Viðskipti erlent

Google stærri en Microsoft

Tæknirisinn Google er verðmætara fyrirtæki en hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft. Breyting á gengi hlutabréfa fyrirtækjanna í kauphöllinni í New York í gær varð til þessa að verðmæti Google er nú um 250 milljarðar dollara.

Viðskipti erlent

Fjórir bankamenn ákærðir fyrir innherjasvik

Bresk yfirvöld hafa ákært fjóra breska bankamenn fyrir innherjasvik, að því er Wall Street Journal (WSJ) greindi frá í dag. Á meðal ákærðu er fyrrverandi framkvæmdastjóri Deutsche Bank, Martyn Dodgson, en málið er sagt vera umfangsmesta mál sinnar tegundar í Bretlandi.

Viðskipti erlent

Endist ræða Gekko vel? Sitt sýnist hverjum

Ræðan sem Gordon Gekko (leikinn af Michael Douglas) heldur á hluthafafundi í kvikmyndinni Wall Street frá árinu 1987, er ein frægasta sena kvikmyndasögunnar, þar sem fjárfestingar og viðskipti eru til umfjöllunar. Í ræðunni lætur hinn hrokafulli Gekko þau orð falla að "græðgi sé góð“.

Viðskipti erlent

Nokia að semja um kortabúnað við Oracle

Finnska fjarskiptafyrirtækið Nokia hefur nú samning við hugbúnaðarrisann Oracle á teikniborðinu, sem miðar að því að gefa notendur hubúnaðar frá Oracle færi á því að tengjast við ört vaxandi kortahugbúnað frá Nokia, að því er segir í frétt á vef Wall Street Journal.

Viðskipti erlent

Toyota og Honda að ná vopnum sínum í Bandaríkjunum

Bílaframleiðendurnir Toyota og Honda eru að ná vopnum sínum á Bandaríkjamarkaði og er búist við því að nýjar sölutölur fyrir septembermánuð, sem birtar verða á þriðjudag, sýni það. Frá þessu greinir Wall Street Journal (WSJ) í dag. Greinendur búast við að sala á nýjum bifreiðum hafi verið 11 prósent betri í september á þessu ári heldur en í fyrra, sem þýðir að um 1,1 milljón bifreiða hafi selst, að því er fram kemur á vef WSJ.

Viðskipti erlent

Félagarnir hjá Google yngstir á meðal þeirra 20 ríkustu

Þeir einu sem eru á meðal tuttugu ríkustu einstaklinga Bandaríkjanna, samkvæmt lista Forbes, sem eru undir fertugu, eru félagarnir hjá Google, Sergey Brin og Larry Page. Þeir eru í 13. sæti á listanum en auður þeirra beggja, hvor um sig, er metinn á 20,3 milljarðar dala, eða sem nemur ríflega 2.500 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Walmart-fjölskyldan ríkust í Bandaríkjunum

Fjórir meðlimir Walton fjölskyldunnar, sem stofnaði smásölurisann Walmart í Bandaríkjunum, eru á meðal þeirra tíu sem Forbes telur ríkasta fólk Bandaríkjanna. Samanlagður auður þeirra nemur meira en 100 milljörðum dala, eða sem nemur 12.500 milljörðum króna. Það jafngildir tæplega áttfaldri árlegri landsframleiðslu Íslands.

Viðskipti erlent

iPhone 5 úr gulli og demöntum

Breskt fyrirtæki ætlar að selja hundrað stykki af sérstakri útgáfu af iPhone fimm símanum sem Apple gaf út á dögunum. Munurinn á þessum símum og þeim upprunalega er að hann er úr gulli og demöntum.

Viðskipti erlent

Spænskir bankar þurfa 9.500 milljarða króna

Spænskir bankar þurfa 59,3 milljarða evra, eða sem nemur ríflega 9.500 milljörðum króna, til þess að lifa af erfiðleika á fjármálamörkuðum í Evrópu, þar ekki síst á Spáni. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag, og er vitnað til sjálfstæðrar úttektar sérfræðinga.

