Viðskipti erlent Vefpressan tapaði tæplega 30 milljónum 2011 Félagið Vefpressan ehf., sem m.a. rekur pressuna.is og eyjuna.is, tapaði 29,8 milljónum á árinu 2011, samkvæmt ársreikningi, en honum var skilað nú í upphafi ársins til Ársreikningaskrár, hinn 7. janúar. Viðskipti erlent 10.1.2013 11:08 Olíusalan dróst saman um 40% Olíusala Írans hefur fallið um allt að fjörutíu prósent frá því að vesturveldin hertu á viðskiptaþvingunum á landið fyrir um ári. Þetta staðfestir Rostam Quasemi, olíumálaráðherra Írans, og gefur í skyn að enn meiri samdráttar sé von. Viðskipti erlent 10.1.2013 11:00 Tap Danske Bank vegna kreppunnar er 2.000 milljarðar Tap Danske Bank frá því að fjármálakreppan hófst árið 2008 nemur 92 milljörðum danskra króna eða yfir 2.000 milljörðum króna. Viðskipti erlent 10.1.2013 09:26 Stórþingið greiðir atkvæði um olíuleit við Jan Mayen Reiknað er með að norska Stórþingið muni greiða atkvæði í vetur um olíuleit og vinnslu á tveimur hafsvæðum. Annarsvegar undan ströndum Jan Mayen og hinsvegar í suðausturhluta Barentshafs. Viðskipti erlent 10.1.2013 06:33 Ódýrari iPhone á leiðinni Svo gæti farið að ný og ódýrari útgáfa af iPhone snjallsímanum komi á markað seinna á þessu ári. Síðustu mánuði hefur tæknirisinn Apple staðið í ströngu við að halda í við keppinauta sína um yfirráð á snjallsíma-markaðinum. Viðskipti erlent 9.1.2013 21:24 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur áhyggjur af Kambódíu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur áhyggjur af því að mikill vöxtur efnahagslífsins í Kambódíu undanfarin misseri, muni snúast upp í mikil vandamál. Ástæðan er ör vöxtur, en lán banka til fyrirtækja í einkageiranum hafa aukist um þriðjung á einu ári, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun. Viðskipti erlent 9.1.2013 09:42 Hreinn hagnaður Alcoa rúmir 8 milljarðar Hreinn hagnaður bandaríska álrisans Alcoa, móðurfélags Fjarðaráls, nam 64 milljónum dollara eða rúmlega 8 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þessi hagnaður var í takt við væntingar sérfræðinga. Viðskipti erlent 9.1.2013 08:04 Ferðamenn geta tekið með sér dýrari varning án þess að greiða toll Ferðamenn geta á næstunni tekið með sér dýrari varning til landsins án þess að greiða af honum toll, en nú er heimilt. Þá verður hámarksverðmæti tollfrjálsra gjafa einnig hækkað. Viðskipti erlent 8.1.2013 19:45 Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram að aukast Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram að aukast og hefur aldrei verið meira í sögunni. Viðskipti erlent 8.1.2013 10:54 Stefnir í methagnað hjá Samsung enn einu sinni Forsvarsmenn Samsung gera ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi ársins í fyrra verði 8,3 milljarðar dala, eða sem nemur tælega ellefu hundruð milljörðum króna. Það er methagnaður fyrir einn fjórðung hjá fyrirtækinu, og um 90 prósent meiri hagnaður en fyrirtækið sýndi á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 8.1.2013 09:29 Engir vextir í boði á innlánsreikningum í dönskum bönkum Gífurlegur sparnaður Dana á undanförnum árum hefur leitt til þess að að fjöldi banka býður þeim aðeins upp á enga, eða núllvexti, á innlánsreikningum sínum. Viðskipti erlent 8.1.2013 06:33 Krugman segir óhætt fyrir Obama að slá billjón dollara mynt Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugmann er kominn á þá skoðun að Barack Obama Bandaríkjaforseti geti nýtt sér smugu í bandarísku stjórnarskránni og látið slá fyrir sig billjón dollara eða 1.000 milljarða dollara mynt úr platínu. Viðskipti erlent 8.1.2013 06:13 Nóg að gera í App Store - 40 milljarðar smáforrita hlaðið niður Apple tilkynnti í dag að búið sé að hlaða niður yfir 40 milljörðum smáforrita úr netverslunni App Store