Viðskipti erlent

Burger King breiðist út um Norðurlöndin

Skyndibitakeðjan Burger King mun fjölga sölustöðum í Danmörku og Svíþjóð verulega á næstunni. Ástæðan er sú að norska skyndibitakeðjan Umoe Restaurant Group hefur gert samkomulag um að veitingastaðir sínir verði reknir undir merkjum Burger King. Umoe verður jafnframt aðalþjónustuaðili þeirra Burger King staða sem þegar voru settir upp. ´

Viðskipti erlent

Verk eftir Monet selt á 5,6 milljarða

Eitt af vatnaliljumálverkum meistarans Claude Monet var selt á uppboði hjá Christie´s í New York fyrir tæplega 44 milljónir dollara eða um 5,6 milljarða króna. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir málverk eftir Monet í sögunni.

Viðskipti erlent

Carlsberg þénar milljarða

Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg nam um 3 milljörðum danskra króna, eða um 60 milljörðum íslenskra króna, á þriðja fjórðungi ársins. Þótt niðurstaðan hljóti að vera vel ásættanleg er hún samt örlítið lakari en hún var á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaðurinn næstum áttatíu milljörðum íslenskra króna. Tekjur fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi núna námu rétt tæpum 19 milljörðum danskra króna eða um 380 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Instagram kynnir notendasíður

Instagram, forrit sem upphaflega var búið til svo að fólk gæti deilt ljósmyndum úr farsímum á samfélagsmiðlum, hefur nú fengið sitt eigið vefviðmót sem þykir um margt minna á notendasíður Facebook.

Viðskipti erlent

iPad mini umfjöllun: Fjölmargir kostir í lítilli skel

Litli iPadinn er lítill og nettur. Við fyrsta samanburð gerði blaðamaður ekki ráð fyrir að iPad mini myndi eiga vinninginn gagnvart iPad 4. En á endanum reyndust fjölmargir kostir leynast í litlu skel. Ipad mini er mjög léttur miðað við iPad 4. Það skiptir sköpum þegar tækið er notað, sérstaklega við lestur. Munurinn er eins og að fara með kilju upp í rúm eða stóra alfræðiorðabók. Stóri iPadinn verður fljótt of þungur.

Viðskipti erlent

Lánshæfismatsfyrirtæki dæmt fyrir að gefa villandi upplýsingar

Dómstóll í Ástralíu dæmdi í dag lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's til sektargreiðslu fyrir að hafa gefið flóknum og áhættusömum skuldabréfum ABN Amro bankans of háa matseinkunn. Dómstóllinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að lánshæfismatsfyrirtækið og bankinn eiga að greiða fjárfestum bætur. Standard & Poor's mun áfrýja dómnum til æðra dómstigs. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði gefið rangar og villandi upplýsingar um tvennskonar fjármálagerninga.

Viðskipti erlent

Hagnaður Marks & Spencer dregst saman

Hagnaður Marks & Spencer, stærstu fataverslanakeðju Bretlands, dróst saman um 9,7 prósent á tímabilinu frá mars til september, miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta nam 290 milljónum punda, eða sem nemur 57,4 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Máli Motorola og Apple vísað frá dómi

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað frá máli Motorola gegn Apple. Bæði fyrirtækin framleiða vinsæla snjallsíma en Apple notar nokkrar lausnir frá Motorola í símana sína. Motorola fær 2,25% af söluvirði Apple símanna í staðinn, en þetta telja forsvarsmenn Apple að sé of hátt. Forsvarsmenn Motorola leituðu því til dómstóla til að fá þá til að kveða úr um hvað væri sanngjarnt verð, en dómstóllinn neitar að taka málið fyrir.

Viðskipti erlent

Suzuki af markaði í Bandaríkjunum

Suzuki bílar verða ekki seldir í Bandaríkjunum á næstunni. Ástæðan er sú að þrátt fyrir að bílarnir hafi verið seldir þar í þrjá áratugi virðast Bandaríkjamenn ekki vera spenntir fyrir þeim. Salan gengur illa og tekjurnar eru ekki nægjanlega miklar. Bifhjól og bátamótorar verða aftur á móti seldir áfram í Bandaríkjunum enda gengur sala þeirra mun betur.

