Viðskipti erlent Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi að nýju og er tunnan af Brentolíunni komin í 109,5 dollara. Á föstudaginn var kostaði tunnan hinsvegar innan við 107 dollara. Tunnan af bandarísku léttolíunni er komin yfir 88 dollara og hefur hækkað um 0,5% frá því í gær. Viðskipti erlent 19.12.2012 09:55 Vogunarsjóður hagnast um 60 milljarða á grískum skuldabréfum Bandaríski vogunarsjóðurinn Third Point hagnaðist um 500 milljónir dollara eða yfir 60 milljarða króna á sölu á grískum ríkisskuldabréfum í síðustu viku. Viðskipti erlent 19.12.2012 08:44 Lánshæfiseinkunn Grikklands hækkuð um sex flokka Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Grikklands um sex flokka eða upp í B- og með stöðugum horfum. Viðskipti erlent 19.12.2012 06:34 Lettland vill taka upp evruna Lettland ætlar að sækja um að fá að taka upp evrur sem gjaldmiðil sinn í febrúar á næsta ári. Viðskipti erlent 19.12.2012 06:31 Samsung vill grafa stríðsöxina Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur dregið lögbannskröfu sína á vörur Apple til baka. Málið tekur til sölu á vörum Apple í Evrópu. Samsung hélt því upphaflega fram að Apple hefði nýtt sér höfundarréttarvarinn hugbúnað sinn í snjallsímum sínum og spjaldtölvum. Viðskipti erlent 18.12.2012 13:58 Instagram áskilur sér rétt til að selja myndirnar þínar Stjórnendur Instagram opinberuðu breytingar á notendaskilmálum sínum í dag. Instagram áskilur sér nú rétt til að selja ljósmyndir notenda sinna án þess að láta þá vita. Höfundar ljósmyndanna munu ekki geta farið fram á greiðslu frá Instagram vegna þessa. Viðskipti erlent 18.12.2012 13:12 Dönsku járnbrautirnar í miklum fjárhagserfiðleikum Dönsku ríkisjárnbrautirnar eða DSB eiga nú í miklum fjárhagserfiðleikum og í dönskum fjölmiðlum er því haldið fram að DSB rambi á barmi gjaldþrots. Viðskipti erlent 18.12.2012 06:32 Olíurisar vilja leita að olíu við austurströnd Grænlands Mikill áhugi er fyrir áframhaldandi olíuleit við austurströnd Grænlands. Nýlega voru boðnar út 19 blokkir, eða svæði, til olíuleitar og vinnslu á Grænlandshafi og sóttu 11 olíufélög um þessi svæði. Viðskipti erlent 18.12.2012 06:30 Apple sló öll fyrri sölumet með iPhone 5 í Kína Apple sló öll fyrri sölumet sín í Kína um helgina þegar fyrirtækið seldi þar tvær milljónir iPhone 5 síma frá föstudegi og fram á sunnudagssíðdegi. Viðskipti erlent 17.12.2012 08:23 Himinháar tekjur Hobbitans Það stefnir allt í það að myndin Hobbitinn: Óvænt ferðalag setji nýtt tekjumet. Tekjur vegna myndarinnar á föstudaginn, fyrsta sýningardegi í Bandaríkjunum, námu 37,5 milljónum dala. Spár gera ráð fyrir því að tekjur yfir helgina verði að minnsta kosti 85 milljónir dala. Sumir telja að tekjurnar geti farið allt upp í 100 milljónir, eða um 12,7 milljarða íslenskra króna. Aldrei hafa tekjur af nokkurri mynd, sem sýnd er í desember, verið jafn háar. Utan Bandaríkjanna hafa tekjur myndarinnar numið um 27 milljónum bandaríkjadala, eða um 3,4 milljörðum króna. Viðskipti erlent 16.12.2012 14:26 Neysla Dana á skyri hefur margfaldast á síðustu árum Neysla Dana á skyri hefur margfaldast á síðustu árum. Þetta kemur fram í greiningu sem unnin var á vegum danska matvælarisans FDB sem á m.a. Coop verslunarkeðjuna. Viðskipti erlent 15.12.2012 12:19 Píanóið í myndinni Casablanca selt á uppboði Píanóið sem notað var í hinni klassísku kvikmynd Casablanca var selt á uppboði í gærkvöldi hjá Sotheby´s í New York fyrir 600.000 dollara eða 72 milljónir króna. Viðskipti erlent 15.12.2012 10:25 Stofnandi IKEA sagður auðugasti maður heimsins Á árlegum lista um auðugustu einstaklinganna í Svíþjóð kemur fram að Ingvar Kamprad stofnandi IKEA telst nú auðugasti maður heimsins. Viðskipti erlent 14.12.2012 10:12 Bretar versla mest á netinu af stórþjóðum Netverslun er vinsælli hjá Bretum en nokkuri