Tíska og hönnun

Kim Kardashian í djörfum kjól

Það virðist vera nóg að gera hjá Kim Kardashian því varla líður dagur án þess að hún sjáist í fullum skrúða í partýum, á rauða dreglinu eða á förnum vegi með nýja kærastanum.

Tíska og hönnun

Nemur hjá prjónadrottningu

Þetta er draumur og ég er í skýjunum að komast að hjá Rykiel sem er kölluð drottning prjónsins í tískuheiminum, segir fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir sem heldur út í starfsnám til franska tískuhússins Soniu Rykiel í vikunni.

Tíska og hönnun

Leður og eldrauðar varir

Söngkonan Beyonce og barnsfaðir hennar og eiginmaður, rapparinn Jay-Z, skemmtu sér saman um helgina. Þau mættu á Made in America tónlistarhátíðina glöð að sjá. Beyonce var með eldrauðan varalit klædd í leður buxur og pinnahæla - algjör pæja eins og sjá má í myndasafni. Jay-Z steig á svið og söng meðal annars hittarann 99 Problems - það var ekki að spyrja að því áhorfendur trylltust, greinilega ánægðir með frammistöðu rapparans.

Tíska og hönnun

Kynnir íslenska list fyrir Pólverjum

„Ég hef gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma en opnaði síðuna nú fyrst í ágúst,“ segir Magdalena Dybka sem heldur úti bloggsíðunni showrum.wordpress.com. Á síðunni fjallar hún ítarlega um íslenska hönnun, tónlist og myndlist og er ætlunin að kynna íslenska list fyrir pólskum lesendum.

Tíska og hönnun

Matreiðsluþáttur fyrir tískuunnendur

Tíska Vefsíðan Fashionista.com hefur farið af stað með matreiðsluþætti er nefnast Haute cuisine. Þar munu þekktir einstaklingar úr tískuiðnaðinum elda uppáhaldsrétti sína með þáttastjórnandanum David Yi.

Tíska og hönnun

Fagrir kjólar í Feneyjum

Kvikmyndahátíðin í Feneyjum fer fram þessa dagana en þetta er í 69. sinn sem hátíðin er haldin. Opnunarhátíðin fór fram með pompi og prakt á miðvikudagskvöldið þar sem ekki síst síðkjólarnir vöktu athygli. Kate Hudson kastaði stjörnublæ á samkomuna þar sem hún kom í gullkjól með unnusta sinn Matt Bellamy upp á arminn. Hudson leikur aðalhlutverkið í myndinni The Reluctant Fundamentalist sem var opnunarmynd hátíðarinnar.

Tíska og hönnun

Falleg í fjólubláu

Fyrirsætan fagra og eiginkona Matthew McConauhey, Camila Alves hefur verið mikið á ferðinni í New York undanfarna daga með börn þeirra hjóna en ástæðan er sú að McConauhey er við tökur í borginni.

Tíska og hönnun

Rokkuð Miley

Söngkonan Miley Cyrus, 19 ára, var mynduð með nýju hárgreiðsluna, sem fer henni bara mjög vel, að versla í New York í gærdag. Hún keypti notaðan fatnað í kílóavís áður en hún stökk í leigubíl. Útlit söngkonunnar hefur breyst töluvert síðan hún aflitaði og klippti hárið stutt úr saklausu syngjandi Disney-stúlkunni yfir í skvísu með drengjakoll klædd í grófa skó með keðjur um hálsinn.

Tíska og hönnun

Bæ bæ ljóska - halló brúnetta

"Ljóskan var kvödd í dag woohhaa!!," skrifar Marín Manda Magnúsdóttir athafnakona á Facebooksíðuna sína í gær ásamt mynd sem hún póstaði af sér með nýja háralitinn sem er ljósbrúnn...

Tíska og hönnun

Dallas hópurinn í sparifötunum í London

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá leikara Dallas þáttanna í frumsýningarpartýi sem fram fór í London í gær en þar hafa leikararnir dvalið undanfarna daga til að kynna þættina. Eins og sjá má voru leikararnir prúðbúnir og flottir. Þættirnir hafa fengið góðar viðtökur hér á landi en þeir eru sýndir á stöð 2.

Tíska og hönnun

Skemmtilega skrýtnir skór

Söngkonan Rihanna, 24 ára, var í skemmtilega skrýtnum skóm í gær í Los Angeles. Rihanna, sem er vissulega leiðandi í tísku á heimsvísu, var á leiðinni á fund en hún hefur eflaust í mörgu að snúast fyrir utan það að syngja og skemmta eins og henni einni er lagið. Eins og sjá má á mynd voru skórnir hennar allsérstakir - þá sér í lagi hællinn.

Tíska og hönnun

Eftirlíking af Fuzzy skýtur upp kollinum í Danmörku

Dönsk hönnunarstofa sem nefnist Lop Furniture framleiðir kolla sem þykja furðu líkir Fuzzy-kollinum sem hannaður var árið 1970 af Sigurði Má Helgasyni. Vöruhönnuðurinn Svana Lovísa Kristjánsdóttir heldur úti blogginu Svartáhvítu og vakti hún fyrst athygli á málinu á síðu sinni á miðvikudag.

Tíska og hönnun