Viðskipti erlent

Fróðleikur: Efnahagsstórveldið Bandaríkin

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru efnhagslegur stórviðburður, enda hefur stefna forseta Bandaríkjanna í efnahagsmálum afgerandi áhrif á ganga mála á alþjóðlegum fjármála- og verðbréfamörkuðum, sem og á sviði alþjóðastjórnmála. Hvort sem Demókratinn Barack Obama verður forseti áfram næstu fjögur ár, eða Repúblikaninn Mitt Romney verður nýr forseti landsins, er ljóst að krefjandi verkefni bíður nýs forseta þegar kemur að efnahagsmálum.

Viðskipti erlent

Seldu þrjár milljónir iPad mini á þremur dögum

Apple tilkynnti í dag að yfir þrjár milljónir iPad mini og fjórðu kynslóðar iPad-spjaldtölva hefðu selst um opnunarhelgina en sala á þeim hófst 23. október. Þetta eru tvöfalt fleiri spjaldtölvur en seldust opnunarhelgina á iPad í mars síðastliðnum.

Viðskipti erlent

Georg Jensen var eigendum til vandræða

Georg Jensen skartgripaverslanakeðjan hefur aldrei skilað eigendum sínum þeim hagnaði sem vænst var. Georg Jensen var í eigu fjárfestingasjóðsins Axcel í ellefu ár. Eins og greint var frá í morgun hefur keðjan síðan verið seld auðjöfrum frá Bahrain, en fyrirtækið sem heldur utan um eignarhlutann núna heitir Investcorp.

Viðskipti erlent

Danir selja Georg Jensen

Danska hönnunar- og skatgripafyrirtækið Georg Jensen hefur verið selt auðjöfrum frá Bahrain fyrir um sextán milljarða íslenskra króna. Það er fjárfestafyrirtækið Investcorp sem kaupir Georg Jensen, en Financial Times segir að kaupin verði staðfest síðar í dag. Margir Íslendingar þekkja Georg Jensen vegna jólaskrautsins sem fyrirtækið framleiðir.

Viðskipti erlent

Ríflega 171 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum

Ríflega 171 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í október, sem er töluvert mikið meira en reiknað hafði verið með. Þrátt fyrir þetta jókst skráð atvinnuleysi í Bandaríkjunum úr 7,8 prósent frá því í september í 7,9 prósent í október. Atvinnuleysisskráin í Bandaríkjunum þykir um margt óáreiðanleg, en einungis þeir sem eru skráðir virkir í atvinnuleit eru á atvinnuleysisskrá í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Stórum bönkum gert að styrkja lausafjárstöðu sína

Fjórir stórir alþjóðlegir bankar, Citigroup, HSBC, Deutsche Bank og JP Morgan, þurfa að fara varlega á næstu misserum og halda sterkri lausafjárstöðu, samkvæmt skilyrðum sem eftirlitstofnanir hafa sett bönkunum. Frá þessu var greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í morgun.

Viðskipti erlent

Salan hjá Panasonic hrynur - Um 1.200 milljarða tap

Japanski raftækjaframleiðandinn Panasonic glímir nú við mikinn rekstrarvanda, en sala á vörum fyrirtækisins hefur hrunið undanfarin misseri og er gera spár fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu til kauphallar, ráð fyrir um 9,6 milljarða dala tapi á þessu ári, eða sem nemur um 1.200 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Fækka störfum um 3000

Danske bank, einn stærsti banki Danmerkur, ætlar að fækka störfum um 3000 allt til ársins 2015. Það er um 1000 fleiri störf en bankinn hafði áður gert ráð fyrir þurfa að leggja niður. Bankinn hyggst ýta úr vör nýrri aðgerðaráætlun, New Standard, og segja fjölmiðlar í Danmörku að bankinn sé með þeirri áætlun að viðurkenna að uppsveifla í danska hagkerfinu sé ekki á næsta leyti.

Viðskipti erlent