Viðskipti erlent Helmingur áhugasamra á kaupum Ratiopharm dettur út Samkvæmt frétt á Reuters er talið að allt að helmingur þeirra 10 aðila sem áhuga höfðu á að bjóða í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm muni detta úr hópnum fyrir 3. desember n.k. Reuters hefur áður sagt að Actavis sé meðal líklegra kaupenda. Viðskipti erlent 26.11.2009 13:53 Skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu hefur hækkað undanfarið Almennt hefur skuldatryggingaálag ríkja Evrópu verið að hækka í október og nóvember og endurspeglar það aukna áhættufælni almennt. Skuldatryggingaálag Íslands hefur fylgt þessari þróun. Var álagið til fimm ára 338 punktar í upphafi þessa tímabils en stendur nú í 388 punktum. Viðskipti erlent 26.11.2009 11:58 Ósvífinn klámormur herjar á Facebook notendur Fjöldi af Facebook notendum hafa orðið fyrir barðinu á því sem Jyllands Posten kallar ósvífinn klámorm. Ormurinn virkjast á Facebook síðum með því að notendur þeirra smella á mynd af vægast sagt léttklæddum kvennmanni sem þeim berst í pósti á vefsíðunni. Viðskipti erlent 26.11.2009 11:09 E24.se: Persson í vafasömum félagsskap Björgólfs Thors Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar verður stjórnarformaður félagsins Scandinavian Biogas og segir vefsíðan E24.se að þar sé Persson kominn í vafasamann félagskap fjármálamanna sem hafi slæmt orð á sér. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Björgólfur Thor Björgólfsson en félag hans, Novator, er stærsti eigandi Scandinavian Biogas með 24% hlut. Viðskipti erlent 26.11.2009 10:19 Skuldatryggingarálag Dubai hærra en Íslands, gjaldþrot yfirvofandi Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara. Viðskipti erlent 26.11.2009 08:59 Budget Travel lokar á Írlandi Primera Travel Group tók ákvörðun í dag um að loka Budget Travel á Írlandi, sem fyrirtækið festi kaup á árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Andra M. Ingólfssyni, forstjóra Primera Travel group á Norðurlöndunum. Viðskipti erlent 25.11.2009 20:59 FIH bankinn verður líklega stór hluthafi í Sjælsö Gruppen FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen. Viðskipti erlent 25.11.2009 14:07 Gengishagnaður léttir undir rekstur French Connection Breska verslunarkeðjan Franch Connection hagnaðist töluvert á gengismun punds og dollars keðjunni í hag á þriggja mánaða tímabili fram til loka október. Velta keðjunnar jókst um 8% á tímabilinu miðað við næstu þrjá mánuði þar á undan. Viðskipti erlent 25.11.2009 09:52 Statoil vill bora eftir olíu við Grænland Norska olíufélagið Statoil hefur áhuga á að bora eftir olíu við Grænland. Ætlar félagið að taka þátt í útboðum á olíuvinnslu við landið en reiknað er með að slík útboð fari í gang innan þriggja ára. Viðskipti erlent 25.11.2009 08:50 Nasdaq boðar afskráningu deCODE Nasdaq kauphöllin í New York hefur tilkynnt deCODE um að hlutabréf félagsins verði afskráð af markaði Nasdaq. Mun það verða gert þann 30. nóvember n.k. Viðskipti erlent 25.11.2009 08:11 Breskt fjármálafólk íhugar flótta undan sköttum til Sviss Breskt fjármálafólk með miklar tekjur íhugar nú í töluverðum mæli að flýja til Sviss undan háum tekjusköttum breska Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er hækkaði stjórn Gordon Brown nýlega tekjurskattinn úr 40% og í 50% á allar tekjur sem eru yfir 150.000 pundum á ári. Viðskipti erlent 24.11.2009 14:20 Áhyggjur af því að álbóla sé að myndast á málmmörkuðum Álverðið á markaðinum í London var komið í 2.057 dollara á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga í morgun. Sérfræðingar hafa nú töluverðar áhyggjur af því að álbóla sé að myndast á málmmörkuðum heimsins. Birgðastöðvar með ál liggja nú inni með nægilegt magn af málminum til þess að smíða 69.000 nýjar Boeing 747 júmbó þotur. Viðskipti erlent 24.11.2009 09:48 Lloyds bankinn fer í stærsta hlutafjárútboð Bretlands Lloyds Banking Group í Bretlandi tilkynnti um stærsta hlutafjárútboð sögunnar en með því eru langþreyttir eigendur bankans beðnir um að setja 13,5 milljarða punda, eða 2.750 milljarða kr., af nýju fé í bankann. Viðskipti erlent 24.11.2009 08:51 Fjórði hver íbúðaeigandi tæknilega gjaldþrota í Bandaríkjunum Nær fjórði hver íbúðaeigandi í Bandaríkjunum er tæknilega gjaldþrota, það er hann skuldar meira í fasteign sinni en nemur verðmæti hennar. Viðskipti erlent 24.11.2009 08:37 Hagvöxtur á þriðja fjórðungi í OECD ríkjum Hagvöxtur í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) jókst um 0,8 prósent milli ársfjórðunga á þriðja fjórðungi þessa árs, eftir að leiðrétt hefur verið fyrir árstíðabundnum sveiflum. Viðskipti erlent 24.11.2009 04:45 Rússneskur auðmaður keypti Mercedes bíl Hitlers Rússneskur auðmaður hefur fest kaup á Mercedes bíl Adolf Hitlers en bíll er af gerðinni Mercedes 770 K og var oft notaður af Hitler við opinberar athafnir á sínum tíma. Viðskipti erlent 23.11.2009 14:45 McDonalds skiptir um lit, frá rauðu yfir í grænt McDonalds hamborgarakeðjan í Þýskalandi mun framvegis aðskilja sig frá öðrum slíkum í heiminum með því að breyta grunnlitinu í vörumerki keðjunnar úr rauðu og yfir í gænt. Viðskipti erlent 23.11.2009 14:09 Skuldir settar í sölu á netinu Fjármálakreppan hefur haft það í för með sér að svo mikið er að hjá innheimtufyrirtækjum að nú er farið að setja skuldir einstaklinga til sölu á netinu. Eina áhættan sem fólgin er í þessu fyrirkomu lagi er að skuldararnir sjálfir geta keypt skuldir sínar á útsöluverði. Viðskipti erlent 23.11.2009 11:46 Samið um skuldir West Ham, Straumur leggur til milljarð CB Holding hefur endursamið um skuldir við lánadrottna enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham og er fjárhagur félagsins nú kominn á traustari grundvöll en hann var. Straumur, meirihlutaeigandi CB Holding, lagði fram 5 milljónir punda, eða rúmlega milljarð kr. Í nýju fé til West Ham. Viðskipti erlent 22.11.2009 12:05 Konur í stjórnum fá helmingi minna greitt en karlmenn Konur sem sitja í stjórnum 350 stærstu fyrirtækjanna í Kauphöllinni í London fá greitt einungis helminginn af því sem karlar fá, samkvæmt nýrri rannsókn. Viðskipti erlent 22.11.2009 11:31 Apple framsæknasta fyrirtæki í Bretlandi Apple hefur tekið frammúr Google sem áhrifamesta og framsæknasta fyrirtæki í Bretlandi, samkvæmt skoðanakönnun sem var gerð á meðal 1000 álitsgjafa. Viðskipti erlent 22.11.2009 07:00 Royal Unibrew í slagsmálum við Heineken Þannig hljómar fyrirsögn í viðskiptablaðinu Börsen þar sem fjallað er um ágreingin sem kominn er upp milli Royal Unibrew næststærstu burggverksmiðju Danmerkur og hollenska ölrisans Heineken. Royal Unibrew og Heineken eru samstarfsaðilar og framleiðir Royal Unibrew m.a. Heineken-öl í Danmörku samkvæmt leyfi frá Heineken. Viðskipti erlent 20.11.2009 09:12 Franskur stórbanki varar við öðru efnahagshruni Franski stórbankinn Société Générale varar nú viðskiptavini sína við öðru efnahagshruni á næstu tveimur árum. Bankinn hefur þegar breytt fjárfestingastefnu sinni til að verja fjármuni viðskiptavina sinna. Viðskipti erlent 19.11.2009 14:04 Leynibónusar til Ikea-toppa og hagnaðurinn til skattaparadísa Ikea sendir árlega hundruð milljarða kr. af hagnaði sínum inn á reikninga og í félög í skattaparadísum eins og Bresku Jómfrúreyjunum. Samtímis fá forstjórar Ikea leynilega bónusa svo þeir haldi kjafti um þessa fjármagnsflutninga. Viðskipti erlent 19.11.2009 11:13 Gullúr selt fyrir rúmlega 