annarri stórþjóð í heiminum Viðskipti erlent 14.12.2012 06:18 Ekkert lát á verðhækkunum á áli Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á áli. Verðið er komið í 2.132 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. Viðskipti erlent 13.12.2012 09:32 Porsche slær eigið sölumet Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche hefur þegar slegið met sitt um fjölda seldra bíla á einu ári. Viðskipti erlent 13.12.2012 07:07 Sömdu um bankaeftirlitsstofnunina í nótt Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sömdu í nótt um að stofna eina bankaeftirlitsstofnun fyrir evruríkin 17 og á hún að taka til starfa í mars árið 2014. Viðskipti erlent 13.12.2012 06:27 Google tekur saman árið Tæknirisinn Google hefur birt árlega samantekt sína yfir helstu vangaveltur mannkyns. Alls voru 1.2 trilljón leitir framkvæmdar árið 2012. Viðskipti erlent 12.12.2012 22:10 Bakreikningur ógnar framtíð FIH bankans Dómsmál sem er í uppsiglingu gegn Bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) gæti endað með stórum bakreikningi til FIH bankans. Þar með myndu minnka enn frekar möguleikar Seðlabanka Íslands á að fá helminginn af söluverðinu fyrir FIH bankann endurgreiddan. Viðskipti erlent 12.12.2012 10:30 Finnar kaupa Royal Copenhagen Búið er að ganga frá sölunni á dönsku postulínsgerðinni Royal Copenhagen til finnska fyrirtækisins Fiskars. Viðskipti erlent 12.12.2012 09:45 Myndin The Hobbit er hvalreki fyrir Nýja Sjáland Gerð myndarinnar The Hobbit hefur verið sannkallaður hvalreki fyrir ferðamannaþjónustuna á norðurey Nýja Sjálands þar sem Hobbitaþorpið var byggt. Viðskipti erlent 12.12.2012 09:24 Rúmur helmingur fullorðinna á snjallsíma Könnun Rúmlega helmingur landsmanna yfir 18 ára aldri, um 54 prósent, á snjallsíma samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Það er veruleg aukning frá því árið 2010 þegar 43 prósent áttu slík tæki. Viðskipti erlent 12.12.2012 06:00 Flestir farsímaeigendur eiga Nokia Langflestir Íslendinga sem eiga farsíma eru með Nokia síma, eða um 43% þeirra sem eiga síma. Viðskipti erlent 11.12.2012 10:48 Kaupmáttur lækkar þriðja árið í röð í Danmörku Kaupmáttur launa í Danmörku lækkaði á þessu ári og er þetta þriðja árið í röð sem slíkt gerist. Verðlag hækkaði almennt í Danmörku um 2,3% í ár en launin hækkuðu aðeins um 1,4%. Viðskipti erlent 11.12.2012 09:07 HSBC greiðir 240 milljarða í sekt HSBC bankinn mun greiða bandarískum stjórnvöldum 1,9 milljarð dala, eða um 240 milljarða króna, í sekt vegna peningaþvættismáls. Þetta er sagt vera hæsta sekt sem nokkur banki hefur greitt vegna slíkra mála. Bankinn var grunaður um að hafa aðstoðað við að þvo peninga í eigu eiturlyfjahringja og ríkja sem bandarísk stjórnvöld höfðu beitt viðskiptaþvingunum. Viðskipti erlent 10.12.2012 23:32 Metsala í nýjum og notuðum bílum í Danmörku Aldrei áður hafa jafnmargir bílar verið seldir í Danmörku og í ár, hvort sem um nýja eða notaða bíla er að ræða. Viðskipti erlent 10.12.2012 08:57 Stórmarkaðir og hótel í Svíþjóð banna sölu á risarækjum Fjöldi stórmarkaða og hótela í Svíþjóð hafa bannað sölu á risarækjum sem koma úr eldiskvíum í Asíulöndum. Viðskipti erlent 10.12.2012 06:49 Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að gefa eftir. Verðið á tunnunni af Brent olíunni var komið undir 107 dollara í morgun eftir að hafa lækkað um 4% í síðustu viku. Viðskipti erlent 10.12.2012 06:22 Minnsta atvinnuleysi í Bandaríkjunum í fjögur ár Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 7,7% og hefur ekki verið minna síðustu fjögur árin. Viðskipti erlent 8.12.2012 12:48 Norðmenn kanna olíuleit og vinnslu við Svalbarða Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíuráði landsins að kanna möguleikana á olíuleit og olíuvinnslu við Svalbarða. Viðskipti erlent 8.12.2012 10:34 « ‹ 153 154 155 156 157 158 159 160 161 … 334 ›
