Viðskipti erlent

Bandaríkjadalur féll í dag

Gengi bandarísks dals féll í dag og hefur ekki verið lægra gagnvart evru, pundi og öðrum gjaldmiðlum síðan síðastliðið haust. Ástæðan er sú að víða bárust vísbendingar í dag um að hagkerfið væri að taka við sér, eftir því sem fram kemur á vef Associated Press.

Viðskipti erlent

Barclays og HSBC högnuðust um 3 milljarða punda

Bresku bankarnir Barclays og HSBC skiluðu milljarða punda, tæplega 640 milljarða króna, hagnaði á fyrri helmingi ársins, samkvæmt árshlutauppgjöri sem birt var í dag. Hvorugur þessara banka þurfti opinbera aðstoð þegar að lausafjárkreppan skall hvað harðast á bankakerfinu.

Viðskipti erlent

Vilja setja Kaupmannahöfn undir stjórn skilanefndar

Meirihluti er nú fyrir því á danska þinginu að setja höfuðborg landsins, Kaupmannahöfn, undir sérstaka stjórn skilanefndar. Yrði nefndin annað hvort á vegum innanríkisráðuneytisins eða samtaka sveitarfélaga í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni e24.no.

Viðskipti erlent

Lánatregða evrópskra banka kemur yfirvöldum í vandræði

Evrópskir bankar hafa haldið áfram að herða útlánaskilyrði og eru því enn tregir til að lána viðskiptavinum sínum sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í tilraunum sínum til að snúa við þróun efnahagsmála, en þau hafa útvegað bönkunum mikið af ódýru lausafé til að lána viðskiptavinum sínum.

Viðskipti erlent

Millibankavextir undir 0,5% í fyrsta sinn

Vextir sem bankar greiða þegar þeir lána hver öðrum fjármagn, betur þekktir sem LIBOR-vextir (London Interbank Offering Rate), fóru niður fyrir 0,5% í gær ef miðað er við þriggja mánaða LIBOR vexti í Bandaríkjadölum, en þetta ku vera í fyrsta skipti sem það gerist.

Viðskipti erlent

Uppgjör Deutche Bank yfir væntingum

Þýski stórbankinn Deutsche Bank skilaði mjög góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi, töluvert yfir væntingum sérfræðinga. Hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,1 milljarði evra eða rúmlega 180 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Fasteignaverð á Spáni í frjálsu falli

Fasteignaverð á Spáni er í frjálsu falli þessa stundina og sérfræðingar reikna með að fasteignamarkaðurinn þar sé í hættu á að hrynja saman með allt að 30% lækkun frá því að verðið náði toppnum árið 2007.

Viðskipti erlent