Viðskipti erlent Demantaframleiðandi í fjárhagsvanda Stjórn De Beers, stærsta framleiðanda demanta í heiminum, hefur ákveðið að fara í hlutafjáraukningu upp á einn milljarð dollara, eða 122 milljarða íslenskra króna. Hluthafar hafa þegar samþykkt þetta. Viðskipti erlent 2.12.2009 00:00 Nasdaq OMX Nordic velti 388 milljörðum á dag í nóvember Meðalvirði viðskipta á dag í nóvember með hlutabréf Í Nasdaq OMX Nordic kauphöllunum var 388.2 milljarðar króna, miðað við 390.0 milljarða króna að jafnaði síðustu 12 mánuði. Viðskipti erlent 1.12.2009 14:45 Sjóræningjar setja upp kauphöll til að fjármagna aðgerðir Sómalskir sjóræningjar hafa komið á fót „kauphöll" í aðalbækistöðvum sínum, bænum Haradheere, þannig að áhugasamir fjárfestar eigi þess kost að fjármagna aðgerðir þeirra. Í ítarlegri umfjöllun Reuters um málið segir að þetta sé eins og þegar kauphallarmarkaður og skipulögð glæpastarfsemi fari saman í eina sæng. Viðskipti erlent 1.12.2009 14:31 Danmörk miðstöð fyrir milljarða fjársvik með CO2-kvóta Danmörk er orðin miðstöð fyrir hundruða milljarða kr. fjársvik með loftslagskvóta eða CO2-kvóta. Þeir sem stunda svikin nýta sér svokallað „virðisaukskatts-hringekju" í kvótasölunni en samkvæmt grein í danska blaðinu Ekstra Bladet eru lögregluyfirvöld í fleiri Evrópulöndum nú að rannsaka málin sem öll eiga sér upphaf í loftslagskvótaskráningunni í Danmörku. Viðskipti erlent 1.12.2009 11:15 Atvinnuleysi á evrusvæðinu ekki meira síðan 1998 Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 9,8% í lok október og hefur ekki verið meira síðan árið 1998. Þetta er raunar svipað atvinnuleysi og var í september en þær tölur voru nýlega uppfærðar úr 9,7% og í 9,8%. Viðskipti erlent 1.12.2009 10:29 Hrunið heldur áfram í Dubai, nær 20% tapast á 2 dögum Hrunið í kauphöllinni í Dubai heldur áfram í morgun og hefur vísitalan á FTSE Nasadaq Dubai nú fallið um nær 20% á tveimur dögum. Viðskipti erlent 1.12.2009 08:45 Citigroup ræður Willem Buiter sem aðalhagfræðing bankans Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa. Viðskipti erlent 1.12.2009 08:25 Óttuðust annað hrunaskeið vegna Dubai Helstu hlutabréfavísitölur í Miðausturlöndum lækkuðu í gær vegna ótta við að stoðir arabísku fyrirtækjasamsteypunnar Dubai World myndu valda nýrri fjármálakreppu. Viðskipti erlent 1.12.2009 06:00 Fall á mörkuðum í Dubai og Abu Dhabi Hlutabréf í kauphöllunum í Dubai og Abu Dhabi féllu um ríflega 6 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í morgun. Dýfan kemur í kjölfar þess að fasteignafélagið Nakheel í Dubai fór fram á að viðskipti með bréf félagsins verði stöðvuð. Kauphallirnar voru að opna í morgun í fyrsta sinn síðan ríkisfyrirtækið Dubai World sótti um greiðslustöðvun fyrir helgi. Viðskipti erlent 30.11.2009 07:43 Bjarga ekki Saab Sænska ríkisstjórn hyggst ekki koma Saab bílaverksmiðjunum til aðstoðar með sérstökum björgunaraðgerðum. Fyrirtekið stendur afar illa og er nánast gjaldþrota. Fjármálaráðherrann segir ekki koma til greina að almennafé verði notað með þeim hætti. Viðskipti erlent 29.11.2009 16:04 Norskur silfurdalur sleginn á 25 milljónir Sjaldgæft eintak af norskum