Skoðun

Halló! Er einhver heima?

Steinunn Árnadóttir skrifar

Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir! Hversu langt er hægt að láta skepnuníð viðgangast?

Skoðun

Leigusali í kröppum dansi við músina

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

MAMMAAA, MAMMA, það er MÚS, það er MÚS í húsinu…Já, svona var ég dregin frá listilegum tilburðum mínum fyrir framan spegilinn, árla morguns fyrir nokkrum árum síðan. Upphófst þá mikill eltingarleikur við blessaða músina sem hafði náð að smygla sér inn í húsið líklega með ketti leigutakans.

Skoðun

Ljóstýran einkavædd

Stefán Pálsson skrifar

Frá því að raunverulegt þéttbýli hóf að myndast í Reykjavík hefur verið litið svo á götulýsing væri samfélagslegt verkefni – þótt illu heilli sé útlit fyrir að það kunni að vera að breytast nú í ljósi nýjustu fregna.

Skoðun

Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis

Halldór Oddsson skrifar

Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar.

Skoðun

Takk fyrir ekkert

Aðalgeir Ásvaldsson skrifar

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Það er með ólíkindum að hæstu áfengisskattar í Evrópu dugi ekki sitjandi ríkisstjórn, sem í orði kveðst styðja atvinnulífið í allri sinni fjölbreytni. 

Skoðun

Venjumst ekki stríðsrekstri

Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Það voru mikilvægar raddir sem heyrðust á leiðtogafundinum Norðurlandaráðs í Hörpu í síðustu viku. Vinir okkar frá Eystrasaltsþinginu funduðu með okkur og góðum gestum frá Belarús, Rússlandi og Úkraínu, umræðuefnið að sjálfsögðu stríði í Úkraínu og stöðug brot Pútíns stjórnar á mannréttindum.

Skoðun

Látum ekki deigan síga í bar­áttunni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar

Landsnefnd UN Women á Íslandi lætur eina ferðina enn verulega um sig muna innan UN Women fjölskyldunnar með nýju söfnunarátaki. Að þessu sinni ríður íslenska landsnefndin á vaðið og hrindir úr vör herferð til að safna fjármunum í hinseginsjóð UN Women.

Skoðun

Ég tala ekki gótt Ís­lensku

Michelle Spinei skrifar

Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr).

Skoðun

Hver ber á­byrgð á mennta­málum?

Haukur Arnþórsson skrifar

Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið?

Skoðun

Mikil­vægi fjár­festingar líf­eyris­sjóða í leigu­hús­næði

Ólafur Margeirsson skrifar

Samtök atvinnulífsins segir of flókið og tafsamt að fá fólk utan EES til að starfa á Íslandi, það ætti frekar að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl. Það er óskandi að til sé pólitískur vilji til að gera slíkt, m.a. til að ná fram þeim jákvæðu efnahagslegu áhrifum sem af hlytist. En það er mikilvægt að muna að þetta fólk þarf að búa einhvers staðar: það er ekki nóg að einfalda t.d. reglugerðir, það verður að vera til húsnæði fyrir þetta fólk.

Skoðun

Að­stoðum Úkraínu með 1% af fjár­lögum, við eigum allt undir

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar

Úkraína þarf hjálp. Drullusokkur í Rússlandi ákvað að Rússar skyldu ryðjast inn í Úkraínu og drepa þar bræður sína og systur. En Úkraína verst hetjulega svo vekur aðdáun um allan heim. Óbeint eigum við allt undir baráttu þeirra gegn innrásarliðinu. Og hvað er átt við með því?

Skoðun

Ís­lensku­kennsla og kjara­samningar

Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Smágrein sem ég skrifaði hér á föstudaginn hefur valdið meira uppþoti en ég hafði ímyndað mér, allt út af einni málsgrein: „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma.“

Skoðun

AA og Af­staða í fangelsum

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Allt frá stofnun Afstöðu árið 2005 hefur eitt af höfuðmarkmiðum félagsins verið að hvetja fanga til þess að taka þátt í starfi AA-samtakanna. Upp úr aldamótum voru ekki margir sem nýttu sér úrræðið og horfðum við forsvarsmenn Afstöðu upp á hvern AA-fund á fætur öðrum þar sem enginn fangi mætti.

Skoðun

Efna­hags­leg á­hætta virkjana­stefnunnar

Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar

Landsvirkjun hefur vegnað vel á síðustu misserum, ekki síst vegna mikilla verðhækkana á álmörkuðum á liðnu ári og fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Fram hefur komið að rekstrartekjur fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins hafi verið hærri en nokkru sinni. Það er því sannarlega ástæða til að gleðjast yfir þeirri stöðu sem Landsvirkjun er í þessa stundina ­‒ er á meðan er.

Skoðun

Inn-, út­vistun eða blanda af hvoru tveggja

Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Útvistanir til einkaaðila hafa gengið misvel auk þess sem útvistanir geta leitt til lægri launa, verra starfsumhverfis og verri þjónustu. Flestir eru sammála um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er t.d. engin töfralausn.

Skoðun

Á­byrgðin á Sælu­koti liggur hjá Reykja­víkur­borg

Margrét Eymundardóttir,María Lea Ævarsdóttir og Eva Drífudóttir skrifa

Í viðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur leikskólastjóra á Sælukoti, þann 9. september síðastliðinn, kemur fram að rekstrarstjóri Sælukots sé nunna í Ananda Marga samtökunum sem vinnur mikla sjálfboðavinnu og óeigingjarnt starf.