600 milljónir á uppboði Óþekktur auðmaður greiddi nýlega metverð fyrir gullúr á uppboði. Það var slegið á rúmlega 5 milljónir svissneskra franka eða rúmlega 600 milljónir kr. Viðskipti erlent 19.11.2009 09:53 Fréttin um West Ham er bull, ekkert tilboð borist Frétt breska blaðsins The Sun í morgun um tilboð David Sullivan í enska úrvalsdeildarliðið West Ham er bull og enn hefur ekkert formlegt tilboð borist í félagið að sögn Georg Andersen forstöðumanns samskiptasviðs Straums. Viðskipti erlent 18.11.2009 13:01 Danska ríkisútvarpið segir upp 40 stjórnendum Danska ríkisútvarpið (DR) hefur ákveðið að segja upp 40 manns sem gegna stjórnunarstöðum innan stofnunarinnar. Er þetta liður í hagræðingu og endurskipulagningu DR sem staðið hefur um nokkurt skeið. Viðskipti erlent 18.11.2009 11:06 David Sullivan vill fá helming West Ham gefins David Sullivan hefur krafist þess að fá helming enska úrvalsdeildarliðsins West Ham gefins hjá Straumi. Á móti muni hann bjarga félaginu. Viðskipti erlent 18.11.2009 09:49 Karlar ráða lögum og lofum í atvinnulífinu á Norðurlöndum Aukin áhersla á jafnrétti og þrýstingur frá kvennahreyfingunni hafa ráðið úrslitum um að konum hefur fjölgað í stjórnmálum á Norðurlöndum undanfarin 15 ár. Í atvinnulífinu ráða karlar þó lögum og lofum enn sem fyrr. Þetta kemur fram í viðamiklu norrænu rannsóknaverkefni um kyn og völd í stjórnmálum og atvinnulífi. Viðskipti erlent 18.11.2009 09:25 Glitnir í Noregi fjármagnaði kaup á hlutum í klámfyrirtæki Glitnir Securities, verðbréfamiðlun Glitnis í Noregi, fjármagnaði kaup viðskiptavina sinna á hlutabréfum í klámfyrirtækinu Private Media House. Mikið tap er af þessum kaupum og situr verðbréfamiðlunin RS Platou Markets uppi með það tap en Platou festi kaup á Glitnir Securities eftir bankahrunið í fyrra. Viðskipti erlent 18.11.2009 09:03 « ‹ 282 283 284 285 286 287 288 289 290 … 334 ›
Helmingur áhugasamra á kaupum Ratiopharm dettur út Samkvæmt frétt á Reuters er talið að allt að helmingur þeirra 10 aðila sem áhuga höfðu á að bjóða í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm muni detta úr hópnum fyrir 3. desember n.k. Reuters hefur áður sagt að Actavis sé meðal líklegra kaupenda. Viðskipti erlent 26.11.2009 13:53
Skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu hefur hækkað undanfarið Almennt hefur skuldatryggingaálag ríkja Evrópu verið að hækka í október og nóvember og endurspeglar það aukna áhættufælni almennt. Skuldatryggingaálag Íslands hefur fylgt þessari þróun. Var álagið til fimm ára 338 punktar í upphafi þessa tímabils en stendur nú í 388 punktum. Viðskipti erlent 26.11.2009 11:58
Ósvífinn klámormur herjar á Facebook notendur Fjöldi af Facebook notendum hafa orðið fyrir barðinu á því sem Jyllands Posten kallar ósvífinn klámorm. Ormurinn virkjast á Facebook síðum með því að notendur þeirra smella á mynd af vægast sagt léttklæddum kvennmanni sem þeim berst í pósti á vefsíðunni. Viðskipti erlent 26.11.2009 11:09
E24.se: Persson í vafasömum félagsskap Björgólfs Thors Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar verður stjórnarformaður félagsins Scandinavian Biogas og segir vefsíðan E24.se að þar sé Persson kominn í vafasamann félagskap fjármálamanna sem hafi slæmt orð á sér. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Björgólfur Thor Björgólfsson en félag hans, Novator, er stærsti eigandi Scandinavian Biogas með 24% hlut. Viðskipti erlent 26.11.2009 10:19
Skuldatryggingarálag Dubai hærra en Íslands, gjaldþrot yfirvofandi Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara. Viðskipti erlent 26.11.2009 08:59
