Viðskipti erlent

OECD: Bilið milli ríkra og fátækra einna minnst á Íslandi

Í nýrri úttekt frá OECD um bilið milli ríkra og fátækra meðal aðildarþjóða sinna kemur fram að Ísland er í hópi þeirra þjóða þar sem þetta bil er einna minnst. Aðrar þjóðir í þeim hópi eru Noregur, Danmörk og Slóveníu. Bilið milli ríkra og fátækra er aftur á móti mest í Bandaríkjunum, Mexíkó, Tyrklandi og Chile.

Viðskipti erlent

Halldór Ragnarsson rekinn sem forstjóri Pihl & Sön

Halldóri P. Ragnarssyni forstjóra danska bygginga- og verktakarisans Pihl & Sön, móðurfélags Ístaks, hefur verið vikið frá störfum. Hann hafði aðeins gengt stöðunni í eitt ár. Ákvörðun þessi var gerð opinber í dag í kjölfar birtingar á blóðrauðu uppgjöri verktakans fyrir síðasta ár.

Viðskipti erlent

Hótelkeðjan First Hotels í Danmörku lýst gjaldþrota

Hótelkeðjan First Hotels í Danmörku hefur verið lýst gjaldþrota vegna húsaleiguskuldar hjá hóteli þeirra sem stendur við Österport járnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn. Húsaleigan hefur ekki verið greidd í fjóra mánuði og eiganda húsnæðisins, Hotel Österport, er nóg boðið og hefur krafist gjaldþrots keðjunnar.

Viðskipti erlent