Viðskipti erlent

Þjófar komust fyrstir í iPhone 5 í Japan

Margir virðast hafa áhuga á nýjustu græju Apple, iPhone 5, þeirra á meðal japanskir bófar, því nú lítur út fyrir að verslanir í Japan hafi verið rændar stuttu áður en síminn átti að koma í almenna sölu. Ránsfengurinn er talin um 100 þúsund dollara virði, eða rúmlega 12 milljóna króna.

Viðskipti erlent

Apple biðst afsökunar

Tæknirisinn Apple hefur beðið viðskiptavina sína afsökunar og heitir því að uppfæra staðsetningarþjónustu sína á næstu vikum. Fyrirtækið ákvað að slíta samstarfi sínu við Google fyrir nokkru en fyrri kynslóðir iPhone snjallsímanna sem og iPad spjaldtölvanna hafa notað Google Maps kortaþjónustuna.

Viðskipti erlent

Spánverjar þurfa minna fé til að bjarga bönkum sínum

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að Spánverjar þurfi minna lánsfé til að bjarga bankakerfi sínu en talið var að þeir þyrftu í sumar. Lánsfjárþörfin sé nær 40 milljörðum evra en þeim 100 milljörðum evra, eða um 16.000 milljörðum kr., sem rætt var um í sumar.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu fallli

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið í frjálsu fallli undanfarna daga og er verðið á Brent olíunni komið undir 108 dollara á tunnuna. Fyrir tæpri viku stóð verðið í rúmum 117 dollurum og hefur því lækkað um 10% á þessum tíma.

Viðskipti erlent

Japanski seðlabankinn grípur til aðgerða

Japanski seðlabankinn hefur ákveðið að grípa til aðgerða með það fyrir augum að styðja við hagvöxt og styrkja efnahag landsins. Áætlun bankans gengur út að stækka stuðningssjóðs landsins um 78 milljarða dala, eða sem jafngildir tæplega 10 þúsund milljörðum króna. Sjóðurinn er nýttur til þess að kaupa skuldabréf á markaði með það fyrir augum að halda lántökukostnaði Japans niðri, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Gríðarlegur hagnaður hjá eiganda Zöru

Smásölurisinn Inditex, sem meðal annars á vörumerkið Zöru, hagnaðist um 944 milljónir evra, eða 149 milljarða króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaðurinn jókst um 32 prósent milli ára, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um málið. Indetex rekur 5.693 verslanir í 85 löndum, en á fyrstu sex mánuðum ársins opnaði félagið 166 nýjar verslanir.

Viðskipti erlent

Allar bestu vefsíðurnar fyrir konur

Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes tók á dögunum saman lista yfir 100 bestu vefsíðurnar á netinu fyrir konur. Á listanum eru margvíslegar vefsíður, um hin ýmsu mál, sem allar eiga það sameiginlegt að fjalla sérstaklega um áhugamál kvenna.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar töluvert

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert undanfarna tvo daga og kostar Brent olían nú 112,5 dollara á tunnuna. S.l. föstudag stóð verðið í rúmum 117 dollurum og hefur því lækkað um 4%. Hið sama gildir um bandarísku léttolíuna sem er í tæpum 96 dollurum á tunnuna eftir að hafa farið yfir 99 dollara á föstudag.

Viðskipti erlent

Minni ásókn í tveggja ára MBA-nám í bandarískum háskólum

Dregið hefur stórlega úr umsóknum í tveggja ára MBA-nám í Bandaríkjunum á undanförnum árum, og dró enn úr umsóknum fyrir haustönnina á þessu ári sem var að hefjast. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal (WSJ) í dag, og er vitnað til nýrra talna frá Graduate Management Admission Council (GMAC), sem hefur annast hin svokölluðu GMA próf, sem nemendur þurfa oft að klára með ákveðnum lágmarksárangri til þess að eiga möguleika á því að fá inni í skólum.