Budget Travel lokar á Írlandi Primera Travel Group tók ákvörðun í dag um að loka Budget Travel á Írlandi, sem fyrirtækið festi kaup á árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Andra M. Ingólfssyni, forstjóra Primera Travel group á Norðurlöndunum. Viðskipti erlent 25.11.2009 20:59
FIH bankinn verður líklega stór hluthafi í Sjælsö Gruppen FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen. Viðskipti erlent 25.11.2009 14:07
Gengishagnaður léttir undir rekstur French Connection Breska verslunarkeðjan Franch Connection hagnaðist töluvert á gengismun punds og dollars keðjunni í hag á þriggja mánaða tímabili fram til loka október. Velta keðjunnar jókst um 8% á tímabilinu miðað við næstu þrjá mánuði þar á undan. Viðskipti erlent 25.11.2009 09:52
Statoil vill bora eftir olíu við Grænland Norska olíufélagið Statoil hefur áhuga á að bora eftir olíu við Grænland. Ætlar félagið að taka þátt í útboðum á olíuvinnslu við landið en reiknað er með að slík útboð fari í gang innan þriggja ára. Viðskipti erlent 25.11.2009 08:50
Nasdaq boðar afskráningu deCODE Nasdaq kauphöllin í New York hefur tilkynnt deCODE um að hlutabréf félagsins verði afskráð af markaði Nasdaq. Mun það verða gert þann 30. nóvember n.k. Viðskipti erlent 25.11.2009 08:11
Breskt fjármálafólk íhugar flótta undan sköttum til Sviss Breskt fjármálafólk með miklar tekjur íhugar nú í töluverðum mæli að flýja til Sviss undan háum tekjusköttum breska Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er hækkaði stjórn Gordon Brown nýlega tekjurskattinn úr 40% og í 50% á allar tekjur sem eru yfir 150.000 pundum á ári. Viðskipti erlent 24.11.2009 14:20
Áhyggjur af því að álbóla sé að myndast á málmmörkuðum Álverðið á markaðinum í London var komið í 2.057 dollara á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga í morgun. Sérfræðingar hafa nú töluverðar áhyggjur af því að álbóla sé að myndast á málmmörkuðum heimsins. Birgðastöðvar með ál liggja nú inni með nægilegt magn af málminum til þess að smíða 69.000 nýjar Boeing 747 júmbó þotur. Viðskipti erlent 24.11.2009 09:48
Lloyds bankinn fer í stærsta hlutafjárútboð Bretlands Lloyds Banking Group í Bretlandi tilkynnti um stærsta hlutafjárútboð sögunnar en með því eru langþreyttir eigendur bankans beðnir um að setja 13,5 milljarða punda, eða 2.750 milljarða kr., af nýju fé í bankann. Viðskipti erlent 24.11.2009 08:51
Fjórði hver íbúðaeigandi tæknilega gjaldþrota í Bandaríkjunum Nær fjórði hver íbúðaeigandi í Bandaríkjunum er tæknilega gjaldþrota, það er hann skuldar meira í fasteign sinni en nemur verðmæti hennar. Viðskipti erlent 24.11.2009 08:37
Hagvöxtur á þriðja fjórðungi í OECD ríkjum Hagvöxtur í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) jókst um 0,8 prósent milli ársfjórðunga á þriðja fjórðungi þessa árs, eftir að leiðrétt hefur verið fyrir árstíðabundnum sveiflum. Viðskipti erlent 24.11.2009 04:45
Rússneskur auðmaður keypti Mercedes bíl Hitlers Rússneskur auðmaður hefur fest kaup á Mercedes bíl Adolf Hitlers en bíll er af gerðinni Mercedes 770 K og var oft notaður af Hitler við opinberar athafnir á sínum tíma. Viðskipti erlent 23.11.2009 14:45
McDonalds skiptir um lit, frá rauðu yfir í grænt McDonalds hamborgarakeðjan í Þýskalandi mun framvegis aðskilja sig frá öðrum slíkum í heiminum með því að breyta grunnlitinu í vörumerki keðjunnar úr rauðu og yfir í gænt. Viðskipti erlent 23.11.2009 14:09
Skuldir settar í sölu á netinu Fjármálakreppan hefur haft það í för með sér að svo mikið er að hjá innheimtufyrirtækjum að nú er farið að setja skuldir einstaklinga til sölu á netinu. Eina áhættan sem fólgin er í þessu fyrirkomu lagi er að skuldararnir sjálfir geta keypt skuldir sínar á útsöluverði. Viðskipti erlent 23.11.2009 11:46