Viðskipti erlent

Lofar upprisu BlackBerry

Thorstein Heins, framkvæmdastjóri Research in Motion, steig á svið í Kaliforníu á dögunum og kynnti nýjasta Blackberry stýrikerfið. RIM hefur átt í gríðarlegum erfiðleikum undanfarið en talið er að fyrirtækið hafi tapað um 80 milljörðum dollara á síðustu misserum. Upphæðin nemur 9.988 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Google Play: 25 milljarðasta niðurhalið

Google Play, vefverslun Google, náði í dag þeim merka áfanga að þangað var sótt forrit í 25 milljarðasta skiptið. Þetta þykir mikið afrek, ekki síst fyrir þær sakir að aðeins var um niðurhal á smáforritum að ræða en verslunin býður einnig upp á kvikmyndir, tónlist og bækur.

Viðskipti erlent

Jákvæð upplifun skapar hollustu

Bernd Schmitt er prófessor í alþjóðaviðskiptum við Columbia Business School í New York. Er hann þekktur fyrir skrif sín og kenningar á sviði markaðssetningar, vörumerkjastjórnunar og stefnumótunar en hann hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á nýsköpun í markaðssetningu og upplifun viðskiptavina. Markaðurinn ræddi við Schmitt um rannsóknir hans og hvernig þær geta komið fyrirtækjum að gagni við markaðssetningu.

Viðskipti erlent

MySpace gengur í endurnýjun lífdaga

Samskiptasíðan fornfræga MySpace hefur fengið andlitslyftingu en hún hefur nú verið endurhönnuð frá grunni. Stjórnendur MySpace reyna nú eftir mesta megni að blása lífi í síðuna en notendum hennar hefur fækkað verulega á síðustu misserum.

Viðskipti erlent

iPhone 5 fáanlegur á Íslandi í dag

Símafyrirtækið Nova byrjar að selja nýja iPhone símann, iPhone 5 klukkan fimm í dag. Um takmarkað magn er að ræða. "Þeir eru fleiri en 50 og færri en 100,“ segir Margrét Tryggvadóttir, yfirmaður markaðssviðs Nova í samtali við Vísi. Í tilkynningu frá félaginu kemur aftur á móti fram að ný sending er væntanleg síðar í vikunni.

Viðskipti erlent

Yfir 5 milljónir síma seldust

Yfir fimm milljónir iPhone 5 síma seldust í Bandaríkjunum um helgina, en þetta er fyrsta helgin sem síminn var seldur. Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í tilkynningu að salan hefði verið ótrúleg. Hann segir að unnið sé hörðum höndu að því að anna eftirspurn. Á vef USA Today segir að þrátt fyrir að síminn hafi nánast selst upp um helgina hafi sérfræiðngar fundið nokkra galla á símanum. Víða er síminn uppseldur í verslunum en sömu verslanir eiga von á frekari sendingum frá framleiðanda í dag.

Viðskipti erlent

Slagsmál og ólæti hjá Foxconn

Fyrirtækið Foxconn, sem framleiðir m.a. iphone síma fyrir hugbúnaðarrisann Apple, þurfti í morgun að stöðvar framleiðslu í einni af verksmiðjum sínum vegna slagsmála sem brutust út meðal starfsmanna. Mikið álag er á starfsmönnum vegna hraðrar sölu á framleiðsluvörum fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Soros: Þörf á markvissari aðgerðum í Evrópu

Fjárfestirinn George Soros segir að stjórnvöld Evrópuríkja þurfi að efla samstarf sitt til þess að koma í veg fyrir dýpri efnahagslægð í Evrópu. Mikilvægt sé fyrir ríkin að grípa til markvissra aðgerða, sem hafi bæði góð skammtíma- og langtímaáhrif.

Viðskipti erlent