus í þrot í Bretlandi vegna Landsbankans Enn berast fréttir af vandræðum erlendra fyrirtækja vegna íslenska bankahrunsins í haust. Nú hefur matvælafyrirtækið Findus í Newcastle í Bretlandi óskað eftir greiðslustöðvun og eru 430 störf þar á bæ í hættu. Landsbankinn var helsti lánveitandi fyrirtækisins. Viðskipti erlent 13.1.2009 11:17 Iceland bætir við sig 2.500 starfsmönnum Breska matvörukeðjan Iceland hefur keypt 51 verslun, sem áður voru reknar af Woolworths verslanakeðjunni í Bretlandi. Reiknað er með, að við kaupin bæti Iceland við sig 2.500 nýjum starfsmönnum. Viðskipti erlent 13.1.2009 09:48 Alcoa greinir frá fyrsta tapi sínu í sex ár Alcoa, stærsti álframleiðandi Bandaríkjanna, hefur greint frá fyrsta tapi sínu í sex ár. Samkvæmt uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs nam tap Alcoa 1,2 milljörðum dollara eða um 130 milljörðum kr.. Til samanburðar nam hagnaður Alcoa fyrir sama tímabil árið áður 632 milljónum dollara eða um 70 milljörðum kr.. Viðskipti erlent 13.1.2009 09:05 Sjóður í eigu Milestone í London á leið í greiðslustöðvun Fjárfestingarsjóðurinn Kcaj í London, sem er í meirihlutaeigu Milestone, gæti farið í greiðslustöðvun í þessari viku. Þetta kemur fram í Financial Times í dag. Viðskipti erlent 13.1.2009 08:53 Ekkert lát á lækkun hlutabréfa í Asíu Hlutabréf á Asíumörkuðum héldu áfram að lækka í verði í morgun og var lækkun sumra hlutabréfavísitalna sú mesta í einn mánuð. Viðskipti erlent 13.1.2009 08:08 Olíuverð lækkar áfram á heimsmarkaði Olía heldur áfram að lækka á heimsmarkaði á ný, eftir að hafa verið komin upp undir 40 dollara á tunnuna. Nú er verðið komið niður í rúma 37 dollara vestanhafs. Viðskipti erlent 13.1.2009 07:19 Hlustuðu ekki á viðvaranir um Icesave Bæjarstjórnin í Norðaustur Lincolnskíri í Bretlandi sem átti 7 milljónir breskra punda á Icesave reikningum Landsbankans hlustaði ekki á aðvaranir sem komu fram í vikulegum skýrslum sem bæjarstjórninni barst frá fjármálaráðgjöfum sínum. Frá þessu er greint á fréttavef BBC í dag. Peningarnir sem bæjarfélagið tapaði jafngilda 1,3 milljarði króna. Viðskipti erlent 12.1.2009 21:08 Alcoa féll um 6,6% eftir að Deutche Bank mælti með sölu Hlutir í álrisanum Alcoa hafa fallið um 6,6% á Wall Street í dag en markaðurinn þar hefur verið í niðursveiflu frá opnuninni. Lækkunin kom í kjölfar þess að greining Deutche Bank mælti með sölu á hlutum Alcoa en félagið á Fjarðarál á Reyðarfirði. Viðskipti erlent 12.1.2009 16:18 Stofnandi Biva ánægður með kaup Straums Fjónbúinn Henry Johansen, stofnandi Biva, er ánægður með kaup Straums á húsgagnakeðjunni. "Þetta var verulega góð lausn," segir Johansen. "Áframhaldandi rekstur er tryggður og það er aðalatriði málsins." Viðskipti erlent 12.1.2009 15:37 Lloyd´s segir að skipa- og viðlagatryggingar muni stórhækka Einn af helstu eigendum alþjóðlega tryggingarfélagsins Lloyd´s í London segir að framundan séu miklar hækkanir á skipa-. eigna- og viðlagatryggingum í heiminum. Eigandinn, tryggingarfélagið Amlin, telur að þessar tryggingar muni hækka um 20% í ár. Viðskipti erlent 12.1.2009 14:33 Rússar skrúfa frá gasinu til Evrópu á morgun Evrópubandalagið og Rússland hafa komist að samkomulagi um gasflutninga til ERvrópu og munu Rússar skrúfa frá gasinu til Evrópu klukkan sjö í fyrramálið. Þetta kemur fram á Reuters fréttaveitunni. Viðskipti erlent 12.1.2009 14:08 Fjármálakreppan fellir fegurðardrottningu Bretlands Fjármálakreppan hefur nú leitt til þess að hætta verður við fegurðarkeppina Ungfrú Bretland. Stjórnandi hennar, Robert