Skoðun

Ráð­herrar kasta á milli sín heitri (franskri) kar­töflu

Ólafur Stephensen skrifar

Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur.

Skoðun

Á sandi byggði heimskur maður hús

Hulda Ásgeirsdóttir skrifar

Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana.

Skoðun

Lengi lifi lýð­veldið Ís­land

Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar

Frábært er að búa á Íslandi, í lýðveldi þar sem allir ríkisborgarar eru jafnir fyrir lögum, óháð ætt, og þjóðarleiðtogi er venjulegur maður, metinn hæfur og reglulega kosinn af ríkisborgurum. Ágætt er að búa í landi sem árið 1944 kaus að slíta tengslum við konungsríki.

Skoðun

Tryggjum börnum gott at­læti - núna

Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Nú verður ríkið að stíga inn í og lengja fæðingarorlof barna. Þó löngu fyrr hefði verið enda ótal rannsóknir sem sýna fram á að börnum er best borgið með sínu besta fólki, foreldrum sínum fyrstu tvö árin, þessum mikilvægu árum geðtengslamyndunar.

Skoðun

Geðheilbrigði: Hvar eiga forvarnirnar að byrja?

Kristín Inga Grímsdóttir og Ragna Kristmundsdóttir skrifa

Geðheilbrigðis- og velferðarmál hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri og flestir ef ekki allir eru á því að það þurfi að efla þjónustu í málaflokkunum. Umræða hefur verið um að leggja áherslu á forvarnir og stytta bið eftir þjónustu. Rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnir skila sér í bættu geðheilbrigði (Wakschlag, o.fl., 2019) og nú þegar líða fer að alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september er vert að skoða hvar forvarnir við sjálfsvígum ættu að byrja.

Skoðun

Netöryggi og samskipti: Lyktar þú eins og phiskur?

Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar

Stafræna umbreytingin er á fullri ferð sem þýðir að við þurfum að læra á nýjar hættur. Ein stærsta ógnin sem bæði einstaklingar og fyrirtæki standa frammi fyrir í dag eru svikapóstar (phishing). Þessir póstar eru ýmist til þess fallnir að reyna að svíkja peninga af viðkomandi, komast inn í kerfi til að taka þau yfir, eða nálgast viðkvæmar eða leynilegar upplýsingar.

Skoðun

Stafræna lestin á fleygiferð — en komast allir með?

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar

Reglulega berast Landssamtökunum Þroskahjálp erindi frá fötluðu fólki, aðstandendum og starfsfólki sem vinnur með fötluðu fólki, þar sem sagt er frá miklum hindrunum þegar kemur að stafrænum samskiptum við hið opinbera. Sumar þessarra frásagna hafa ratað í fjölmiðla.

Skoðun

Vegna um­fjöllunar um leik­skólann Sælu­kot

Elín Halldórsdóttir skrifar

Ég undirrituð hef þurft að lesa greinar og hlusta á viðtöl í fjölmiðlum síðustu 2 daga þar sem fram koma ótrúlegustu rangfærslur um skólastarf leikskólans Sælukots sem á að baki 46 ára starf.

Skoðun

Hvernig breytast seðlar og myntir breska konungs­veldisins?

Björn Berg Gunnarsson skrifar

Andláti Elísabetar 2. Englandsdrottningar fylgja breytingar á ýmsum sviðum. Breyta þarf öllu frá þjóðsöng landsins að lögreglubúningum og vegabréfum en það sem vekur hvað helst áhuga minn eru seðlar og myntir víða um heim.

Skoðun

Van­hugsað penna­strik í heil­brigðis­ráðu­neytinu

Hópur starfsfólks á starfsendurhæfingarsviði Reykjalundar skrifar

Sjúkratryggingar Íslands hafa að ósk heilbrigðisráðuneytis sagt upp samningi um starfendurhæfingu á Reykjalundi. Þar með slitinn þráður sem rekja má allt til þess að SÍBS stofnaði Reykjalund árið 1945 sem vinnuheimili, þ.e. starfsendurhæfingu, fyrir berklasjúklinga. Rökin virðast þau að starfsendurhæfing eigi heima í öðru ráðuneyti, því bent er á félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Virk starfsendurhæfingarsjóð.

Skoðun

Hey pabbi, staldraðu við

Tryggvi Þór Kristjánsson skrifar

Til hamingju með að vera pabbi. Hvort sem þú ert nýorðinn pabbi eða hefur verið lengi þá ertu örugglega búinn að átta þig á því að lífið verður aldrei eins og það var áður. „Áður“ er núna eitthvað allt annað líf. Þar var nægur svefn, nægur tími, reglulegar tómstundir og mjög líklega prívat tími á klósettinu.

Skoðun

Íslenskt vinnuumhverfi er ekki jafnréttisparadís

Dagný Aradóttir Pind skrifar

Í mörg ár hefur verið klifað á þeirri hugmynd að Ísland sé jafnréttisparadís. Á dögunum birtist okkur enn önnur sprungan á þeirri ímynd og í þetta skiptið var hún ansi stór. Þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta kom fram í stórri rannsókn um umfang áreitni og ofbeldis gegn konum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Lancet.

Skoðun