Viðskipti erlent

Lækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á asískum mörkuðum lækkuðu í verði í morgun og lækkuðu bréf banka og hátæknifyrirtækja mest. Lækkunin kemur í kjölfar neikvæðra afkomuspáa margra stórfyrirtækja, til dæmis Toshiba og tölvuleikjaframleiðandans Nintendo en bréf þessara fyrirtækja lækkuðu um meira en 12 prósent.

Viðskipti erlent

Hneykslaður á ábyrgðarleysi bankamanna

Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í kvöld að bónusar sem bankamenn á Wall Street borguðu sér síðasta ári væru svívirðilegir. Hann sagði að það væru skýr skilaboð frá stjórn sinni til þessara manna að þeir sýndu aðhald.

Viðskipti erlent

Hækkun á Asíumörkuðum

Hækkun varð á hlutabréfum á asískum mörkuðum í morgun þegar vonir fjárfesta, um aðgerðir bandarískra stjórnvalda til bjargar þarlendum bönkum, styrktust. Nikkei-vísitalan í Tókýó hækkaði um tæpt prósent en þar á bæ munaði mestu um hækkun bréfa Mitsubishi UFJ-bankans, stærsta viðskiptabanka landsins, en þau hækkuðu um 4,6 prósent.

Viðskipti erlent

Bandarísk hlutabréf hækkuðu í dag

Það var líf og fjör á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Vísitalan rauk upp vegna væntinga manna til áætlunar stjórnvalda sem eiga að losa bankana við lélegar fjárfestingar. Við lokun markaða kom í ljós að Nasdaq vísitalan hækkað um 3,5% og Dow Jones um 2,5%. Þetta er í samræmi við þær hækkanirnar sem hófust í síðustu viku.

Viðskipti erlent

Super Bowl finnur fyrir fjármálakreppunni

Þegar Pittsburg Steelers og Arizona Cardianls skella saman á sunnudagsnótt í hinu bandaríska Super Bowl verður það í skugga fjármálakrerppunnar. Veisluhöldum í kringum Super Bowl hefur verið aflýst og í fyrsta sinn í sögunni hefur miðaverð á leikinn lækkað milli ára.

Viðskipti erlent

Hagnast á skortsölu

Bandaríski vogunarsjóðurinn Paulson & Co, hefur hagnast um 295 milljónir punda, jafnvirði 50 milljarða króna, með skortsölu á hlutabréfum í Royal Bank of Scotland frá í september í fyrra.

Viðskipti erlent

Ódýrara vodka nær einu gleðifréttirnar fyrir Rússa

Nær einu gleðifréttirnar fyrir Rússa í fjármálakreppunni sem þar geysar eins og annarsstaðar er að verð á vodka hefur verið lækkað töluvert í landinu. Áfengisyfirvöld hafa ákveðið að lækka skatt sinn á vodka um helming, eða úr 38 rúblum á líterinn og niður í 20 rúblur.

Viðskipti erlent

Vetrarhörkur vestanhafs hækka olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað hratt undanfarna daga eftir að að fór niður í 34 dollara á tunnuna í síðustu viku. Í morgun var verðið á markaðinum í New York komið í 46 dollara og er skýringin sú að miklar vetrarhörkur eru nú í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Hækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun með aukinni bjartsýni fjárfesta á að lánsfé verði aðgengilegra í heiminum í kjölfar aðgerða ýmissa ríkisstjórna til að glæða efnahagslífið.

Viðskipti erlent