de Keyser, hefur blásið keppnina af tímabundið þar sem kostunaraðilar fengust ekki. Viðskipti erlent 12.1.2009 09:06 Mosaic Fashion leitar að langtímafjármögnun Tískuvörukeðjan Mosaic Fashion leitar nú að langtímafjármögnun en helsti viðskiptabanki keðjunnar var Kaupþing í Bretlandi. Mosaic er að meirihluta í eigu Baugs en keðjan inniheldur m.a. Karen Millen og Principles. Viðskipti erlent 12.1.2009 08:53 Fyrirtæki á Taiwan tapaði milljörðum á íslensk bönkunum Mega Financial, þriðja stærsta fjármálafyrirtæki Taiwan tapið rúmlega 47 milljónum dollara, eða yfir 5 milljarða kr. á fjármálagerningum sem fyrirtækið átti í íslensku bönkunum. Viðskipti erlent 12.1.2009 08:46 Asíubréf lækkuðu í morgun Hlutabréf á asískum mörkuðum lækkuðu í morgun, einkum bréf iðn- og framleiðslufyrirtækja hvers kyns. Bréf alþjóðlega námufyrirtækisins Rio Tinto Group, móðurfélags Alcan í Straumsvík, lækkuðu til að mynda um 5,3 prósentustig og Keppel-fyrirtækið, sem smíðar olíuborpalla, lækkaði um rúmlega sjö prósentustig eftir að stór pöntun til þess var dregin til baka. Viðskipti erlent 12.1.2009 08:20 Bagger sagður krónískur lygari Danska lögreglan trúir ekki framburði fjársvikamannsins Stein Baggers. Hann er sagður krónískur lygari og segir aðstoðarsaksóknari allt eins líklegt að Bagger hafi grafið hluta af þýfinu í eyðimörkinni í Nevada meðan hann var á flótta í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 11.1.2009 12:18 Uppsagnir vegna Icesave Hrun Icesave og slæmt ástand á fasteignamarkaði varð til þess að fasteignalánveitandinn Newcastle Building Society þarf að segja upp 150 manns. Félagið rekur sögu sína til 1863 en óx hratt á síðasta ári eftir að Northern Rock féll en þá voru 200 nýir starfsmenn ráðnir. Ákveðinn starfsemi Icesave var á hendi félagsins en eftir bankahrunið er hún það ekki lengur. Við það töpuðust 100 störf hjá Newcastle Building Society. Viðskipti erlent 11.1.2009 10:32 FIH þarf að segja upp fjórðungi starfsmanna Danska dótturfyrirtæki gamla Kaupþings, FIH banki í Danmörku, mun þurfa að segja upp fjórðungi af starfsfólki sínu, eða um 100 manns. Útlán bankans eru að mestu til fyrirtækja en FIH gerir ráð fyrir verulegum samdrætti á árinu og eru ráðstafirnar til að bregðast við því. Með uppsögnunum mun bankinn spara um 2 milljarða íslenskra króna á þessu ári. Í frétt Reuters um málið kemur fram að gamli Kaupþing hafi reynt síðan í október að selja bankann en efnahagsástandið hafi ekki gert það mögulegt. Viðskipti erlent 11.1.2009 10:25 Mótmælt fyrir utan sendiráð Íslands Um 200 innistæðueigendur Kaupþings mótmæltu fyrir utan íslenska sendiráðið í Brussel í dag. Fólk er óttaslegið um hag sinn og bíður þess að deilan leysist, segir sendiherra Íslands í Brussel. Nú þegar hafa stjórnvöld í Lúxemborg og Belgíu undirritað samkomulag um sölu Kaupþings í Lúxemborg. Viðskipti erlent 10.1.2009 18:50 Hyggjast niðurgreiða lærlingsstöður Atvinnulausum nýútskrifuðum námsmönnum í Bretlandi verða boðnar lærlingsstöður þar sem launakostnaður verður niðurgreiddur af ríkinu. Þetta kemur fram í viðtali við John Denham vinnumálaráðherra í Daily Telegraph. Viðskipti erlent 10.1.2009 17:54 Ætla að skapa 2500 ný störf Iceland verslanirnar, sem eru að stærstum hluta í eigu Baugs, hafa keypt 51 verslun sem áður var í eigu Woolworths keðjunnar. Viðskipti erlent 9.1.2009 17:33 Olíuverðið aftur niður fyrir 40 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði niður fyrir 40 dollara á tunnuna á markaðinum í New York í dag. Kom þetta í kjölfar nýrra talna