silfurdal, svokölluðum Gimsöydal, var nýlega slegið á uppboði í Osló fyrir tæpar 1,2 milljónir norskra kr. eða um 25 milljónir kr. Gimsöydalir voru fyrstu silfurdalirnir sem slegnir voru í Noregi og er þessi frá árinu 1546. Viðskipti erlent 27.11.2009 14:41 Bandaríska myntsláttan uppiskroppa með gullmynt Óseðjandi eftirspurn eftir gulli undanfarnar vikur og mánuði hefur gert það að verkum að bandaríska myntsláttan U.S. Mint er orðin uppskroppa með gullmyntina American Eagle. Mynt þessi er ein hin vinsælasta á markaðinum en hún vegur eina únsu. Viðskipti erlent 27.11.2009 13:40 Tíu villtustu verkefnin í Dubai Fjármálamarkaðir um allan heim nötra nú af skelfingu yfir þróuninni í Dubai og hinir svartsýnustu telja að erfiðleikar þessa smáríkis séu upphafið að nýrri fjármálakreppu í heiminum. Bólan er sprungin í Dubai en þar hefur ekkert skort á brjálæðislegar byggingar og fasteignaverkefni á síðustu árum. Hér er listi yfir 10 villtustu verkefnin sem Jyllands Posten hefur tekið saman. Viðskipti erlent 27.11.2009 09:59 Kassinn tómur hjá Ábyrgðarsjóði launafólks í Danmörku Vegna þeirrar bylgju gjaldþrota sem dunið hefur yfir Danmörku á þessu ári sökum fjármálakreppunnar er kassinn orðinn tómur hjá Ábyrgðarsjóði launafólks (Lönmodtagernes Garantifond) í landinu. Þarf sjóðurinn því á lánum að halda í fyrsta sinn síðan hann var stofnaður árið 1972. Viðskipti erlent 27.11.2009 08:45 Helmingur áhugasamra á kaupum Ratiopharm dettur út Samkvæmt frétt á Reuters er talið að allt að helmingur þeirra 10 aðila sem áhuga höfðu á að bjóða í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm muni detta úr hópnum fyrir 3. desember n.k. Reuters hefur áður sagt að Actavis sé meðal líklegra kaupenda. Viðskipti erlent 26.11.2009 13:53 Skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu hefur hækkað undanfarið Almennt hefur skuldatryggingaálag ríkja Evrópu verið að hækka í október og nóvember og endurspeglar það aukna áhættufælni almennt. Skuldatryggingaálag Íslands hefur fylgt þessari þróun. Var álagið til fimm ára 338 punktar í upphafi þessa tímabils en stendur nú í 388 punktum. Viðskipti erlent 26.11.2009 11:58 Ósvífinn klámormur herjar á Facebook notendur Fjöldi af Facebook notendum hafa orðið fyrir barðinu á því sem Jyllands Posten kallar ósvífinn klámorm. Ormurinn virkjast á Facebook síðum með því að notendur þeirra smella á mynd af vægast sagt léttklæddum kvennmanni sem þeim berst í pósti á vefsíðunni. Viðskipti erlent 26.11.2009 11:09 E24.se: Persson í vafasömum félagsskap Björgólfs Thors Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar verður stjórnarformaður félagsins Scandinavian Biogas og segir vefsíðan E24.se að þar sé Persson kominn í vafasamann félagskap fjármálamanna sem hafi slæmt orð á sér. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Björgólfur Thor Björgólfsson en félag hans, Novator, er stærsti eigandi Scandinavian Biogas með 24% hlut. Viðskipti erlent 26.11.2009 10:19 Skuldatryggingarálag Dubai hærra en Íslands, gjaldþrot yfirvofandi Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara. Viðskipti erlent 26.11.2009 08:59 Budget Travel lokar á Írlandi Primera Travel Group tók ákvörðun í dag um að loka Budget Travel á Írlandi, sem fyrirtækið festi kaup á árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Andra M. Ingólfssyni, forstjóra Primera Travel group á Norðurlöndunum. Viðskipti erlent 25.11.2009 20:59 FIH bankinn verður líklega stór hluthafi í Sjælsö Gruppen FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen. Viðskipti erlent 25.11.2009 14:07 Gengishagnaður léttir undir rekstur French Connection Breska verslunarkeðjan Franch Connection hagnaðist töluvert á gengismun punds og dollars keðjunni í hag á þriggja mánaða tímabili fram til loka október. Velta keðjunnar jókst um 8% á tímabilinu miðað við næstu þrjá mánuði þar á undan. Viðskipti erlent 25.11.2009 09:52 Statoil vill bora eftir olíu við Grænland Norska olíufélagið Statoil hefur áhuga á að bora eftir olíu við Grænland. Ætlar félagið að taka þátt í útboðum á olíuvinnslu við landið en reiknað er með að slík útboð fari í gang innan þriggja ára. Viðskipti erlent 25.11.2009 08:50 Nasdaq boðar afskráningu deCODE Nasdaq kauphöllin í New York hefur tilkynnt deCODE um að hlutabréf félagsins verði afskráð af markaði Nasdaq. Mun það verða gert þann 30. nóvember n.k. Viðskipti erlent 25.11.2009 08:11 Breskt fjármálafólk íhugar flótta undan sköttum til Sviss Breskt fjármálafólk með miklar tekjur íhugar nú í töluverðum mæli að flýja til Sviss undan háum tekjusköttum breska Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er hækkaði stjórn Gordon Brown nýlega tekjurskattinn úr 40% og í 50% á allar tekjur sem eru yfir 150.000 pundum á ári. Viðskipti erlent 24.11.2009 14:20 Áhyggjur af því að álbóla sé að myndast á málmmörkuðum Álverðið á markaðinum í London var komið í 2.057 dollara á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga í morgun. Sérfræðingar hafa nú töluverðar áhyggjur af því að álbóla sé að myndast á málmmörkuðum heimsins. Birgðastöðvar með ál liggja nú inni með nægilegt magn af málminum til þess að smíða 69.000 nýjar Boeing 747 júmbó þotur. Viðskipti erlent 24.11.2009 09:48 Lloyds bankinn fer í stærsta hlutafjárútboð Bretlands Lloyds Banking Group í Bretlandi tilkynnti um stærsta hlutafjárútboð sögunnar en með því eru langþreyttir eigendur bankans beðnir um að setja 13,5 milljarða punda, eða 2.750 milljarða kr., af nýju fé í bankann. Viðskipti erlent 24.11.2009 08:51 Fjórði hver íbúðaeigandi tæknilega gjaldþrota í Bandaríkjunum Nær fjórði hver íbúðaeigandi í Bandaríkjunum er tæknilega gjaldþrota, það er hann skuldar meira í fasteign sinni en nemur verðmæti hennar. Viðskipti erlent 24.11.2009 08:37 Hagvöxtur á þriðja fjórðungi í OECD ríkjum Hagvöxtur í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) jókst um 0,8 prósent milli ársfjórðunga á þriðja fjórðungi þessa árs, eftir að leiðrétt hefur verið fyrir árstíðabundnum sveiflum. Viðskipti erlent 24.11.2009 04:45 Rússneskur auðmaður keypti Mercedes bíl Hitlers Rússneskur auðmaður hefur fest kaup á Mercedes bíl Adolf Hitlers en bíll er af gerðinni Mercedes 770 K og var oft notaður af Hitler við opinberar athafnir á sínum tíma. Viðskipti erlent 23.11.2009 14:45 « ‹ 281 282 283 284 285 286 287 288 289 … 334 ›
