Skoðun

Í upp­hafi þing­vetrar

Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Við upphaf nýs þingvetrar er að mörgu að hyggja, bæði hér heimafyrir og á alþjóðavísu. Efnahagsmálin munu koma til að vega þungt. Það er nauðsynlegt að ná tökum á verðbólgunni. Sem betur fer er atvinnuástand gott og allar mælingar sýna að heimilin standa almennt vel.

Skoðun

Fallegasta fangelsið

Gunnar Dan Wiium skrifar

Ég er að sjá það meira og meira að jörðin er fangelsi eins og vinur minn Sitting Bull orðaði það. Þetta er algjört tilgangsleysi og allt of stórt. Að fæðast hérna og vera bundin í þennan hjúp innan um 8 milljarða aðra.

Skoðun

Opið bréf til lög­manns Sælu­kots - svar við á­skorun um að draga um­mæli til baka

Margrét Eymundardóttir skrifar

Í bréfi Lilju Margrétar Olsen lögmanns, dagsettu 13. september, 2022 kemur fram að forsvarsmenn leikskólans Sælukots hafi leitað til hennar. Í bréfinu tilkynnir hún mér að ég, Margrét Eymundardóttir, eigi von á því að mér verði stefnt vegna ummæla minna og Maríu Leu Ævarsdóttur, Evu Drífudóttur og Kristbjargar Helgadóttur í Vísi 7. september sl.

Skoðun

Skiptir hamingja, gleði og vel­líðan máli í vinnunni?

Héðinn Sveinbjörnsson skrifar

Ef hamingja, gleði og vellíðan í lífinu skiptir máli þá JÁ! Öll, eða flest öll, erum við að gera okkar besta til að fara í gegnum lífið með þessi markmið að leiðarljósi, að upplifa hamingju, gleði og vellíðan. Satt best að segja gætum við eytt öllum okkar tíma í að ná þessum markmiðun, en er það raunhæft? Megum við eiga okkar skítadaga? Eigum við alltaf að brosa framan í heiminn þegar við mögulega viljum það ekki?

Skoðun

Ert þú Ljósberi?

Vilborg Anna Garðarsdóttir skrifar

Undanfarin ár hafa sannarlega verið átakamikil. Í slíku árferði hefur kvenmiðuð neyðaraðstoð líkt og sú sem UN Women sérhæfir sig í, sjaldan verið jafn mikilvæg. Konur og stúlkur á átakasvæðum upplifa mikinn skort, eru oft réttindalausar, fjárhagsleg staða þeirra hörmuleg og skortur á viðeigandi stuðningi.

Skoðun

Konurnar segja ósatt og varaformaðurinn lætur hafa sig að fífli

Jón Hjaltason og Brynjólfur Ingvarsson skrifa

Þrjár konur hafa borið „ónefnda karlaforystu“ Flokks fólksins á Akureyri – og „aðstoðarmenn þeirra“ – þungum sökum. Karlaforystan ónefnda erum við undirritaðir, Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. Okkur tveimur er gefið að sök að hafa „sífellt lítilsvirt og hunsað“ konurnar þrjár og sagt þær „vitlausar“ og „geðveikar.“

Skoðun

Berg­mál

Sara Oskarsson skrifar

Á ári hverju deyja um 40 manns á Íslandi vegna sjálfsvíga og fyrir hvert sjálfsvíg eru áætlaðar um það bil 25 sjálfsvígstilraunir. Þetta þýðir um 1000 tilraunir á ári. Þeir einstaklingar sem eru á slíkri andlegri bjargbrún verða að teljast í virkri lífshættu. Þeirra á meðal eru börn.

Skoðun

Við og hinir

Símon Vestarr skrifar

Rétt upp hönd sem vill elska fólk og lifa í friði við allt og alla! Flestir rétta upp hönd og þeir sem gera það ekki hafa einhverjar tilgerðarlegar ástæður fyrir því – listrænan níhilisma eða táningastæla sem ekki náðist að vaxa upp úr.