um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 9.1.2009 16:03 Snéri aftur úr vopnuðu bankaráni til að borga yfirdrátt sinn Bankaræningi vopnaður haglabyssu og með lambúshettu til að hylja andlit sitt rændi nær 6 milljónum króna úr banka í Serbíu. Hann kom svo aftur í bankann nokkrum mínútum síðar, án byssunnar og hettunnar, og vildi gera upp yfirdrátt sinn í bankanum. Viðskipti erlent 9.1.2009 14:06 Þýsk stjórnvöld eignast 25% í Commerzbank Þýsk stjórnvöld hafa veitt næststærsta banka landsins neyðarlán upp á 10 milljarða evra, eða 1.700 milljarða kr. og hafa í staðinn eignast 25% í bankanum. Viðskipti erlent 9.1.2009 11:10 Morten Lund viðurkennir svik við stjórnendur Nyhedsavisen Morten Lund fyrrum eigandi Nyhedsavisen viðurkennir nú að hann hafi svikið stjórnendur Nyhedsavisen um launagreiðslur. Biður hann þá Svenn Dam og Morten Nissen NIelsen afsökunnar á athæfi sínu. Viðskipti erlent 9.1.2009 10:47 Hlutur Samson í Sjælsö Gruppen er til sölu Tæplega 8% hlutur í danska fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen er nú til sölu en hluturinn er í eigu Samson sem er gjaldþrota og í skiptameðferð. Viðskipti erlent 9.1.2009 10:14 « ‹ 328 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Styrktarsjóður Oxford háskóla tapar miklu á íslensku bönkunum Uppgjör fyrir síðasta ár hjá styrktarsjóði Oxford háskólans sýnir að sjóðurinn hefur minnkað um 14% á árinu. Er það einkum vegna taps sjóðsins á hruni íslensku bankana í haust sem kostaði Oxford um 30 milljón pund eða hátt í 6 milljarða kr. Viðskipti erlent 13.1.2009 15:30
Seldi 100.000 flugmiða á einum degi Norska lágjaldflugfélagið Norwegian, fyrrum samstarfsaðili Sterling á Norðurlöndunum, seldi 100.000 flugmiða á einum degi nú eftir áramótin. Er þetta mesta flugmiðasala á einum degi í sex ára sögu félagsins. Viðskipti erlent 13.1.2009 15:19
Sveitarstjórn var vöruð við Icesave í mars Sveitarstjórnin í Lincolnshire í norðausturhluta Englands var vöruð við Icesave og Singer & Friedlander reikningum sínum í mars á síðasta ári og aftur í maí. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. Viðskipti erlent 13.1.2009 14:10
Síðasti eigandi Nyhedsavisen er gjaldþrota Morten Lund, síðasti eigandi Nyhedsavisen í Danmörku, var lýstur gjaldþrota við Sjó- og kaupréttinn í Kaupmannahöfn í dag. Viðskipti erlent 13.1.2009 12:43
Findus í þrot í Bretlandi vegna Landsbankans Enn berast fréttir af vandræðum erlendra fyrirtækja vegna íslenska bankahrunsins í haust. Nú hefur matvælafyrirtækið Findus í Newcastle í Bretlandi óskað eftir greiðslustöðvun og eru 430 störf þar á bæ í hættu. Landsbankinn var helsti lánveitandi fyrirtækisins. Viðskipti erlent 13.1.2009 11:17
Iceland bætir við sig 2.500 starfsmönnum Breska matvörukeðjan Iceland hefur keypt 51 verslun, sem áður voru reknar af Woolworths verslanakeðjunni í Bretlandi. Reiknað er með, að við kaupin bæti Iceland við sig 2.500 nýjum starfsmönnum. Viðskipti erlent 13.1.2009 09:48
Alcoa greinir frá fyrsta tapi sínu í sex ár Alcoa, stærsti álframleiðandi Bandaríkjanna, hefur greint frá fyrsta tapi sínu í sex ár. Samkvæmt uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs nam tap Alcoa 1,2 milljörðum dollara eða um 130 milljörðum kr.. Til samanburðar nam hagnaður Alcoa fyrir sama tímabil árið áður 632 milljónum dollara eða um 70 milljörðum kr.. Viðskipti erlent 13.1.2009 09:05
Sjóður í eigu Milestone í London á leið í greiðslustöðvun Fjárfestingarsjóðurinn Kcaj í London, sem er í meirihlutaeigu Milestone, gæti farið í greiðslustöðvun í þessari viku. Þetta kemur fram í Financial Times í dag. Viðskipti erlent 13.1.2009 08:53