Demantaframleiðandi í fjárhagsvanda Stjórn De Beers, stærsta framleiðanda demanta í heiminum, hefur ákveðið að fara í hlutafjáraukningu upp á einn milljarð dollara, eða 122 milljarða íslenskra króna. Hluthafar hafa þegar samþykkt þetta. Viðskipti erlent 2.12.2009 00:00
Nasdaq OMX Nordic velti 388 milljörðum á dag í nóvember Meðalvirði viðskipta á dag í nóvember með hlutabréf Í Nasdaq OMX Nordic kauphöllunum var 388.2 milljarðar króna, miðað við 390.0 milljarða króna að jafnaði síðustu 12 mánuði. Viðskipti erlent 1.12.2009 14:45
Sjóræningjar setja upp kauphöll til að fjármagna aðgerðir Sómalskir sjóræningjar hafa komið á fót „kauphöll" í aðalbækistöðvum sínum, bænum Haradheere, þannig að áhugasamir fjárfestar eigi þess kost að fjármagna aðgerðir þeirra. Í ítarlegri umfjöllun Reuters um málið segir að þetta sé eins og þegar kauphallarmarkaður og skipulögð glæpastarfsemi fari saman í eina sæng. Viðskipti erlent 1.12.2009 14:31
Danmörk miðstöð fyrir milljarða fjársvik með CO2-kvóta Danmörk er orðin miðstöð fyrir hundruða milljarða kr. fjársvik með loftslagskvóta eða CO2-kvóta. Þeir sem stunda svikin nýta sér svokallað „virðisaukskatts-hringekju" í kvótasölunni en samkvæmt grein í danska blaðinu Ekstra Bladet eru lögregluyfirvöld í fleiri Evrópulöndum nú að rannsaka málin sem öll eiga sér upphaf í loftslagskvótaskráningunni í Danmörku. Viðskipti erlent 1.12.2009 11:15
Atvinnuleysi á evrusvæðinu ekki meira síðan 1998 Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 9,8% í lok október og hefur ekki verið meira síðan árið 1998. Þetta er raunar svipað atvinnuleysi og var í september en þær tölur voru nýlega uppfærðar úr 9,7% og í 9,8%. Viðskipti erlent 1.12.2009 10:29
Hrunið heldur áfram í Dubai, nær 20% tapast á 2 dögum Hrunið í kauphöllinni í Dubai heldur áfram í morgun og hefur vísitalan á FTSE Nasadaq Dubai nú fallið um nær 20% á tveimur dögum. Viðskipti erlent 1.12.2009 08:45
Citigroup ræður Willem Buiter sem aðalhagfræðing bankans Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa. Viðskipti erlent 1.12.2009 08:25
Óttuðust annað hrunaskeið vegna Dubai Helstu hlutabréfavísitölur í Miðausturlöndum lækkuðu í gær vegna ótta við að stoðir arabísku fyrirtækjasamsteypunnar Dubai World myndu valda nýrri fjármálakreppu. Viðskipti erlent 1.12.2009 06:00
Fall á mörkuðum í Dubai og Abu Dhabi Hlutabréf í kauphöllunum í Dubai og Abu Dhabi féllu um ríflega 6 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í morgun. Dýfan kemur í kjölfar þess að fasteignafélagið Nakheel í Dubai fór fram á að viðskipti með bréf félagsins verði stöðvuð. Kauphallirnar voru að opna í morgun í fyrsta sinn síðan ríkisfyrirtækið Dubai World sótti um greiðslustöðvun fyrir helgi. Viðskipti erlent 30.11.2009 07:43
Bjarga ekki Saab Sænska ríkisstjórn hyggst ekki koma Saab bílaverksmiðjunum til aðstoðar með sérstökum björgunaraðgerðum. Fyrirtekið stendur afar illa og er nánast gjaldþrota. Fjármálaráðherrann segir ekki koma til greina að almennafé verði notað með þeim hætti. Viðskipti erlent 29.11.2009 16:04