Samið um skuldir West Ham, Straumur leggur til milljarð CB Holding hefur endursamið um skuldir við lánadrottna enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham og er fjárhagur félagsins nú kominn á traustari grundvöll en hann var. Straumur, meirihlutaeigandi CB Holding, lagði fram 5 milljónir punda, eða rúmlega milljarð kr. Í nýju fé til West Ham. Viðskipti erlent 22.11.2009 12:05
Konur í stjórnum fá helmingi minna greitt en karlmenn Konur sem sitja í stjórnum 350 stærstu fyrirtækjanna í Kauphöllinni í London fá greitt einungis helminginn af því sem karlar fá, samkvæmt nýrri rannsókn. Viðskipti erlent 22.11.2009 11:31
Apple framsæknasta fyrirtæki í Bretlandi Apple hefur tekið frammúr Google sem áhrifamesta og framsæknasta fyrirtæki í Bretlandi, samkvæmt skoðanakönnun sem var gerð á meðal 1000 álitsgjafa. Viðskipti erlent 22.11.2009 07:00
Royal Unibrew í slagsmálum við Heineken Þannig hljómar fyrirsögn í viðskiptablaðinu Börsen þar sem fjallað er um ágreingin sem kominn er upp milli Royal Unibrew næststærstu burggverksmiðju Danmerkur og hollenska ölrisans Heineken. Royal Unibrew og Heineken eru samstarfsaðilar og framleiðir Royal Unibrew m.a. Heineken-öl í Danmörku samkvæmt leyfi frá Heineken. Viðskipti erlent 20.11.2009 09:12
Franskur stórbanki varar við öðru efnahagshruni Franski stórbankinn Société Générale varar nú viðskiptavini sína við öðru efnahagshruni á næstu tveimur árum. Bankinn hefur þegar breytt fjárfestingastefnu sinni til að verja fjármuni viðskiptavina sinna. Viðskipti erlent 19.11.2009 14:04
Leynibónusar til Ikea-toppa og hagnaðurinn til skattaparadísa Ikea sendir árlega hundruð milljarða kr. af hagnaði sínum inn á reikninga og í félög í skattaparadísum eins og Bresku Jómfrúreyjunum. Samtímis fá forstjórar Ikea leynilega bónusa svo þeir haldi kjafti um þessa fjármagnsflutninga. Viðskipti erlent 19.11.2009 11:13
Gullúr selt fyrir rúmlega 600 milljónir á uppboði Óþekktur auðmaður greiddi nýlega metverð fyrir gullúr á uppboði. Það var slegið á rúmlega 5 milljónir svissneskra franka eða rúmlega 600 milljónir kr. Viðskipti erlent 19.11.2009 09:53
Fréttin um West Ham er bull, ekkert tilboð borist Frétt breska blaðsins The Sun í morgun um tilboð David Sullivan í enska úrvalsdeildarliðið West Ham er bull og enn hefur ekkert formlegt tilboð borist í félagið að sögn Georg Andersen forstöðumanns samskiptasviðs Straums. Viðskipti erlent 18.11.2009 13:01
Danska ríkisútvarpið segir upp 40 stjórnendum Danska ríkisútvarpið (DR) hefur ákveðið að segja upp 40 manns sem gegna stjórnunarstöðum innan stofnunarinnar. Er þetta liður í hagræðingu og endurskipulagningu DR sem staðið hefur um nokkurt skeið. Viðskipti erlent 18.11.2009 11:06
David Sullivan vill fá helming West Ham gefins David Sullivan hefur krafist þess að fá helming enska úrvalsdeildarliðsins West Ham gefins hjá Straumi. Á móti muni hann bjarga félaginu. Viðskipti erlent 18.11.2009 09:49
Karlar ráða lögum og lofum í atvinnulífinu á Norðurlöndum Aukin áhersla á jafnrétti og þrýstingur frá kvennahreyfingunni hafa ráðið úrslitum um að konum hefur fjölgað í stjórnmálum á Norðurlöndum undanfarin 15 ár. Í atvinnulífinu ráða karlar þó lögum og lofum enn sem fyrr. Þetta kemur fram í viðamiklu norrænu rannsóknaverkefni um kyn og völd í stjórnmálum og atvinnulífi. Viðskipti erlent 18.11.2009 09:25
Glitnir í Noregi fjármagnaði kaup á hlutum í klámfyrirtæki Glitnir Securities, verðbréfamiðlun Glitnis í Noregi, fjármagnaði kaup viðskiptavina sinna á hlutabréfum í klámfyrirtækinu Private Media House. Mikið tap er af þessum kaupum og situr verðbréfamiðlunin RS Platou Markets uppi með það tap en Platou festi kaup á Glitnir Securities eftir bankahrunið í fyrra. Viðskipti erlent 18.11.2009 09:03