Ekkert lát á lækkun hlutabréfa í Asíu Hlutabréf á Asíumörkuðum héldu áfram að lækka í verði í morgun og var lækkun sumra hlutabréfavísitalna sú mesta í einn mánuð. Viðskipti erlent 13.1.2009 08:08
Olíuverð lækkar áfram á heimsmarkaði Olía heldur áfram að lækka á heimsmarkaði á ný, eftir að hafa verið komin upp undir 40 dollara á tunnuna. Nú er verðið komið niður í rúma 37 dollara vestanhafs. Viðskipti erlent 13.1.2009 07:19
Hlustuðu ekki á viðvaranir um Icesave Bæjarstjórnin í Norðaustur Lincolnskíri í Bretlandi sem átti 7 milljónir breskra punda á Icesave reikningum Landsbankans hlustaði ekki á aðvaranir sem komu fram í vikulegum skýrslum sem bæjarstjórninni barst frá fjármálaráðgjöfum sínum. Frá þessu er greint á fréttavef BBC í dag. Peningarnir sem bæjarfélagið tapaði jafngilda 1,3 milljarði króna. Viðskipti erlent 12.1.2009 21:08
Alcoa féll um 6,6% eftir að Deutche Bank mælti með sölu Hlutir í álrisanum Alcoa hafa fallið um 6,6% á Wall Street í dag en markaðurinn þar hefur verið í niðursveiflu frá opnuninni. Lækkunin kom í kjölfar þess að greining Deutche Bank mælti með sölu á hlutum Alcoa en félagið á Fjarðarál á Reyðarfirði. Viðskipti erlent 12.1.2009 16:18
Stofnandi Biva ánægður með kaup Straums Fjónbúinn Henry Johansen, stofnandi Biva, er ánægður með kaup Straums á húsgagnakeðjunni. "Þetta var verulega góð lausn," segir Johansen. "Áframhaldandi rekstur er tryggður og það er aðalatriði málsins." Viðskipti erlent 12.1.2009 15:37
Lloyd´s segir að skipa- og viðlagatryggingar muni stórhækka Einn af helstu eigendum alþjóðlega tryggingarfélagsins Lloyd´s í London segir að framundan séu miklar hækkanir á skipa-. eigna- og viðlagatryggingum í heiminum. Eigandinn, tryggingarfélagið Amlin, telur að þessar tryggingar muni hækka um 20% í ár. Viðskipti erlent 12.1.2009 14:33
Rússar skrúfa frá gasinu til Evrópu á morgun Evrópubandalagið og Rússland hafa komist að samkomulagi um gasflutninga til ERvrópu og munu Rússar skrúfa frá gasinu til Evrópu klukkan sjö í fyrramálið. Þetta kemur fram á Reuters fréttaveitunni. Viðskipti erlent 12.1.2009 14:08
Fjármálakreppan fellir fegurðardrottningu Bretlands Fjármálakreppan hefur nú leitt til þess að hætta verður við fegurðarkeppina Ungfrú Bretland. Stjórnandi hennar, Robert de Keyser, hefur blásið keppnina af tímabundið þar sem kostunaraðilar fengust ekki. Viðskipti erlent 12.1.2009 09:06
Mosaic Fashion leitar að langtímafjármögnun Tískuvörukeðjan Mosaic Fashion leitar nú að langtímafjármögnun en helsti viðskiptabanki keðjunnar var Kaupþing í Bretlandi. Mosaic er að meirihluta í eigu Baugs en keðjan inniheldur m.a. Karen Millen og Principles. Viðskipti erlent 12.1.2009 08:53
Fyrirtæki á Taiwan tapaði milljörðum á íslensk bönkunum Mega Financial, þriðja stærsta fjármálafyrirtæki Taiwan tapið rúmlega 47 milljónum dollara, eða yfir 5 milljarða kr. á fjármálagerningum sem fyrirtækið átti í íslensku bönkunum. Viðskipti erlent 12.1.2009 08:46
Asíubréf lækkuðu í morgun Hlutabréf á asískum mörkuðum lækkuðu í morgun, einkum bréf iðn- og framleiðslufyrirtækja hvers kyns. Bréf alþjóðlega námufyrirtækisins Rio Tinto Group, móðurfélags Alcan í Straumsvík, lækkuðu til að mynda um 5,3 prósentustig og Keppel-fyrirtækið, sem smíðar olíuborpalla, lækkaði um rúmlega sjö prósentustig eftir að stór pöntun til þess var dregin til baka. Viðskipti erlent 12.1.2009 08:20
