Tónlist

„Þetta var alveg stórkostlegt“

Sónar tónlistarhátíðinni lauk með glæsibrag í Hörpu í gærkvöldi. Tæplega þrjú þúsund manns sóttu hátíðina en á meðal tónlistarmanna sem komu fram voru Mugison, Ásgeir Trausti, James Blake og Squarepusher.

Björn Steinbekk, skipuleggjandi, segir hátíðin hafa fengið afar vel.

„Já, við erum mjög ánægðir. Við vorum að gera þetta í fyrsta skipti og það er í sjálfu sér mikil áskorun. En þetta var góð helgi til að læra af og við erum öll mjög stolt," segir Björn.

Þá segir Björn að stemningin í Hörpu í gær hafi verið frábær og að gott flæði hafi verið á hátíðargestum.

„Þetta var bara alveg stórkostlegt," segir Björn. „Við höfðum reyndar áhyggjur af Eddu-verðlaununum sem fóru fram í Hörpu í gær. En þetta gekk mjög vel. Við getum öll verið stolt af Hörpu og starfskraftinum þar."

En verður Sónar tónlistarhátíðin haldur aftur að ári?

„Við munum nota næstu daga og vikur til að komast að niðurstöðu um það. Við erum með samning um að gera þetta aftur," segir Björn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×