frá því að hún var sett á laggirnar árið 2008. Yfir 500 milljónir notendur eru með reikning í versluninni. Viðskipti erlent 7.1.2013 15:50 Hlutabréf í bönkum hækka um allan heim Hlutabréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum hafa hækkað mikið á mörkuðum í morgun, eftir að ákveðið var að gefa alþjóðlegum bönkum lengri tíma til þess að styrkja efnahag sinn, en tilkynning þess efnis var birt í gær. Samkvæmt fyrstu drögum nefndar á vegum Alþjóðagreiðslubankans í Basel, sem Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, fer fyrir. Viðskipti erlent 7.1.2013 12:00 Spænsk stjórnvöld tæma varasjóð til kaupa á skuldabréfum Stjónvöld á Spáni hafa nýtt sér einn stærsta varasjóð landsins til kaupa á eigin ríkisskuldabréfum. Sjóð þessum er annars ætlað að tryggja lífeyrisgreiðslur til eldri borgara Spánar í framtíðinni. Viðskipti erlent 7.1.2013 06:47 Atvinnuleysið stendur í stað Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 7,8 prósent í desembermánuði og hefur atvinnuleysið haldist óbreytt frá því í september. Það þykir mikill sigur fyrir Barack Obama, forseta landsins, að atvinnuleysið sé ekki að aukast en um 12,2 milljónir manna eru án atvinnu. Eitt af baráttumálum Obama í forsetakosningunum í haust var að minnka atvinnuleysið. Til samanburðar er atvinnuleysi á Ísland 5,4 prósent en um mitt ár 2009 var atvinnuleysið hér landi um átta og hálft prósent. Viðskipti erlent 6.1.2013 17:06 Verðmet: Túnfiskur seldur fyrir 233 milljónir Verðmet fyrir túnfisk var sett á uppboði í Japan í gærkvöld. Þar var 222 kílóa þungur bláuggatúnfiskur seldur fyrir um 233 milljónir króna eða rúmlega milljón krónur á kílóið. Viðskipti erlent 5.1.2013 09:23 App vikunnar Á nýju ári strengja margir áramótaheit. Erfitt getur verið að halda þessi áramótaheit og drífa sig út að hlaupa ef engin hvatning er fyrir hendi nema aukakíló og slen. Þá er ráð að kynnast fjölmörgum æfinga- og hlaupaöppum fyrir snjallsíma. Viðskipti erlent 5.1.2013 08:00 155 þúsund ný störf í Bandaríkjunum í desember Um 155 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í desember og mælist atvinnuleysi í landinu nú 7,8 prósent, samkvæmt tölum sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í morgun, og New York Times vitnar til á vefsíðu sinni. Viðskipti erlent 4.1.2013 15:09 Warren Buffett fjárfestir í sólarorku Warren Buffett einn af auðugustu mönnum heimsins hefur ákveðið að byggja stærsta sólarsellugarð heimsins. Viðskipti erlent 4.1.2013 07:04 Dagar elsta banka Sviss eru taldir Dagar Wegelin bankans, elsta banka Sviss, eru taldir en bankinn hættir starfsemi sinni um leið og hann hefur gengið frá greiðslu sektar upp á tæplega 60 milljónir dollara í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 4.1.2013 06:47 Allar kortagreiðslur í Páfagarði stöðvaðar Seðlabanki Ítalíu hefur stöðvað allar greiðslur með kortum í Páfagarði. Því verða allir sem þar búa eða koma sem ferðamenn að greiða með reiðufé. Viðskipti erlent 4.1.2013 06:35 iPhone 6 í búðir í maí - verður fáanlegur í öllum litum Það er löngu orðið þekkt að Apple gefur reglulega út nýjar útgáfur af iPhone-símanum vinsæla, sem hefur selst eins og heitar lummur síðustu ár. Viðskipti erlent 3.1.2013 14:48 Erlendar eignir Dana tæplega 14.000 milljarðar Nýjar tölur frá seðlabanka Danmerkur sýna að erlendar eignir Dana nema nú 610 milljörðum danskra kr. eða tæpum 14.000 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að hrunárið 2008 skulduðu Danir 170 milljarða danskra kr. í útlöndum. Viðskipti erlent 3.1.2013 09:37 Eitt besta og verðmætasta listasafn í heimi bakvið lás og slá Í rammgerðri hvelfingu í borginni Genf í Sviss er að finna eitt besta og verðmætasta listasafn í heimi en verkin í því munu aldrei koma fyrir augu almennings. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:52 Mesta aðsókn í Tívolí í fimm ár Árið í fyrra var gott fyrir hinn þekkta skemmtigarð Tívolí í Kaupmannahöfn. Rétt rúmlega fjórar milljónir gesta heimsóttu skemmtigarðinn á árinu og er þetta mesta aðsóknin undanfarin fimm ár. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:43 Al Jazeera kaupir bandaríska sjónvarpsstöð Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera hefur fest kaup á sjónvarpsstöðinni Current TV í Bandaríkjunum en þá stöð stofnaði Al Gore fyrrum varaforseti landsins og var einn af eigendum hennar. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:33 AGS segir að meira þurfi til í Bandaríkjunum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að samkomulagið sem kom í veg fyrir svokallað fjárlagaþverhnípi í Bandaríkjunum nú um áramótin sé ekki nægileg aðgerð til þess að takast á við efnahagsörðugleika landsins og fjárlagahalla þess til lengri tíma. Mun meira þurfi að koma til. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:27 Downton Abbey hefur áhrif á nýríkt fólk Verðlaunaþættir Downton Abbey hefur fengið metáhorf víða um heim. Þættirnir hafa orðið til þess að margir óska nú eftir ekta breskum "butler". Viðskipti erlent 2.1.2013 14:30 Markaðir bregðast vel við samkomulagi í Bandaríkjunum Verðbréfamarkaðir víða um heim hafa brugðist vel við samkomulagi í bandaríska þinginu sem kemur í veg fyrir að svonefnt fjárlagaþverhnípi hafi myndast, en ef samkomulagið hefði ekki náðst hefðu opinber fjármál bandaríska ríkisins komist í uppnám. FTSE vísitalan breska hækkaði um 1,5 prósent, DAX vísitalan þýska um 1,6 prósent og CAC 40 vísitalan franska um 1,4 prósent. Nær allsstaðar hækkuðu vísitölur og má rekja þær til samkomulagsins í Bandaríkjunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 2.1.2013 09:01 « ‹ 151 152 153 154 155 156 157 158 159 … 334 ›
Vefpressan tapaði tæplega 30 milljónum 2011 Félagið Vefpressan ehf., sem m.a. rekur pressuna.is og eyjuna.is, tapaði 29,8 milljónum á árinu 2011, samkvæmt ársreikningi, en honum var skilað nú í upphafi ársins til Ársreikningaskrár, hinn 7. janúar. Viðskipti erlent 10.1.2013 11:08
Olíusalan dróst saman um 40% Olíusala Írans hefur fallið um allt að fjörutíu prósent frá því að vesturveldin hertu á viðskiptaþvingunum á landið fyrir um ári. Þetta staðfestir Rostam Quasemi, olíumálaráðherra Írans, og gefur í skyn að enn meiri samdráttar sé von. Viðskipti erlent 10.1.2013 11:00
Tap Danske Bank vegna kreppunnar er 2.000 milljarðar Tap Danske Bank frá því að fjármálakreppan hófst árið 2008 nemur 92 milljörðum danskra króna eða yfir 2.000 milljörðum króna. Viðskipti erlent 10.1.2013 09:26
Stórþingið greiðir atkvæði um olíuleit við Jan Mayen Reiknað er með að norska Stórþingið muni greiða atkvæði í vetur um olíuleit og vinnslu á tveimur hafsvæðum. Annarsvegar undan ströndum Jan Mayen og hinsvegar í suðausturhluta Barentshafs. Viðskipti erlent 10.1.2013 06:33
Ódýrari iPhone á leiðinni Svo gæti farið að ný og ódýrari útgáfa af iPhone snjallsímanum komi á markað seinna á þessu ári. Síðustu mánuði hefur tæknirisinn Apple staðið í ströngu við að halda í við keppinauta sína um yfirráð á snjallsíma-markaðinum. Viðskipti erlent 9.1.2013 21:24
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur áhyggjur af Kambódíu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur áhyggjur af því að mikill vöxtur efnahagslífsins í Kambódíu undanfarin misseri, muni snúast upp í mikil vandamál. Ástæðan er ör vöxtur, en lán banka til fyrirtækja í einkageiranum hafa aukist um þriðjung á einu ári, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun. Viðskipti erlent 9.1.2013 09:42
