Tónlist

Eftirlæti gagnrýnenda

Bandarísku indírokkararnir í Yo La Tengo gáfu á þriðjudaginn út sína þrettándu hljóðversplötu, Fade. Tríóið nýtur mikillar virðingar og hefur lengi verið eftirlæti gagnrýnenda en meginstraumsvinsældir hafa verið takmarkaðar, enda tónlistin oft á tíðum tilraunakennd, lágstemmd og innhverf.

Tónlist

Skeggjaðar klappstýrur halda uppi merkjum Sónar Reykjavík

Skeggjaðar klappstýrur bera hitann af því að breiða út hreiður tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík sem verður haldin í Hörpu í febrúar. Hátíðarhaldarar hafa verið duglegir að setja kynningarmyndbönd á netið fyrir hátíðina og kláruðu í dag nýtt myndband af klappstýrunum sem sjá má hér fyrir ofan.

Tónlist

Hjaltalín með plötu ársins

Hjaltalín á plötu ársins, Enter 4, og Háa C með Moses Hightower er lag ársins hjá blaðinu Reykjavík Grapevine, sem veitti fyrir skömmu sín fyrstu tónlistarverðlaun.

Tónlist

Gefa miða á stærstu danshátíð heims

"Þetta er stærsta danshátíð í heimi þar sem um 250 af frægustu plötusnúðum heims, frá 75 mismunandi löndum, spila tónlist í þrjá daga,“ segir plötusnúðurinn Ólafur Geir Jónsson um danshátíðina Tomorrowland, sem er haldin í Belgíu í lok júlí ár hvert. Um 200.000 miðar eru í boði á hátíðina, sem yfirleitt seljast upp á örfáum klukkutímum. "Það voru um 100 Íslendingar sem ætluðu að fara í hópferð í fyrra en svo fengu bara örfáir þeirra miða. Þetta er svakalega stórt og stækkar bara með hverju árinu, en þarna er að finna öll stærstu nöfnin í bransanum,“ segir Ólafur Geir, en á meðal þeirra sem þeyta skífum á hátíðinni eru David Guetta, Tiesto og Swedish House Mafia.

Tónlist

Með tvo umboðsmenn í London

Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir heldur útgáfutónleika í Viðeyjarstofu í Viðey í kvöld. Þar kynnir hún sína fjórðu plötu, Moment, sem kom út fyrir jól.

Tónlist

Mætir með tonn af búnaði

Raftónlistarmaðurinn Squarepusher kemur hingað til lands með rúmlega tonn af búnaði vegna tónleika sinna á Sónar-hátíðinni sem verður haldin í Hörpu um miðjan febrúar. Við þennan búnað bætist svo stærsti ljósaskjár sem til er á Íslandi sem verður sérstaklega settur upp í Silfurbergi, enda leggur tónlistarmaðurinn mikið upp úr sjónræna þættinum.

Tónlist

Kynna Airwaves í París

Hljómsveitirnar Ghostigital og Epic Rain spila í París 31. janúar á tónlistarviðburði sem tengist Iceland Airwaves-hátíðinni.

Tónlist

Öfgarokk í Efstaleitinu

Þrátt fyrir að vinna hjá hinu virðulega Ríkisútvarpi sækja rokkþyrstu fjölmiðlamennirnir Andri Freyr Viðarsson, Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson í harðasta hávaðagargið sem fyrirfinnst í heimi hér.

Tónlist

Furðulegasti rokkvarningur í heimi

Hefur þú prófað Blur-ostinn, Rolling Stones-málmleitartækið eða Kiss-líkkistuna? Þegar moldríkir og miðaldra rokkarar hafa lítið fyrir stafni fara hlutir að gerast.

Tónlist

Annað ár úlfsins fram undan

Árið 2012 var einstaklega gæfuríkt fyrir skagfirsku rappsveitina Úlfur Úlfur en þetta vinsæla tríó er staðráðið í að toppa sig tónlistarlega á nýja árinu.

Tónlist

Pabbi passar Pascal Pinon

Þær Jófríður og Ásthildur Ákadætur skipa dúettinn Pascal Pinon, sem sendi nýverið frá sér plötuna Twosomeness, en þær taka pabba með í tónleikaferðir.

Tónlist

Gangnam Style áramót

Psy, 35 ára, og rapparinn MC Hammer fluttu slagarann Gangnam Style á eftirminnilegan hátt á Times Squeare í New York í gærkvöldi. Flutninginn má sjá í myndskeiðinu hér að neðan:

Tónlist

Of Monsters söluhæst á vínyl

My Head Is an Animal með Of Monsters and Men er söluhæsta vínylplata ársins á Íslandi. Hún hefur selst í um 400 eintökum síðan hún kom út í lok október. Alls voru 500 númeruð eintök prentuð og hafa þau selst eins og heitar lummur. Geisladiskurinn hefur selst í um 20 þúsund eintökum, þar af 10 þúsund á þessu ári.

Tónlist

Ocean og Usher oftast á topp fimm

Erlendir tónlistarmiðlar hafa verið uppteknir við að birta hina ýmsu árslista að undanförnu. Listi yfir bestu lögin er þar ekki undanskilinn. Ekki kemur á óvart að bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean kemur við sögu á flestum listunum, enda var platan hans, Channel Orange, sú sem þótti skara fram úr á þessu ári þegar allir plötudómar höfðu verið teknir saman. Ocean á þrjú mismunandi lög á neðantöldum listum.

Tónlist