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi að nýju og er tunnan af Brentolíunni komin í 109,5 dollara. Á föstudaginn var kostaði tunnan hinsvegar innan við 107 dollara. Tunnan af bandarísku léttolíunni er komin yfir 88 dollara og hefur hækkað um 0,5% frá því í gær. Viðskipti erlent 19.12.2012 09:55
Vogunarsjóður hagnast um 60 milljarða á grískum skuldabréfum Bandaríski vogunarsjóðurinn Third Point hagnaðist um 500 milljónir dollara eða yfir 60 milljarða króna á sölu á grískum ríkisskuldabréfum í síðustu viku. Viðskipti erlent 19.12.2012 08:44
Lánshæfiseinkunn Grikklands hækkuð um sex flokka Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Grikklands um sex flokka eða upp í B- og með stöðugum horfum. Viðskipti erlent 19.12.2012 06:34
Lettland vill taka upp evruna Lettland ætlar að sækja um að fá að taka upp evrur sem gjaldmiðil sinn í febrúar á næsta ári. Viðskipti erlent 19.12.2012 06:31
Samsung vill grafa stríðsöxina Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur dregið lögbannskröfu sína á vörur Apple til baka. Málið tekur til sölu á vörum Apple í Evrópu. Samsung hélt því upphaflega fram að Apple hefði nýtt sér höfundarréttarvarinn hugbúnað sinn í snjallsímum sínum og spjaldtölvum. Viðskipti erlent 18.12.2012 13:58
Instagram áskilur sér rétt til að selja myndirnar þínar Stjórnendur Instagram opinberuðu breytingar á notendaskilmálum sínum í dag. Instagram áskilur sér nú rétt til að selja ljósmyndir notenda sinna án þess að láta þá vita. Höfundar ljósmyndanna munu ekki geta farið fram á greiðslu frá Instagram vegna þessa. Viðskipti erlent 18.12.2012 13:12
Dönsku járnbrautirnar í miklum fjárhagserfiðleikum Dönsku ríkisjárnbrautirnar eða DSB eiga nú í miklum fjárhagserfiðleikum og í dönskum fjölmiðlum er því haldið fram að DSB rambi á barmi gjaldþrots. Viðskipti erlent 18.12.2012 06:32
Olíurisar vilja leita að olíu við austurströnd Grænlands Mikill áhugi er fyrir áframhaldandi olíuleit við austurströnd Grænlands. Nýlega voru boðnar út 19 blokkir, eða svæði, til olíuleitar og vinnslu á Grænlandshafi og sóttu 11 olíufélög um þessi svæði. Viðskipti erlent 18.12.2012 06:30
Apple sló öll fyrri sölumet með iPhone 5 í Kína Apple sló öll fyrri sölumet sín í Kína um helgina þegar fyrirtækið seldi þar tvær milljónir iPhone 5 síma frá föstudegi og fram á sunnudagssíðdegi. Viðskipti erlent 17.12.2012 08:23
Himinháar tekjur Hobbitans Það stefnir allt í það að myndin Hobbitinn: Óvænt ferðalag setji nýtt tekjumet. Tekjur vegna myndarinnar á föstudaginn, fyrsta sýningardegi í Bandaríkjunum, námu 37,5 milljónum dala. Spár gera ráð fyrir því að tekjur yfir helgina verði að minnsta kosti 85 milljónir dala. Sumir telja að tekjurnar geti farið allt upp í 100 milljónir, eða um 12,7 milljarða íslenskra króna. Aldrei hafa tekjur af nokkurri mynd, sem sýnd er í desember, verið jafn háar. Utan Bandaríkjanna hafa tekjur myndarinnar numið um 27 milljónum bandaríkjadala, eða um 3,4 milljörðum króna. Viðskipti erlent 16.12.2012 14:26
Neysla Dana á skyri hefur margfaldast á síðustu árum Neysla Dana á skyri hefur margfaldast á síðustu árum. Þetta kemur fram í greiningu sem unnin var á vegum danska matvælarisans FDB sem á m.a. Coop verslunarkeðjuna. Viðskipti erlent 15.12.2012 12:19
Píanóið í myndinni Casablanca selt á uppboði Píanóið sem notað var í hinni klassísku kvikmynd Casablanca var selt á uppboði í gærkvöldi hjá Sotheby´s í New York fyrir 600.000 dollara eða 72 milljónir króna. Viðskipti erlent 15.12.2012 10:25
Stofnandi IKEA sagður auðugasti maður heimsins Á árlegum lista um auðugustu einstaklinganna í Svíþjóð kemur fram að Ingvar Kamprad stofnandi IKEA telst nú auðugasti maður heimsins. Viðskipti erlent 14.12.2012 10:12
