Viðskipti erlent

JP Morgan fær risasekt í Bretlandi

Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur skellt risavaxinni sekt á JP Morgan Securites. Sektarupphæðin nemur 33,3 miljónum punda eða um 6,3 milljörðum kr. Í frétt um málið á BBC segir að þetta sé hæsta sekt sinnar tegundar í sögu Bretlands.

Viðskipti erlent

Næstum hundrað bankar á hliðina

Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjunum (FDIC) tók yfir fimm banka um síðustu helgi. Þrír þeirra eru í Flórída, einn í Nevada og annar í Kaliforníu. Bankarnir höfðu lánað mikið til íbúðakaupa og fóru því illa út úr hruni á fasteignamarkaðinum.

Viðskipti erlent

Herra Dómsdagur vill gjaldeyrishöft

Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við New York-háskóla í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Brasilíu verða að innleiða gjaldeyrishöft ætli þau að koma í veg fyrir gengishrun brasilíska realsins.

Viðskipti erlent

Toys R Us á hlutabréfamarkað

Eigendur bandarísku leikfangakeðjunnar Toys R Us hyggjast skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað. Vonir standa til að með því safnist 800 milljónir dollara. Ef fram fer sem horfir verður þetta ein stærsta skráning á verslunarfyrirtæki á hlutabréfamarkað á síðustu árum, samkvæmt frétt BBC.

Viðskipti erlent

EasyJet í hópmálsókn vegna eldgossins

Lággjaldaflugfélagið EasyJet hyggst fara í hópmálsókn til þess að fá bætur vegna flugbanns sem flugmálayfirvöld í Evrópu lögðu á í apríl og maí vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. EasyJet á í viðræðum við önnur flugfélögum um að taka þátt í málsókninni gegn flugmálayfirvöldum. Þetta kemur fram í frétt Timesonline.

Viðskipti erlent

Ætlar að breyta öryggisstillingum á Fésbókinni

Mark Zuckerberg, stofnandi Fésbókarinnar, segist ætla að breyta öryggisstillingum á vefsíðunni. Tilgangurinn er að bregðast við gagnrýni frá notendum. Zuckerberg viðurkennir að öryggisstillingarnar séu orðnar of flóknar. Nauðsynlegt sé að einfalda þær. Hann sagðist, í samtali við

Viðskipti erlent

Sumir sjá tækifæri í fallinu

Helstu hlutabréfavísitölur í kauphöllum í Asíu og Evrópu leituðu upp á við í gær. Netútgáfa Börsen segir fjárfesta hafa séð tækifæri í hagstæðu gengi eftir verðfall síðustu daga.

Viðskipti erlent

Aalborg Portland í Danmörku fékk ólöglegan ríkisstyrk

Framkvæmdastjórn ESB metur það svo að tveggja ára gömul löggjöf sé í raun ólöglegur ríkisstyrkur til sementframleiðandans Aalborg Portland í Danmörku. Aalborg Portland muni hagnast um 100 milljónir danskra kr. eða tæpa 2,2 milljarða kr. þar sem löggjöfin losaði fyrirtækið undan greiðslum á mengunargjöldum.

Viðskipti erlent