Norskur silfurdalur sleginn á 25 milljónir Sjaldgæft eintak af norskum silfurdal, svokölluðum Gimsöydal, var nýlega slegið á uppboði í Osló fyrir tæpar 1,2 milljónir norskra kr. eða um 25 milljónir kr. Gimsöydalir voru fyrstu silfurdalirnir sem slegnir voru í Noregi og er þessi frá árinu 1546. Viðskipti erlent 27.11.2009 14:41
Bandaríska myntsláttan uppiskroppa með gullmynt Óseðjandi eftirspurn eftir gulli undanfarnar vikur og mánuði hefur gert það að verkum að bandaríska myntsláttan U.S. Mint er orðin uppskroppa með gullmyntina American Eagle. Mynt þessi er ein hin vinsælasta á markaðinum en hún vegur eina únsu. Viðskipti erlent 27.11.2009 13:40
Tíu villtustu verkefnin í Dubai Fjármálamarkaðir um allan heim nötra nú af skelfingu yfir þróuninni í Dubai og hinir svartsýnustu telja að erfiðleikar þessa smáríkis séu upphafið að nýrri fjármálakreppu í heiminum. Bólan er sprungin í Dubai en þar hefur ekkert skort á brjálæðislegar byggingar og fasteignaverkefni á síðustu árum. Hér er listi yfir 10 villtustu verkefnin sem Jyllands Posten hefur tekið saman. Viðskipti erlent 27.11.2009 09:59
Kassinn tómur hjá Ábyrgðarsjóði launafólks í Danmörku Vegna þeirrar bylgju gjaldþrota sem dunið hefur yfir Danmörku á þessu ári sökum fjármálakreppunnar er kassinn orðinn tómur hjá Ábyrgðarsjóði launafólks (Lönmodtagernes Garantifond) í landinu. Þarf sjóðurinn því á lánum að halda í fyrsta sinn síðan hann var stofnaður árið 1972. Viðskipti erlent 27.11.2009 08:45
Helmingur áhugasamra á kaupum Ratiopharm dettur út Samkvæmt frétt á Reuters er talið að allt að helmingur þeirra 10 aðila sem áhuga höfðu á að bjóða í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm muni detta úr hópnum fyrir 3. desember n.k. Reuters hefur áður sagt að Actavis sé meðal líklegra kaupenda. Viðskipti erlent 26.11.2009 13:53
Skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu hefur hækkað undanfarið Almennt hefur skuldatryggingaálag ríkja Evrópu verið að hækka í október og nóvember og endurspeglar það aukna áhættufælni almennt. Skuldatryggingaálag Íslands hefur fylgt þessari þróun. Var álagið til fimm ára 338 punktar í upphafi þessa tímabils en stendur nú í 388 punktum. Viðskipti erlent 26.11.2009 11:58
Ósvífinn klámormur herjar á Facebook notendur Fjöldi af Facebook notendum hafa orðið fyrir barðinu á því sem Jyllands Posten kallar ósvífinn klámorm. Ormurinn virkjast á Facebook síðum með því að notendur þeirra smella á mynd af vægast sagt léttklæddum kvennmanni sem þeim berst í pósti á vefsíðunni. Viðskipti erlent 26.11.2009 11:09
E24.se: Persson í vafasömum félagsskap Björgólfs Thors Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar verður stjórnarformaður félagsins Scandinavian Biogas og segir vefsíðan E24.se að þar sé Persson kominn í vafasamann félagskap fjármálamanna sem hafi slæmt orð á sér. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Björgólfur Thor Björgólfsson en félag hans, Novator, er stærsti eigandi Scandinavian Biogas með 24% hlut. Viðskipti erlent 26.11.2009 10:19
Skuldatryggingarálag Dubai hærra en Íslands, gjaldþrot yfirvofandi Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara. Viðskipti erlent 26.11.2009 08:59
Budget Travel lokar á Írlandi Primera Travel Group tók ákvörðun í dag um að loka Budget Travel á Írlandi, sem fyrirtækið festi kaup á árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Andra M. Ingólfssyni, forstjóra Primera Travel group á Norðurlöndunum. Viðskipti erlent 25.11.2009 20:59
FIH bankinn verður líklega stór hluthafi í Sjælsö Gruppen FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen. Viðskipti erlent 25.11.2009 14:07
Gengishagnaður léttir undir rekstur French Connection Breska verslunarkeðjan Franch Connection hagnaðist töluvert á gengismun punds og dollars keðjunni í hag á þriggja mánaða tímabili fram til loka október. Velta keðjunnar jókst um 8% á tímabilinu miðað við næstu þrjá mánuði þar á undan. Viðskipti erlent 25.11.2009 09:52
Statoil vill bora eftir olíu við Grænland Norska olíufélagið Statoil hefur áhuga á að bora eftir olíu við Grænland. Ætlar félagið að taka þátt í útboðum á olíuvinnslu við landið en reiknað er með að slík útboð fari í gang innan þriggja ára. Viðskipti erlent 25.11.2009 08:50
Nasdaq boðar afskráningu deCODE Nasdaq kauphöllin í New York hefur tilkynnt deCODE um að hlutabréf félagsins verði afskráð af markaði Nasdaq. Mun það verða gert þann 30. nóvember n.k. Viðskipti erlent 25.11.2009 08:11
Breskt fjármálafólk íhugar flótta undan sköttum til Sviss Breskt fjármálafólk með miklar tekjur íhugar nú í töluverðum mæli að flýja til Sviss undan háum tekjusköttum breska Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er hækkaði stjórn Gordon Brown nýlega tekjurskattinn úr 40% og í 50% á allar tekjur sem eru yfir 150.000 pundum á ári. Viðskipti erlent 24.11.2009 14:20
Áhyggjur af því að álbóla sé að myndast á málmmörkuðum Álverðið á markaðinum í London var komið í 2.057 dollara á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga í morgun. Sérfræðingar hafa nú töluverðar áhyggjur af því að álbóla sé að myndast á málmmörkuðum heimsins. Birgðastöðvar með ál liggja nú inni með nægilegt magn af málminum til þess að smíða 69.000 nýjar Boeing 747 júmbó þotur. Viðskipti erlent 24.11.2009 09:48
Lloyds bankinn fer í stærsta hlutafjárútboð Bretlands Lloyds Banking Group í Bretlandi tilkynnti um stærsta hlutafjárútboð sögunnar en með því eru langþreyttir eigendur bankans beðnir um að setja 13,5 milljarða punda, eða 2.750 milljarða kr., af nýju fé í bankann. Viðskipti erlent 24.11.2009 08:51
Fjórði hver íbúðaeigandi tæknilega gjaldþrota í Bandaríkjunum Nær fjórði hver íbúðaeigandi í Bandaríkjunum er tæknilega gjaldþrota, það er hann skuldar meira í fasteign sinni en nemur verðmæti hennar. Viðskipti erlent 24.11.2009 08:37
Hagvöxtur á þriðja fjórðungi í OECD ríkjum Hagvöxtur í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) jókst um 0,8 prósent milli ársfjórðunga á þriðja fjórðungi þessa árs, eftir að leiðrétt hefur verið fyrir árstíðabundnum sveiflum. Viðskipti erlent 24.11.2009 04:45
Rússneskur auðmaður keypti Mercedes bíl Hitlers Rússneskur auðmaður hefur fest kaup á Mercedes bíl Adolf Hitlers en bíll er af gerðinni Mercedes 770 K og var oft notaður af Hitler við opinberar athafnir á sínum tíma. Viðskipti erlent 23.11.2009 14:45