Viðskipti erlent

Apple vill bylta sjónvarpsglápinu

Apple mun leggja höfuðáherslu á þróun Apple TV margmiðlunarspilarans eða svipaðrar vöru á næstu misserum. Þetta tilkynnti Tim Cook, framkvæmdastjóri tæknirisans í dag en hann var gestur í fréttaskýringarþætti NBC, Rock Center.

Viðskipti erlent

Auðbjörg segir upp 27 manns

Útgerðarfyrirtækið Auðbjörg ehf. í Þorlákshöfn hefur sagt upp 27 starfsmönnum fyrirtækisins, 13 í landvinnslu og 14 manna áhöfn á línubátnum Arnarbergi ÁR-150, segir á fréttavefnum dfs. Starfsfólkið í landvinnslunni hættir um áramótin en sjómennirnir hafa hætt nú þegar. Fyrirtækið á fjóra báta en ætlar að selja tvo þeirra. Nú eru eftir 45 starfsmenn hjá fyrirtækinu.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu er á uppleið að nýju eftir helgina. Verðið á Brent olíunni er að ná 112 dollurum á tunnuna og bandaríska léttolían er komin yfir 89 dollara á tunnuna. Fyrir helgina stóð tunnan af Brent olíunni í rúmum 110 dollurum.

Viðskipti erlent

Dýrasti Legokubbur heimsins skiptir um eigenda

Mjög sjaldgæfur Legokubbur var nýlega seldur hjá Brick Envy í Flórída en sú verslun sérhæfir sig í sérstökum Legovörum. Þessi kubbur sem er af hefðbundinni stærð en úr 14 karata gulli var seldur á tæplega 15.000 dollara eða hátt í 2 milljónir króna.

Viðskipti erlent

Fjölgar um tæplega þrefaldan íbúafjölda Norðurlanda á ári

Því er spáð að íbúa heimsins verði 9,6 milljarðar árið 2060, þar af verði 1,7 milljarður manna búsettur í Indlandi, sem þá verður langsamlega fjölmennasta ríki heimsins. Meðaltalsfjölgun íbúa á jörðinni nemur því 68,4 milljónum manna á hverju ári næstu 38 árin, eða sem nemur tæplega þreföldum íbúafjölda Norðurlandanna (Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Ísland, Fæeyjar, Frænland), en heildaríbúafjöldi þar er nú um 25,7 milljónir íbúa.

Viðskipti erlent

Hægir á í stærsta hagkerfi Suður-Ameríku

Hagvöxtur í brasilíska hagkerfinu mældist 0,6 prósent á þriðja ársfjórðungi sem var mun minna en búist hafði verið við, að því er segir í frétt á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Tölurnar eru sagðar hafa komið fjárfestum og stjórnvöldum í Brasilíu mjög á óvart, og segir greinandi hjá bankanum BES Investimento að tölurnar séu "hræðilegar“ og hljóti að hreyfa við stjórnvöldum, og jafnvel kalla á aðgerðir að hálfu þeirra til þess að örva hagkerfið.

Viðskipti erlent