Hreinn hagnaður Alcoa rúmir 8 milljarðar Hreinn hagnaður bandaríska álrisans Alcoa, móðurfélags Fjarðaráls, nam 64 milljónum dollara eða rúmlega 8 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þessi hagnaður var í takt við væntingar sérfræðinga. Viðskipti erlent 9.1.2013 08:04
Ferðamenn geta tekið með sér dýrari varning án þess að greiða toll Ferðamenn geta á næstunni tekið með sér dýrari varning til landsins án þess að greiða af honum toll, en nú er heimilt. Þá verður hámarksverðmæti tollfrjálsra gjafa einnig hækkað. Viðskipti erlent 8.1.2013 19:45
Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram að aukast Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram að aukast og hefur aldrei verið meira í sögunni. Viðskipti erlent 8.1.2013 10:54
Stefnir í methagnað hjá Samsung enn einu sinni Forsvarsmenn Samsung gera ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi ársins í fyrra verði 8,3 milljarðar dala, eða sem nemur tælega ellefu hundruð milljörðum króna. Það er methagnaður fyrir einn fjórðung hjá fyrirtækinu, og um 90 prósent meiri hagnaður en fyrirtækið sýndi á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 8.1.2013 09:29
Engir vextir í boði á innlánsreikningum í dönskum bönkum Gífurlegur sparnaður Dana á undanförnum árum hefur leitt til þess að að fjöldi banka býður þeim aðeins upp á enga, eða núllvexti, á innlánsreikningum sínum. Viðskipti erlent 8.1.2013 06:33
Krugman segir óhætt fyrir Obama að slá billjón dollara mynt Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugmann er kominn á þá skoðun að Barack Obama Bandaríkjaforseti geti nýtt sér smugu í bandarísku stjórnarskránni og látið slá fyrir sig billjón dollara eða 1.000 milljarða dollara mynt úr platínu. Viðskipti erlent 8.1.2013 06:13
Nóg að gera í App Store - 40 milljarðar smáforrita hlaðið niður Apple tilkynnti í dag að búið sé að hlaða niður yfir 40 milljörðum smáforrita úr netverslunni App Store frá því að hún var sett á laggirnar árið 2008. Yfir 500 milljónir notendur eru með reikning í versluninni. Viðskipti erlent 7.1.2013 15:50
Hlutabréf í bönkum hækka um allan heim Hlutabréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum hafa hækkað mikið á mörkuðum í morgun, eftir að ákveðið var að gefa alþjóðlegum bönkum lengri tíma til þess að styrkja efnahag sinn, en tilkynning þess efnis var birt í gær. Samkvæmt fyrstu drögum nefndar á vegum Alþjóðagreiðslubankans í Basel, sem Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, fer fyrir. Viðskipti erlent 7.1.2013 12:00
Spænsk stjórnvöld tæma varasjóð til kaupa á skuldabréfum Stjónvöld á Spáni hafa nýtt sér einn stærsta varasjóð landsins til kaupa á eigin ríkisskuldabréfum. Sjóð þessum er annars ætlað að tryggja lífeyrisgreiðslur til eldri borgara Spánar í framtíðinni. Viðskipti erlent 7.1.2013 06:47
Atvinnuleysið stendur í stað Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 7,8 prósent í desembermánuði og hefur atvinnuleysið haldist óbreytt frá því í september. Það þykir mikill sigur fyrir Barack Obama, forseta landsins, að atvinnuleysið sé ekki að aukast en um 12,2 milljónir manna eru án atvinnu. Eitt af baráttumálum Obama í forsetakosningunum í haust var að minnka atvinnuleysið. Til samanburðar er atvinnuleysi á Ísland 5,4 prósent en um mitt ár 2009 var atvinnuleysið hér landi um átta og hálft prósent. Viðskipti erlent 6.1.2013 17:06
Verðmet: Túnfiskur seldur fyrir 233 milljónir Verðmet fyrir túnfisk var sett á uppboði í Japan í gærkvöld. Þar var 222 kílóa þungur bláuggatúnfiskur seldur fyrir um 233 milljónir króna eða rúmlega milljón krónur á kílóið. Viðskipti erlent 5.1.2013 09:23
App vikunnar Á nýju ári strengja margir áramótaheit. Erfitt getur verið að halda þessi áramótaheit og drífa sig út að hlaupa ef engin hvatning er fyrir hendi nema aukakíló og slen. Þá er ráð að kynnast fjölmörgum æfinga- og hlaupaöppum fyrir snjallsíma. Viðskipti erlent 5.1.2013 08:00