Skoðun

Ekkert barn þarf að sitja eftir

Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar

Á þeim sex árum sem liðið hafa frá því lesfimipróf Menntamálstofnunar fór fyrst í almenna notkun hafa litlar breytingar orðið á niðurstöðum prófsins á landsvísu og hlutfall nemenda sem útskrifast úr grunnskóla undir lágmarksviðmiði í lesfimi enn um 30%.

Skoðun

Þjóð­tunga á köldum klaka

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar

„Að búa á Íslandi án þess að tala íslensku er meistaranám í höfnun, bæði félagslega og á atvinnumarkaðnum, með enga prófgráðu í sjónmáli” segir Michelle Spinei í áhugaverðri grein sem hún birti nýlega á visir.is. Þar lýsir hún af eigin raun þrautagöngu einstaklings af erlendum uppruna við að ná tökum á íslensku máli. Það lærdómsferðalag var „hlykkjóttur og grýttur malarvegur fullur af slæmum fallbeygingum”, eins og hún orðar það.

Skoðun

Söfn og dagur íslenskrar náttúru

Björk Þorleifsdóttir skrifar

Dagur íslenskrar náttúru er 16. september. Á þeim degi er söfnum hollt og mikilvægt að minna sig á að þau eiga ekki að vera og geta ekki verið hlutlaus þegar kemur að umhverfismálum.

Skoðun

Dagur ís­lenskrar náttúru

Jódís Skúladóttir skrifar

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september á ári hverju og meðvitund Þjóðarinnar verður sífellt sterkari um dýrmæti náttúru landsins.

Skoðun

Um narsis­isma og greiningar­skil­merki

Sigrún Arnardóttir skrifar

Skilgreining á Narsisima felur í sér að einstaklingur sé ófær um að finna til samkenndar með öðrum og sýni þ.a.l. þörfum annarra og líðan engan áhuga. Hann er einnig oftast afar upptekin af eigin ímynd og háður viðurkenningu og aðdáun annarra.

Skoðun

Elísa­bet, vínið og veikindin

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Ég ákvað að vera smá óþekk á föstudagskvöld og hella mér í smá vínglas. Ég er ekki vön því enda er ég alin upp af fólki sem liggur við að megi kalla heittrúað á það að allt vín sé böl. Mig bara langaði smá til að skála fyrir þessari æðislegri fyrirmynd kvenna, sterku og staðföstu drottningunni henni Elísabetu og hámhorfa um leið á nokkra þætti af Crown.

Skoðun

Það kostar að skulda

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Sannleikurinn er að það er margt sem sameinar okkur á Alþingi einfaldlega vegna þess að við erum hluti af sömu þjóð. Það er ekki þannig að allir séu ósammála um allt og nú þegar umræða fer fram um fjárlagafrumvarp, mikilvægasta mál haustsins, þá er það einfaldlega ekki svo að þar sé allt vonlaust.

Skoðun

„Það eru engar slíkar varan­legar undan­þágur“

Erna Bjarnadóttir og Jón Bjarnason skrifa

Á þessu ári eru liðin þrettán ár síðan Alþingi íslendinga samþykkti illu heilli að sækja um aðild að ESB. Viðræður um aðlögun Íslands að inngöngu í Evrópusambandið á grunni þeirrar umsóknar runnu endanlega út í sandinn á árinu 2012.

Skoðun

Bergið, headspace. And­leg heilsa unga fólksins

Guðmundur Fylkisson skrifar

Bergið headspace er lágþröskulda og gjaldfrjáls þjónusta sem nú hefur verið veitt í 3 ár. 17. september er dagur Bergsins og munum við fagna þeim degi þar sem stefnt er að hópgöngu 500 einstaklinga, en upp undir 1000 ungmenni hafa sótt þjónustu í Bergið frá stofnun.

Skoðun

Slembi­lukkan og verð­leikarnir

Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar

Slembilukka ræður því hvar á Jörðinni við fæðumst en það er ákvörðun að velja sér nýjan samastað og hana þarf stundum að taka vegna aðstæðna sem einstaklingar bera enga ábyrgð á; stríðið í Úkraínu er nærtækt dæmi um það.

