Viðskipti erlent

Saab fer fram á greiðslustöðvun

Bílaframleiðandinn Saab í Svíþjóð hyggst fara fram á greiðslustöðvun og reyna að koma á rekstrarlegum umbótum. Búist er við að beiðni um greiðslustöðvunina verði lögð fyrir dómstól á morgun. Ákvörðun stjórnenda Saab er tekin í kjölfar þeirra skilaboða frá eigandanum General Motors, að ekki komi til greina að leggja meira fé í Saab en þegar hefur verið gert.

Viðskipti erlent

Starfsmenn Saab uggandi

Starfsmenn Saab bílaverksmiðjunnar í Svíþjóð eru uggandi um framtíð sína. Móðurfélagið General Motors bað í gær bandaríska ríkið um neyðarlán og segir Saab fara á hausinn innan örfárra vikna takist ekki að selja fyrirtækið.

Viðskipti erlent

Riksbanken hagnaðist á gjaldmiðlasamningi við SÍ

Freyr Hermannsson sérfræðingur hjá alþjóða- og markaðsdeild Seðlabanka Íslands segir að frétt sem birt var á vísir.is í gær um milljarðatap norrænna seðlabanka af gjaldmiðlaskiptasamningum þeirra við Seðlabanka Íslands (SÍ) sé röng. Hið rétta sé að seðlabanki Svíþjóðar, Riksbanken, hafi hagnast á samningi sínum.

Viðskipti erlent

Hlutabréf lækka í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun, þriðja daginn í röð, en aukinnar svartsýni gætir meðal fjárfesta í kjölfar stöðugra frétta af tapi stórfyrirtækja og ískyggilegra spádóma frá ríkisstjórnum og seðlabönkum.

Viðskipti erlent

Olíuverð á heimsmarkaði lækkar

Olíuverð fer lækkandi á heimsmarkaði og fór niður fyrir 35 dollara á tunnu vestanhafs í gær. Norðursjávarolía var þá í 41 dollara eftir að hafa lækkað um tvo og hálfan dollara frá því fyrir helgi.

Viðskipti erlent

Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna

Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna í fjármálakreppunni. Við upphaf síðasta árs voru auðæfi hans metin á 23 milljarða dollara en hafa í dag skroppið saman í tæplega 14 milljarða dollara eða tæplega 1.600 milljarða kr..

Viðskipti erlent

Hluthafar Rio Tinto í uppreisn vegna Kínasamnings

Stór hópur hluthafa í Rio Tinto segjast ætla að greiða atkvæði gegn samningi félagsins við kínverska ríkisálfélagið Chinalco. Segja þeir að Kínverjarnir fái of mikið fyrir of lítið með samningnum en´með honum koma tæplega 20 milljarðar dollara í nýju hlutfé inn í Rio Tinto.

Viðskipti erlent

Bréf lækka í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði í morgun og hafa helstu hlutabréfavísitölur álfunnar ekki tekið lægri stöðu í þrjár vikur. Til dæmis féll stærsta líftryggingafyrirtæki Japans um 10 prósent og stórfyrirtæki sem framleiðir minniskubba í tölvur lækkaði í verði um tæp níu prósent. Lækkunin er að miklu leyti rakin til svartrar skýrslu japanskra stjórnvalda um samdrátt í efnahagslífi þjóðarinnar sem hefur ekki verið meiri í á fjórða áratug.

Viðskipti erlent

Eitraður kokteill ógnar Royal Unibrew

Árið í ár verður mjög erfitt fyrir næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, Royal Unibrew. Unibrew glímur nú við skuldir upp á 2 milljarða danskra kr. eða tæplega 40 milljarða kr. Stoðir eru með stærstu eigendum Unibrew með 25% hlut.

Viðskipti erlent

Mesti samdráttur síðan 1974 í Japan

Asísk hlutabréf féllu í verði í morgun, einkum bréf fjármálafyrirtækja, eftir að ljóst varð að samdrátturinn, sem nú fer um japanskt efnahagslíf, er sá mesti síðan árið 1974 auk þess sem hópur sérfræðinga gaf það út að ekki væri útlit fyrir að neitt rofaði til að minnsta kosti út árið 2009.

Viðskipti erlent

Toyota dregur úr starfsemi í Bandaríkjunum

Japanski bílaframleiðandinn Toyota neyðist til að draga úr starfsemi sinni í Bandaríkjunum. Nýverið var tilkynnt að laun starfsmanna í Bandaríkjunum yrðu lækkuð, vinnutími styttur, yfirvinna bönnuð og að engin framleiðsla verði í nokkra daga í apríl.

Viðskipti erlent