Sport

Tíu marka sigur Ís­lands

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann tíu marka sigur á tékkneska félagsliðinu Házená Kynzvart, 35-25. Ísland er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í nóvember.

Handbolti

Unga hjólreiðakonan látin

Svissneska hjólreiðakonan Muriel Furrer, sem slasaðist alvarlega á höfði á heimsmeistaramóti ungmenna í Sviss, er látin, átján ára að aldri.

Sport

Her­mann hættur með ÍBV

ÍBV verður með nýjan mann í brúnni þegar það spilar í Bestu deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari liðsins.

Íslenski boltinn

Du­sty aftur á toppinn eftir 4. um­ferð

Fjórðu um­­­­­­­­­ferð Ljós­­­­­leiðara­­­­­deildarinnar í Coun­ter Stri­ke lauk í gær­­­­kvöld með þremur leikjum þar sem Du­sty sigraði Raf­ík 2-0, Saga lagði Kano 2-1 og Þór hafði betur gegn ÍA 2-0.

Rafíþróttir

Bestu guttarnir í Bestu deild karla

Vísir tók saman lista yfir ellefu bestu ungu leikmenn Bestu deildar karla í sumar. Um er að ræða leikmenn fædda 2004 og síðar og þeir verða að hafa spilað að minnsta kosti tíu deildarleiki í sumar.

Íslenski boltinn

Pabbinn fékk tattú á punginn

Pabbi sænska ólympíumeistarans David Åhman hefur nú staðið við stóru orðin og skartar glæsilegu ólympíutattúi á pungnum. Systirin Fanny Åhman festi allt á filmu og segir menn nú bíða í röðum eftir að skoða punginn á pabba gamla.

Sport

Viktor Gísli öflugur gegn PSG

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki Wisla Plock sem mátti þola naumt tap gegn París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Kristján Örn Kristjánsson átti þá góðan leik í efstu deild Danmerkur.

Handbolti