Bagger sagður krónískur lygari Danska lögreglan trúir ekki framburði fjársvikamannsins Stein Baggers. Hann er sagður krónískur lygari og segir aðstoðarsaksóknari allt eins líklegt að Bagger hafi grafið hluta af þýfinu í eyðimörkinni í Nevada meðan hann var á flótta í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 11.1.2009 12:18
Uppsagnir vegna Icesave Hrun Icesave og slæmt ástand á fasteignamarkaði varð til þess að fasteignalánveitandinn Newcastle Building Society þarf að segja upp 150 manns. Félagið rekur sögu sína til 1863 en óx hratt á síðasta ári eftir að Northern Rock féll en þá voru 200 nýir starfsmenn ráðnir. Ákveðinn starfsemi Icesave var á hendi félagsins en eftir bankahrunið er hún það ekki lengur. Við það töpuðust 100 störf hjá Newcastle Building Society. Viðskipti erlent 11.1.2009 10:32
FIH þarf að segja upp fjórðungi starfsmanna Danska dótturfyrirtæki gamla Kaupþings, FIH banki í Danmörku, mun þurfa að segja upp fjórðungi af starfsfólki sínu, eða um 100 manns. Útlán bankans eru að mestu til fyrirtækja en FIH gerir ráð fyrir verulegum samdrætti á árinu og eru ráðstafirnar til að bregðast við því. Með uppsögnunum mun bankinn spara um 2 milljarða íslenskra króna á þessu ári. Í frétt Reuters um málið kemur fram að gamli Kaupþing hafi reynt síðan í október að selja bankann en efnahagsástandið hafi ekki gert það mögulegt. Viðskipti erlent 11.1.2009 10:25
Mótmælt fyrir utan sendiráð Íslands Um 200 innistæðueigendur Kaupþings mótmæltu fyrir utan íslenska sendiráðið í Brussel í dag. Fólk er óttaslegið um hag sinn og bíður þess að deilan leysist, segir sendiherra Íslands í Brussel. Nú þegar hafa stjórnvöld í Lúxemborg og Belgíu undirritað samkomulag um sölu Kaupþings í Lúxemborg. Viðskipti erlent 10.1.2009 18:50
Hyggjast niðurgreiða lærlingsstöður Atvinnulausum nýútskrifuðum námsmönnum í Bretlandi verða boðnar lærlingsstöður þar sem launakostnaður verður niðurgreiddur af ríkinu. Þetta kemur fram í viðtali við John Denham vinnumálaráðherra í Daily Telegraph. Viðskipti erlent 10.1.2009 17:54
Ætla að skapa 2500 ný störf Iceland verslanirnar, sem eru að stærstum hluta í eigu Baugs, hafa keypt 51 verslun sem áður var í eigu Woolworths keðjunnar. Viðskipti erlent 9.1.2009 17:33
Olíuverðið aftur niður fyrir 40 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði niður fyrir 40 dollara á tunnuna á markaðinum í New York í dag. Kom þetta í kjölfar nýrra talna um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 9.1.2009 16:03
Snéri aftur úr vopnuðu bankaráni til að borga yfirdrátt sinn Bankaræningi vopnaður haglabyssu og með lambúshettu til að hylja andlit sitt rændi nær 6 milljónum króna úr banka í Serbíu. Hann kom svo aftur í bankann nokkrum mínútum síðar, án byssunnar og hettunnar, og vildi gera upp yfirdrátt sinn í bankanum. Viðskipti erlent 9.1.2009 14:06
Þýsk stjórnvöld eignast 25% í Commerzbank Þýsk stjórnvöld hafa veitt næststærsta banka landsins neyðarlán upp á 10 milljarða evra, eða 1.700 milljarða kr. og hafa í staðinn eignast 25% í bankanum. Viðskipti erlent 9.1.2009 11:10
Morten Lund viðurkennir svik við stjórnendur Nyhedsavisen Morten Lund fyrrum eigandi Nyhedsavisen viðurkennir nú að hann hafi svikið stjórnendur Nyhedsavisen um launagreiðslur. Biður hann þá Svenn Dam og Morten Nissen NIelsen afsökunnar á athæfi sínu. Viðskipti erlent 9.1.2009 10:47
Hlutur Samson í Sjælsö Gruppen er til sölu Tæplega 8% hlutur í danska fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen er nú til sölu en hluturinn er í eigu Samson sem er gjaldþrota og í skiptameðferð. Viðskipti erlent 9.1.2009 10:14