Viðskipti erlent

Lækkanir á öllum helstu hlutabréfamörkuðum

Hlutabréfavísitölur lækkuðu víðast hvar á alþjóðamörkuðum í dag. Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 0,17 prósent og S&P vísitalan um 0,3 prósent. Í Evrópu lækkaði DAX vísitalan um 0,11 prósent og FTSE vísitalan í Bretlandi um 0,37 prósent.

Viðskipti erlent

Yfir 2 milljónir pöntuðu sér iPhone á einum sólarhring

Yfir tvær milljónir manna pöntuðu sér iPhone 5 í forsölu á fyrsta sólarhringnum, sem eru tvöfalt fleiri en pöntuðu sér 4S símann í fyrra. Eftirspurnin eftir símanum er langt umfram væntingar tæknirisans Apple, sem framleiðir símann. Gert er ráð fyrir því að ekki verði hægt að afgreiða allar pantanirnar strax og því mega notendur búast við að fá ekki símann fyrr en í október. iPhone 5 var kynntur til leiks fyrir helgi en hann er bæði lengri, hraðari og með betri upplausn en sá á undan.

Viðskipti erlent

Merkel styður áætlun Seðlabanka Evrópu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er ánægð með áætlun Seðlabanka Evrópu (SE) sem snýr að kaupum á ríkisskuldabréfum Evrópuþjóðum sem eiga í vandræðum vegna mikilla skulda og hás vaxtaálags. Merkel sagði á blaðamannafundi í dag að hún efaðist ekki um að áætlun bankans væri vel undirbyggð og að lánafyrirgreiðsla bankans, með skuldabréfakaupunum, yrði ekki tapað fé að lokum, eins og margir hafa gagnrýnt bankann fyrir.

Viðskipti erlent

Markaðir í Evrópu sýna rauðar tölur lækkunar

Vísitölur hlutabréfamarkaða í Evrópu hafa víðast hvar lækkað í morgun eftir að viðskipti hófust. Lækkanirnar eru öðru fremur raktar til þess að erfiðir tímar séu framundan í efnahagslífi margra ríkja Evrópu, ekki síst Spánar, að því er fram kemur á vef Wall Street Journal (WSJ). Í fréttaskýringu WSJ segir að búist sé við því að haustið og vetrarmánuðir á Spáni muni einkennast af fjöldamótmælum vegna niðurskurðar, og atvinnuleysis, en það mælist nú tæplega 25 prósent á Spáni.

Viðskipti erlent

Græðgi er góð sagði Gekko - eldast ummælin vel?

Fjárfestirinn Gordon Gekko, leikinn af Michael Douglas í kvikmyndinni Wall Street frá 1987 (og Wall Street - Money Never Sleeps frá 2010), sagði margt minnisstætt þegar hann lýsti viðskiptunum á Wall Street í New York. Líklega eru ummælin; Græðgi er góð (Greed is good), frægust en mörg önnur ummæli Gekko eru einnig eftirminnileg. Douglas fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Wall Street.

Viðskipti erlent

Eignarhlutir ríkisins tæplega 200 milljarða virði

Eignarhlutir ríkisins í endurreistu bönkunum eru nú tæplega 200 milljarða króna virði, sé mið tekið af eiginfjárstöðu bankanna (innra virði). Ríkið hyggst selja eignarhluti í bönkunum á næstu árum, en halda þó enn eftir kjölfestuhlut í Landsbankanum.

Viðskipti erlent

Indverjar opna smásölumarkaðinn fyrir risakeðjum

Stjórnvöld í Indlandi hafa ákveðið að opna smálsölumarkaðinn í landinu fyrir stórum alþjóðlegum fyrirtækjum, en til þessa hefur markaðurinn verið bundinn við innlend fyrirtæki, sem mörg hver eru risavaxin. Nýtt regluverk gerir ráð fyrir að alþjóðleg fyrirtæki megi eiga allt að 51 prósent eignarhlut í fyrirtækjum sem starfa á smásölumarkaði í Indlandi. Talið er nær öruggt að bandarísku keðjurnar Walmart og Tesco muni ráðandi hluti í indverskum fyrirtækjum, en þær hafa sótt það fast undanfarin ár, án þess að stjórnvöld hafi heimilað það.

Viðskipti erlent