155 þúsund ný störf í Bandaríkjunum í desember Um 155 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í desember og mælist atvinnuleysi í landinu nú 7,8 prósent, samkvæmt tölum sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í morgun, og New York Times vitnar til á vefsíðu sinni. Viðskipti erlent 4.1.2013 15:09
Warren Buffett fjárfestir í sólarorku Warren Buffett einn af auðugustu mönnum heimsins hefur ákveðið að byggja stærsta sólarsellugarð heimsins. Viðskipti erlent 4.1.2013 07:04
Dagar elsta banka Sviss eru taldir Dagar Wegelin bankans, elsta banka Sviss, eru taldir en bankinn hættir starfsemi sinni um leið og hann hefur gengið frá greiðslu sektar upp á tæplega 60 milljónir dollara í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 4.1.2013 06:47
Allar kortagreiðslur í Páfagarði stöðvaðar Seðlabanki Ítalíu hefur stöðvað allar greiðslur með kortum í Páfagarði. Því verða allir sem þar búa eða koma sem ferðamenn að greiða með reiðufé. Viðskipti erlent 4.1.2013 06:35
iPhone 6 í búðir í maí - verður fáanlegur í öllum litum Það er löngu orðið þekkt að Apple gefur reglulega út nýjar útgáfur af iPhone-símanum vinsæla, sem hefur selst eins og heitar lummur síðustu ár. Viðskipti erlent 3.1.2013 14:48
Erlendar eignir Dana tæplega 14.000 milljarðar Nýjar tölur frá seðlabanka Danmerkur sýna að erlendar eignir Dana nema nú 610 milljörðum danskra kr. eða tæpum 14.000 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að hrunárið 2008 skulduðu Danir 170 milljarða danskra kr. í útlöndum. Viðskipti erlent 3.1.2013 09:37
Eitt besta og verðmætasta listasafn í heimi bakvið lás og slá Í rammgerðri hvelfingu í borginni Genf í Sviss er að finna eitt besta og verðmætasta listasafn í heimi en verkin í því munu aldrei koma fyrir augu almennings. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:52
Mesta aðsókn í Tívolí í fimm ár Árið í fyrra var gott fyrir hinn þekkta skemmtigarð Tívolí í Kaupmannahöfn. Rétt rúmlega fjórar milljónir gesta heimsóttu skemmtigarðinn á árinu og er þetta mesta aðsóknin undanfarin fimm ár. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:43
Al Jazeera kaupir bandaríska sjónvarpsstöð Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera hefur fest kaup á sjónvarpsstöðinni Current TV í Bandaríkjunum en þá stöð stofnaði Al Gore fyrrum varaforseti landsins og var einn af eigendum hennar. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:33
AGS segir að meira þurfi til í Bandaríkjunum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að samkomulagið sem kom í veg fyrir svokallað fjárlagaþverhnípi í Bandaríkjunum nú um áramótin sé ekki nægileg aðgerð til þess að takast á við efnahagsörðugleika landsins og fjárlagahalla þess til lengri tíma. Mun meira þurfi að koma til. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:27
Downton Abbey hefur áhrif á nýríkt fólk Verðlaunaþættir Downton Abbey hefur fengið metáhorf víða um heim. Þættirnir hafa orðið til þess að margir óska nú eftir ekta breskum "butler". Viðskipti erlent 2.1.2013 14:30
Markaðir bregðast vel við samkomulagi í Bandaríkjunum Verðbréfamarkaðir víða um heim hafa brugðist vel við samkomulagi í bandaríska þinginu sem kemur í veg fyrir að svonefnt fjárlagaþverhnípi hafi myndast, en ef samkomulagið hefði ekki náðst hefðu opinber fjármál bandaríska ríkisins komist í uppnám. FTSE vísitalan breska hækkaði um 1,5 prósent, DAX vísitalan þýska um 1,6 prósent og CAC 40 vísitalan franska um 1,4 prósent. Nær allsstaðar hækkuðu vísitölur og má rekja þær til samkomulagsins í Bandaríkjunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 2.1.2013 09:01