Bretar versla mest á netinu af stórþjóðum Netverslun er vinsælli hjá Bretum en nokkuri annarri stórþjóð í heiminum Viðskipti erlent 14.12.2012 06:18
Ekkert lát á verðhækkunum á áli Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á áli. Verðið er komið í 2.132 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. Viðskipti erlent 13.12.2012 09:32
Porsche slær eigið sölumet Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche hefur þegar slegið met sitt um fjölda seldra bíla á einu ári. Viðskipti erlent 13.12.2012 07:07
Sömdu um bankaeftirlitsstofnunina í nótt Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sömdu í nótt um að stofna eina bankaeftirlitsstofnun fyrir evruríkin 17 og á hún að taka til starfa í mars árið 2014. Viðskipti erlent 13.12.2012 06:27
Google tekur saman árið Tæknirisinn Google hefur birt árlega samantekt sína yfir helstu vangaveltur mannkyns. Alls voru 1.2 trilljón leitir framkvæmdar árið 2012. Viðskipti erlent 12.12.2012 22:10
Bakreikningur ógnar framtíð FIH bankans Dómsmál sem er í uppsiglingu gegn Bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) gæti endað með stórum bakreikningi til FIH bankans. Þar með myndu minnka enn frekar möguleikar Seðlabanka Íslands á að fá helminginn af söluverðinu fyrir FIH bankann endurgreiddan. Viðskipti erlent 12.12.2012 10:30
Finnar kaupa Royal Copenhagen Búið er að ganga frá sölunni á dönsku postulínsgerðinni Royal Copenhagen til finnska fyrirtækisins Fiskars. Viðskipti erlent 12.12.2012 09:45
Myndin The Hobbit er hvalreki fyrir Nýja Sjáland Gerð myndarinnar The Hobbit hefur verið sannkallaður hvalreki fyrir ferðamannaþjónustuna á norðurey Nýja Sjálands þar sem Hobbitaþorpið var byggt. Viðskipti erlent 12.12.2012 09:24
Rúmur helmingur fullorðinna á snjallsíma Könnun Rúmlega helmingur landsmanna yfir 18 ára aldri, um 54 prósent, á snjallsíma samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Það er veruleg aukning frá því árið 2010 þegar 43 prósent áttu slík tæki. Viðskipti erlent 12.12.2012 06:00
Flestir farsímaeigendur eiga Nokia Langflestir Íslendinga sem eiga farsíma eru með Nokia síma, eða um 43% þeirra sem eiga síma. Viðskipti erlent 11.12.2012 10:48
Kaupmáttur lækkar þriðja árið í röð í Danmörku Kaupmáttur launa í Danmörku lækkaði á þessu ári og er þetta þriðja árið í röð sem slíkt gerist. Verðlag hækkaði almennt í Danmörku um 2,3% í ár en launin hækkuðu aðeins um 1,4%. Viðskipti erlent 11.12.2012 09:07
HSBC greiðir 240 milljarða í sekt HSBC bankinn mun greiða bandarískum stjórnvöldum 1,9 milljarð dala, eða um 240 milljarða króna, í sekt vegna peningaþvættismáls. Þetta er sagt vera hæsta sekt sem nokkur banki hefur greitt vegna slíkra mála. Bankinn var grunaður um að hafa aðstoðað við að þvo peninga í eigu eiturlyfjahringja og ríkja sem bandarísk stjórnvöld höfðu beitt viðskiptaþvingunum. Viðskipti erlent 10.12.2012 23:32
Metsala í nýjum og notuðum bílum í Danmörku Aldrei áður hafa jafnmargir bílar verið seldir í Danmörku og í ár, hvort sem um nýja eða notaða bíla er að ræða. Viðskipti erlent 10.12.2012 08:57
Stórmarkaðir og hótel í Svíþjóð banna sölu á risarækjum Fjöldi stórmarkaða og hótela í Svíþjóð hafa bannað sölu á risarækjum sem koma úr eldiskvíum í Asíulöndum. Viðskipti erlent 10.12.2012 06:49
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að gefa eftir. Verðið á tunnunni af Brent olíunni var komið undir 107 dollara í morgun eftir að hafa lækkað um 4% í síðustu viku. Viðskipti erlent 10.12.2012 06:22
Minnsta atvinnuleysi í Bandaríkjunum í fjögur ár Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 7,7% og hefur ekki verið minna síðustu fjögur árin. Viðskipti erlent 8.12.2012 12:48
Norðmenn kanna olíuleit og vinnslu við Svalbarða Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíuráði landsins að kanna möguleikana á olíuleit og olíuvinnslu við Svalbarða. Viðskipti erlent 8.12.2012 10:34