Skoðun

Al­var­leg teikn á lofti – á­skorun til ís­lenskra stjórn­valda

Stella Samúelsdóttir skrifar

Stöðugar fréttir af auknu hatri og óþoli í garð hinsegin fólks á Íslandi eru alvarleg teikn á lofti sem bregðast verður við. Í morgun var meðal annars fjallað um áhyggjur Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar af stöðu hinsegin barna og ungmenna sem hafa í auknum mæli verið að segja frá alvarlegum hótunum og aðkasti innan veggja skóla.

Skoðun

Ís­lenska er að­gengis­mál!

Vaida Bražiūnaitė skrifar

Hér er Fjallkona Ísafjarðar að borða banana. Ég er fyrst og fremst mjög þakklát fyrir þann heiður að hafa fengið að vera fjallkona bæjarins í ár, en núna vil ég nota tækifærið og þessa óvenjulegu mynd til að taka þátt í heitu umræðunni um íslensku tunguna og útlendinga.

Skoðun

Takið á­kvörðunina

Sóley Kaldal skrifar

Manstu þegar gluggarnir heima hjá þér fóru að leka, ofninn bilaði og þú áttir von á einu barni til viðbótar svo það bráðvantaði annað herbergi - en þú beiðst bara í nokkur ár þangað til að málið leystist af sjálfu sér? Nei ekki ég heldur. Það er vegna þess að heimurinn virkar ekki þannig. Þvert á móti stækka vandamálin því lengur sem kosið er að vanrækja þau.

Skoðun

Ís­lensku­kennsla fyrir er­lent starfs­fólk

Ólafur Sveinsson skrifar

Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi.

Skoðun

Með­ferðar­kjarninn rís - vandi krabba­meins­deildar er ó­leystur

Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Húsnæðismál Landspítala voru til umræðu á Morgunvaktinni á Rás 1 í síðustu viku. Nýr meðferðarkjarni er farinn að rísa upp úr grunninum og eðlilegt að telja að mjög styttist í að húsnæðisvandi Landspítala verði úr sögunni og aðstaða verði til fyrirmyndar.

Skoðun

Að virða niður­stöður kosninga

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Talsvert hefur verið rætt um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga af hálfu þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Hefur þar verið skírskotað til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar sem fram fór haustið 2012.

Skoðun

Keppnis- og af­reks­í­þrótta­fólk lifir ekki á loftinu

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Keppnis- og afreksíþróttafólk á oft og tíðum erfitt með að fá vinnu við hæfi samhliða íþróttaiðkun vegna þess að fyrirtæki veigra sér við að ráða starfsmenn sem þurfa að vera frá vegna tíðra æfinga eða keppnisferða. Afleiðingarnar eru að keppnis- og afreksíþróttafólk stendur frammi fyrir því erfiða vali hvort það vilji halda áfram að æfa og keppa í sinni íþrótt með tilheyrandi óvissu um framfærslu.

Skoðun

Réttlátara samfélag með betri tækni

Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Það eru forréttindi að fá að vakna á hverjum degi og vinna að því að búa til réttlátara samfélag. Réttlátt samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 hefur reynst öflugt verkfæri í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. En áður en vottunin er í hendi þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði.

Skoðun

Ung­menna­Ráð til ráða­manna

Betsý Ásta Stefánsdóttir,Hermann Borgar Jakobsson og Telma Ósk Þórhallsdóttir skrifa

Það þarf að vinna stöðugt að því að opinn vettvangur fyrir ungmenni innan samfélagsins sé tryggður. Sumir vilja meina að börn og ungmenni hafi ekki áhuga á að láta skoðanir sínar í ljós en raunin er að börn og ungmenni eru stór réttindahópur sem þarf að lifa með þeim ákvörðunum sem fullorðna fólkið tekur núna í dag.

Skoðun