Sport

Al­dís Ásta frá­bær í sigri Skara

Skara vann gríðarlega öruggan útisigur á Aranäs í sænsku úrvalsdeild kvenna í handbolta. Skara hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Aldís Ásta Heimisdóttir var frábær í liði Skara í kvöld.

Handbolti

Dier eltir Kane til Bayern

Félagaskiptaofvitinn Fabrizio Romano hefur greint frá því að það styttist í að Þýskalandsmeistarar Bayern München tilkynni miðvörðinn Eric Dier sem nýjasta leikmann liðsins.

Fótbolti

Hanna frá Val í FH

FH-ingar hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna en Hanna Kallmaier hefur gert tveggja ára samning við Fimleikafélagið.

Íslenski boltinn

„Reynslunni ríkari í dag“

Gísli Þorgeir Kristjánsson á góðar minningar úr Ólympíuhöllinni í München en hann sneri aftur þangað í dag, á æfingu vegna fyrsta leiks á EM í handbolta sem er við Serbíu á morgun.

Handbolti

David Okeke fór ekki í hjartastopp á Króknum

David Okeke er byrjaður að spila aftur með Haukum í Subway deild karla í körfubolta en meint hjartastopp hans á Sauðárkróki hans í nóvember var hvorki það né hjartaáfall. Nú vitum við meira hvað gerðist hjá miðherjanum öfluga í þessum leik.

Körfubolti

Haukar segja sína hlið á laugar­dags­fundinum með E­vera­ge

Everage Lee Richardson er og verður áfram leikmaður Breiðabliks. Haukar hafa lokað málinu enda leikmaðurinn á samningi hjá Breiðabliki. Haukar sýndu honum áhuga og ræddu við hann en segjast þá hafa fengið þær upplýsingar að hann væri að laus hjá Breiðabliki. Svo var hins vegar ekki.

Körfubolti

Viktor Gísli ekki með á æfingu

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er ekki með á æfingu í München nú í morgunsárið, daginn fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. Hann er veikur.

Handbolti