Viðskipti erlent

Carnegie hættir við málsókn gegn FME í Svíþjóð

Ný stjórn móðurfélags Carnegie bankans í Svíþjóð hefur ákveðið að hætta við málsókn sína gegn fjármálaeftirliti landsins. Í staðinn er ætlunin að reyna að semja við Lánastofnun ríkisins (Riksgälden) um endurheimt Carnegie Investment Bank og tryggingarfélagsins Max Matthiessen.

Viðskipti erlent

Seldi 100.000 flugmiða á einum degi

Norska lágjaldflugfélagið Norwegian, fyrrum samstarfsaðili Sterling á Norðurlöndunum, seldi 100.000 flugmiða á einum degi nú eftir áramótin. Er þetta mesta flugmiðasala á einum degi í sex ára sögu félagsins.

Viðskipti erlent

Findus í þrot í Bretlandi vegna Landsbankans

Enn berast fréttir af vandræðum erlendra fyrirtækja vegna íslenska bankahrunsins í haust. Nú hefur matvælafyrirtækið Findus í Newcastle í Bretlandi óskað eftir greiðslustöðvun og eru 430 störf þar á bæ í hættu. Landsbankinn var helsti lánveitandi fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Alcoa greinir frá fyrsta tapi sínu í sex ár

Alcoa, stærsti álframleiðandi Bandaríkjanna, hefur greint frá fyrsta tapi sínu í sex ár. Samkvæmt uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs nam tap Alcoa 1,2 milljörðum dollara eða um 130 milljörðum kr.. Til samanburðar nam hagnaður Alcoa fyrir sama tímabil árið áður 632 milljónum dollara eða um 70 milljörðum kr..

Viðskipti erlent

Hlustuðu ekki á viðvaranir um Icesave

Bæjarstjórnin í Norðaustur Lincolnskíri í Bretlandi sem átti 7 milljónir breskra punda á Icesave reikningum Landsbankans hlustaði ekki á aðvaranir sem komu fram í vikulegum skýrslum sem bæjarstjórninni barst frá fjármálaráðgjöfum sínum. Frá þessu er greint á fréttavef BBC í dag. Peningarnir sem bæjarfélagið tapaði jafngilda 1,3 milljarði króna.

Viðskipti erlent

Asíubréf lækkuðu í morgun

Hlutabréf á asískum mörkuðum lækkuðu í morgun, einkum bréf iðn- og framleiðslufyrirtækja hvers kyns. Bréf alþjóðlega námufyrirtækisins Rio Tinto Group, móðurfélags Alcan í Straumsvík, lækkuðu til að mynda um 5,3 prósentustig og Keppel-fyrirtækið, sem smíðar olíuborpalla, lækkaði um rúmlega sjö prósentustig eftir að stór pöntun til þess var dregin til baka.

Viðskipti erlent

Bagger sagður krónískur lygari

Danska lögreglan trúir ekki framburði fjársvikamannsins Stein Baggers. Hann er sagður krónískur lygari og segir aðstoðarsaksóknari allt eins líklegt að Bagger hafi grafið hluta af þýfinu í eyðimörkinni í Nevada meðan hann var á flótta í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent