Viðskipti erlent

0,3% samdráttur á evrusvæðinu

Samdrátturinn í hagkerfinu á evrusvæðinu verður 0,3% á þessu ári, samkvæmt spá framkvæmdastjórnar Evrópusambands Íslands. Fyrri spá gerðu ráð fyrir að hagvöxtur yrði 0,5%. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur skýrt fram að þarna sé um að ræða einungis lítilsháttar samdrátt og að merkja mætti stöðugleika i nálægri framtíð. Eins og við er að búast er það Grikkland sem mun hamla mest vexti á evrusvæðinu.

Viðskipti erlent

4G-farsímar valda truflun

Koma þarf tæknibúnaði fyrir í hátt í milljón breskra heimila til að koma í veg fyrir að bylgjur úr 4G-farsímum trufli ekki sjónvarpsútsendingar. Þessi aðgerð mun kosta rúma tuttugu milljarða króna, samkvæmt frétt BBC.

Viðskipti erlent

Evrópudómstóll fjallar um ACTA

Evrópudómstóll hefur verið beðinn um að fjalla um lögmæti viðskiptasamningsins ACTA. Samningurinn felur í sér úrbætur á viðurlögum og eignaupptöku í tilfellum höfundarlagabrota á internetinu.

Viðskipti erlent

Microsoft ræðst gegn Google

Tæknifyrirtækið Microsoft beinir spjótum sínum að Google í nýrri auglýsingaherferð. Leitarvélin er sökuð um óheiðarleg vinnubrögð og er Ský-þjónusta Google gagnrýnd harkalega.

Viðskipti erlent

Gengi Pandoru hrundi í gær

Gengi hlutabréfa í danska skartgripaframleiðandanum Pandoru féll um 9% í gær í kjölfar þess að fyrirtækið birti ársuppgjör sitt fyrir 2011. Virði hlutabréfa Pandoru hefur bein áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti nýjum eigendum FIH bankans haustið 2010. Eins og stendur stefnir í tugmilljarða króna tap Seðlabankans vegna veitingu lánsins.

Viðskipti erlent

Grískur harmleikur

Margir önduðu léttar eftir að víðtækri endurskipulagningu skulda og efnahags Grikklands lauk á dögunum eftir þriggja ára karp. Niðurstaða Grikklands, lánardrottna þeirra, Seðlabanka Evrópu, ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er auðvitað gríðarlega íþyngjandi fyrir almenning í Grikklandi, sem sýpur nú seyðið af flónsku og undirferli þeirra sem hafa stýrt ríkinu síðustu árin og áratugina.

Viðskipti erlent

Spilavítiskóngurinn einn ríkasti maður heims

Valdamesti maðurinn í Las Vegas er á lista yfir 10 ríkustu menn Bandaríkjanna. Hann er 78 ára gamall og heitir Sheldon Adelson og eru eignir hans metnar á 25 milljarða dollara, eða sem nemur um 3.000 milljörðum króna. Það jafngildir tvöfaldri landsframleiðslu Íslands árlega.

Viðskipti erlent

Efnahagsvandi Suður-Evrópu þyngist enn

Efnahagsvandinn í Suður-Evrópu þyngist enn. Atvinnuleysi í Portúgal er komið yfir 14 prósent, samkvæmt tölum sem Hagstofa landsins birti í morgun. Vandamál Grikklands eru nú farin að smita út frá sér og valda nágrannaþjóðum sínum miklu tjóni.

Viðskipti erlent

Apple opinberar nýtt stýrikerfi

Mountain Lion, nýtt stýrikerfi Apple, var opinberað í dag. Hönnun stýrikerfisins byggir á viðmóti iPad og iPhone og munu mörg af vinsælustu forritum tækjanna vera til staðar í Mountain Lion.

Viðskipti erlent

Afskrifa 662 milljónir evra af skuldum Grikklands

Franski bankinn Societe Generale (SG) þarf að afskrifa sem nemur 662 milljónum evra, um 107 milljarða króna, vegna efnahagsvanda Grikklands. Afskriftin þykir hærri en reiknað var með áður en uppgjör bankans fyrir síðasta fjórðung ársins í fyrra var gert opinbert í morgun, að því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent