Viðskipti erlent

Halldór Ragnarsson rekinn sem forstjóri Pihl & Sön

Halldóri P. Ragnarssyni forstjóra danska bygginga- og verktakarisans Pihl & Sön, móðurfélags Ístaks, hefur verið vikið frá störfum. Hann hafði aðeins gengt stöðunni í eitt ár. Ákvörðun þessi var gerð opinber í dag í kjölfar birtingar á blóðrauðu uppgjöri verktakans fyrir síðasta ár.

Viðskipti erlent

Hótelkeðjan First Hotels í Danmörku lýst gjaldþrota

Hótelkeðjan First Hotels í Danmörku hefur verið lýst gjaldþrota vegna húsaleiguskuldar hjá hóteli þeirra sem stendur við Österport járnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn. Húsaleigan hefur ekki verið greidd í fjóra mánuði og eiganda húsnæðisins, Hotel Österport, er nóg boðið og hefur krafist gjaldþrots keðjunnar.

Viðskipti erlent

Loksins hagnaður af rekstri FIH bankans

Hagnaður varð af rekstri FIH bankans í Danmörku á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 16 milljónum danskra króna eða um 330 milljónum kr. fyrir skatta. Þetta er besta uppgjör bankans á síðustu 10 ársfjórðungum.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysistölur á Spáni vekja litla gleði

Nýjar atvinnuleysistölur á Spáni sýna að skráð atvinnuleysi minnkaði um 0,9% í apríl miðað við fyrri mánuð. Þetta vekur þó litla gleði enda er þessi minnkun tímabundin þar sem veitingahús og hotel hafa verið að ráða fólk til að mæta ferðamannastrauminum í sumar.

Viðskipti erlent

Peningarnir flæða inn í kassann hjá Lego

Peningarnir flæða inn í kassan hjá danska leikfangarisanum Lego. Hagnaður Lego á síðasta ári nam tæpum 6,3 milljörðum danskra kr. eða tæplega 130 milljörðum króna eftir skatta. Þetta er hátt í tvöfalt meiri hagnaður en árið áður.

Viðskipti erlent